Skagafjörður

Stokkað upp í rekstri Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur verið starfrækt í ríflega tvo áratugi en það var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2006 var það gert að sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Nú er setrið á krossgötum þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármögnun á rekstur þess. Vegna óvissu sem ríkti um reksturinn fyrr á árinu var forstöðumanni setursins, Kristni Hugasyni, sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið a.m.k.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptmistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Meira

Friðrik Þór temur og kennir við Wiesenhof-búgarðinn í Þýskalandi

Síðast var Dagur í lífi í heimsókn hjá Björk Óla og Sossu á bráðadeildinni í Sacramento í Bandaríkjunum en þaðan einhendumst við hálfan hnöttinn og lendum í Þýskalandi. Þar snögghemlum við í þorpinu Marxzell-Burbach nyrðst í Svartaskógi, skógi vöxnum fjallgarði í suðvesturhorni Þýskalands. Við bönkum upp á hjá Friðriki Þór Stefánssyni, 27 ára gömlum skagfirskum tamningamanni og reiðkennara við einn stærsta Íslandshesta-búgarð landsins.
Meira

Matgæðingur í tbl 21 - Misgáfulegir pastaréttir Dósa

Matgæðingur vikunnar í tbl 21 á þessu ári var Sæþór Már Hinriksson en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls ásamt því að skemmta fólki með tónlistarflutningi þegar hann má vera að og námsmaður með meiru. Sæþór er í sambúð með Karen Lind Skúladóttur og eiga þau eina dóttur saman, Sölku Sæþórsdóttur.
Meira

Haustbragur á Tindastólsmönnum í tapi gegn Hetti

„Fyrst og fremst var gaman að koma aftur íþróttahúsið og hitta stuðningsmennina og allt fólkið sem hjálpar til við alla umgjörð heimaleikjanna,“ tjáði Helgi Margeirs, aðstoðarþjálfari Stólanna í körfunni, Feyki þegar forvitnast var um leik Tindastóls og Hattar sem spilaður var í Síkinu í gærkvöldi. Gestirnir höfðu betur í leiknum, 74-88, en Helgi segir að leikurinn hafi spilast að miklu leiti eins og við mátti búast hjá Stólunum. „Spilið var stirt og hægt á löngum köflum en inn á milli birti til og við sáum glitta i það sem við viljum gera þegar líður á og liðið slípast saman.“
Meira

Elskar að kenna í listavali í Árskóla

Ásta Búadóttir býr á Sauðárkróki, er alin upp á Hvalnesi á Skaga, en flutti tvítug til Sauðárkróks. Bjó í fjögur ár á Höfn í Hornafirði, þar sem hún hóf sinn búskap, en flutti aftur í Skagafjörðinn. Árið 1991 flutti hún til Reykjavíkur í nám, en kom svo aftur eftir námið og hefur verið í Skagafirðinum síðan. Hún er matreiðslumeistari og kennari í Árskóla.
Meira

Kolefnisjafna rúntana :: Áskorandapenninn Jón Marz Eiríksson brottfluttur Skagfirðingur

Ég er fæddur á Hvammstanga og ólst fyrstu ár mín upp á Síðu og svo í Bjarghúsum við Vesturhópsvatn, Birna Jónsdóttir móðir mín er þaðan en Eiríkur Jónsson frá Fagranesi er faðir minn. Þegar ég var níu ára gamall fluttum við á Sauðárkrók og voru það talsverð viðbrigði. Það er margt búið að breytast á Króknum síðan þá og nýjasta breytingin sem ég tók eftir er að gamla barnaskólanum er búið að breyta í íbúðir.
Meira

Við ætlum okkur bikarinn

„Þetta lið er náttúrulega stórkostlegt og [stelpurnar] eiga þetta svo sannarlega skilið. Þvílík samheldni, barrátta og hrein gæði sem skila þessu hjá þeim. Stórkostleg blanda af leikmönnum og allt teymið i kringum liðið er alveg frábært.,“ sagði Donni þjálfari þegar Feykir spurði hann eftir leikinn í kvöld hvað hann gæti sagt um liðið sitt sem þá var nýbúið að endurheimta sæti sitt í efstu deildinni í kvennaknattspyrnunni.
Meira

Stólastúlkur á fljúgandi siglingu upp í Bestu deildina

Kvennalið Tindastóls sýndi fádæma öryggi í kvöld þegar þær heimsóttu lið Augnabliks á Kópavogsvöll. Það var ljóst fyrir umferðina að sigur í Kópavogi mundi tryggja Stólastúlkum sæti í Bestu deild kvenna að ári og það var hreinlega aldrei spurning hvort liðið tæki stigin í kvöld. Lið Tindastóls tók snemma völdin í leiknum og þær voru 0-4 yfir í hálfleik. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en stelpurnar bættu við einu marki, sigruðu því 0-5 og eru í góðum gír að mæta toppliði FH á Króknum um næstu helgi – sigur tryggir Stólastúlkum efsta sætið í Lengjudeildinni.
Meira

Líf atvinnumanns í fótbolta er bæði skrítið og mikið ævintýri

Nú í leikmannaglugganum í júlí var ákveðið að styrkja lið Stólastúlkna fyrir lokaátökin í Lengjudeildinni. Rakel Sjöfn Stefánsson kom frá liði Hamranna á Akureyri en hún hafði spilað með liði Tindastóls sumarið 2020 og tvær stúlkur komu alla leið frá Ástralíu; hin 18 ára ástralska/maltneska Claudia Jamie Valetta og hin þrítuga Melissa Alison Garcia. Hún er bandarísk að uppruna, frá San Diego í Kaliforníu, en er einnig með lúxemborgskt vegabréf. Hún spilar ýmist á miðjunni eða frammi og er kraftmikill reynslubolti en hún er þegar búin að skora tvö mörk í fimm leikjum með Stólastúlkum.
Meira