Skagafjörður

Kristinn Gísli hreppti annað sætið í Kokki ársins

Króksarinn og eðalkokkurinn Kristinn Gísli Jónsson varð í öðru sæti í keppninni Kokkur ársins 2022 sem fram fór í Ikea sl. laugardag. Rúnar Pierre Henriveaux hlaut nafnbótina Kokkur ársins og Gabríel Kristinn Bjarnason landaði þriðja sætinu.
Meira

Mikið um dýrðir á Skúnaskralli

Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall sem haldin er í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra stendur nú yfir en ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir prýða dagskrá hátíðarinnar. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
Meira

Hvað viltu að sveitarfélagið þitt heiti? Húnabyggð eða Hegranesþing?

Húnvetningar og Skagfirðingar hafa ákveðið hvaða heiti verði lögð fyrir íbúa í ráðgefandi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum. Nýjar sveitarstjórnir taka ákvörðun um heiti í upphafi nýs kjörtímabils.
Meira

Rakel Sif varð norskur meistari í U16 körfubolta

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir einhversstaðar. Nú á sunnudaginn varð lið Kjelsås norskur meistari í U16 körfubolta kvenna þegar liðið lagði Ulriken Eagles í æsispennandi úrslitaleik, 84-82. Liðin eru skipuð stúlkum sem er fæddar árið 2006 og ein þeirra sem hampaði bikarnum í leikslok var Rakel Sif Ómarsdóttir, dóttir Siglfirðingsins Báru Pálínu Oddsdóttur og körfuboltakappans og Króksarans Ómars Sigmarssonar sem er þjálfari liðsins.
Meira

Jæja ...

Nú er farinn í hönd sá tími þegar lausagöngukettir byrja að tína upp unga smáfuglanna, nýkomna úr hreiðri, eða drepa foreldrin, sem í mörgum tilvikum eru nýlega komin um langan veg yfir hafið frá vetrarstöðvunum til að auka kyn sitt.
Meira

Búist við brjáluðu stuði og geggjaðri stemmingu á menningarkvöldi NFNV

Menningarkvöld NFNV verður haldið þann 7. maí næstkomandi, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í boði verða tónlistaratriði, Bodypaint, dragkeppni og margt, margt fleira. „Brjálað stuð og geggjuð stemming!“ segir á Facebook-síðu nemendafélagsins.
Meira

Sameiginlegir framboðsfundir í Skagafirði

Þrír sameiginlegir framboðsfundir til kosninga í sameiginlegu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir á næstu dögum. Vert er að hvetja íbúa til að mæta og kynna sér málefni flokkanna og fyrir hvað þeir standa.
Meira

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir ferðavagna, fornbíla og bifhjól

Á heimasíðu Samgöngustofu er vakin athygli á reglugerðarbreytingu þar sem skoðun ökutækja í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum hefur fengið nýjan skoðunarmánuð.
Meira

Seldu handgerð kort til styrktar Úkraínu

Fyrir skömmu færðu fjórar duglegar stúlkur Rauða krossinum söfnunarfé til aðgerðanna sem samtökin standa fyrir í Úkraínu.
Meira

Ferðaþjónusta í Skagafirði

Hvað veldur því að við fáum ekki enn fleiri ferðamenn í Skagafjörð þrátt fyrir allar náttúruperlurnar sem við höfum, fjölbreytta útivistarmöguleika og marga áhugaverða staði sem hægt er að heimsækja og skoða?
Meira