Skagafjörður

Liði Tindastóls spáð þriðja sæti í Lengjudeildinni

Lengjudeild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum og í kvöld spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn. Þá fá þær lið Grindavíkur í heimsókn í vetrarríkið hér fyrir norðan. Í spá Fótbolta.net sem kynnt var fyrr í vikunni var liði Tindastóls spáð þriðja sætinu í deildinni en Grindvíkingum því sjötta en það eru þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn félaga deildarinnar sáu um að spá. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30 og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að fjölmenna á völlinn.
Meira

Fundur aðgerðastjórnenda á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórnendur á Norðurlandi vestra hittust á Sauðárkróki seinnipart 5. maí síðastliðinn. Á fundinn mættu tuttugu manns frá björgunarsveitum, slökkviliðum, Rauða krossinum og lögreglu. Markmið fundarins var að efla samstarf á milli viðbragðsaðila á svæðinu.
Meira

Sigurður Ingi hefur tekið á móti nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur veitt nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra viðtöku. Í frétt á vef SSNV segir að í áætluninni séu teknar saman helstu áherslur landshlutans hvað samgöngu- og innviðamál varðar og er áætlunin uppfærð útgáfa fyrri áætlunar sem samþykkt var árið 2019.
Meira

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum.
Meira

Auðveldar okkur vinnuna, segir Guðmundur Haukur um kaup ríkisins á stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar

Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að með kaupum á fasteigninni verði hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslumannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar.
Meira

Hjálmaafhending Kiwanis í Skagafirði verður á sunnudaginn

Kiwanisklúbbarnir í Skagafirði Freyja og Drangey munu afhenda öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma næstkomandi sunnudag klukkan 11 á skólalóð Árskóla á Sauðárkróki. Til stóð í upphafi að athöfnin færi fram á laugardeginum en var færð til vegna umhverfisdags Fisk Seafood sem fram fer á sama tíma víða í héraðinu.
Meira

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, á varpar alþingismenn og íslensku þjóðina

Á morgun, föstudaginn 6. maí kl. 14, mun Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpa alþingismenn og íslensku þjóðina í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum.
Meira

Staða fatlaðs fólks til skammar í sveitarfélaginu

Ég er svo hugsi eftir fund sem fór fram í gær, 4. maí, við frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga um stöðu fatlaðs fólks í Skagafirði og finn fyrir brennandi þörf til að tjá mig.
Meira

Aðgengi fyrir alla?

Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í fyrstu grein samningsins er kveðið á um að markmið hans sé að efla, verja og tryggja að fatlað fólk skuli njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við aðra.
Meira

Sterkari Skagafjörður fyrir eldri borgara

Á næsta kjörtímabili viljum við í Framsókn ráðast í samstarf við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun hjúkrunar- og dvalarrýma á Sauðárkróki og skoða möguleika á þjónustuíbúðum og stækkun dagdvalar.
Meira