Skagafjörður

„Margir yngri flokka okkar í hópi þeirra bestu“

Feykir hafði samband við Þórólf Sveinsson (Tóta), yfirþjálfara yngri flokka Tindastóls, og fékk hann til að segja aðeins frá starfinu og gengi yngri flokka félagsins í ár. Þess má geta að Tindastóll, Hvöt og Kormákur tefla fram sameiginlegum liðum í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna og raunar í 2. flokki líka – en 2. flokkur karla og kvenna er ekki á borði Tóta svo sagt verður frá afrekum þeirra síðar.
Meira

Kúrsinn stilltur fyrir Norðurland vestra sem áfangastað

SSNV hefur gert samning við Saltworks, ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar, um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Í frétt á vef SSNV segir að verkefninu sé ætlað „...að greina stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og vinna að tillögum hvernig styrkja megi ímynd svæðisins sem áfangastaðar ferðafólks á heildrænan hátt þar sem einnig er horft til þeirra þátta sem gera svæðið að álitlegum búsetukosti og góðum valmöguleika til uppbyggingar atvinnutækifæra og fjárfestinga.“
Meira

Hvíti riddarinn mátaði Stólana í Mosfellsbænum

Ævintýri Tindastólspilta í úrslitakeppni 4. deildar varð bæði stutt og dapurlegt en liðið féll út við fyrstu hindrun. Það var kannski óheppni að dragast á móti liði Hvíta riddarans úr Mosfellsbæ sem er öflugur andstæðingur en þegar komið er í úrslitakeppnina er ekkert gefið. Sá Hvíti vann fyrri leik liðanna sem fram fór á Króknum, 1–2, eftir jafnan leik en í kvöld voru þeir einfaldlega betri og unnu leikinn 4-1 og einvígið þar með 6-2 og sendu Stólana í frí sem er síður en svo kærkomið.
Meira

Lokað hjá sýslumönnum á föstudaginn

Lokað verður hjá sýslumönnum um land allt föstudaginn 9. september vegna starfsdags.
Meira

Samtalið hafið um aðlögun sveitarfélaga að breyttum heimi

Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í gær.
Meira

Hver er fugl ársins að þínu mati?

Kosningin á Fugli ársins er hafin og stendur til 12. september nk. Það er Fuglavernd sem stendur að keppninni og að þessu sinni eru það auðnutittlingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla sem keppa um að verma hæstu fuglaþúfuna 2022.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.168 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. september 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 533 íbúa, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 209 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.219 íbúa eða um 6,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 20 eða 0,4%.
Meira

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival fer fram 7.-9. október

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 7.-9. október nk. Á hátíðina kemur fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur.
Meira

Björgunarsveitastarf er fyrir alla :: Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Fréttir af starfsemi björgunarsveita rata oft í fjölmiðla enda miðar hún að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring, eins og segir á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Meira

Hvíti riddarinn með undirtökin gegn Stólunum

Tindastóll fékk Hvíta riddarann úr Mosfellsbæ í heimsókn í dag í átta liða úrslitum í úrslitakeppni 4. deildar. Heimamenn voru töluvert öflugri í fyrri hálfleik en engu að síður 1-2 undir í hálfleik. Gestirnir voru grimmari í síðari hálfleik en heimamenn fengu færi til að jafna undir lokin en allt kom fyrir ekki. Lokatölur því 1-2 og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að gera betur í Mosó á þriðjudaginn ef þeir ætla sér lengra í úrslitakeppninni.
Meira