Allt Tindastólsfólk á Kópavogsvöll í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.09.2022
kl. 13.20
Það styttist óðfluga í fótboltatímabilinu. Karlalið Tindastóls hefur lokið leik í 4. deildinni þar sem ekki náðist sá árangur sem að var stefnt. Lið Kormáks/Hvatar spilar næstsíðasta leik sinn í 3. deildinni um helgina en spennan er mest í kringum kvennalið Tindastóls sem spilar við lið Augnabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Ef stelpurnar ná að vinna leikinn þá hafa þær tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. Stuðningsfólk Tindastóls er því hvatt til að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja Stólastúlkur en leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira