Skagafjörður

Sterkur Skagafjörður

Skagafjörður er góður búsetukostur enda sveitarfélagið bæði víðfeðmt og fallegt með fullt af möguleikum. Einn megin styrkur atvinnulífs í Skagafirði er hversu blandað atvinnulífið er. Í grunninn erum við framleiðslusamfélag sem byggir á landbúnaði og sjávarútvegi en samhliða því höfum við einnig byggt upp öflugt þjónustusamfélag þar sem bæði starfar mikið af sjálfstæðum fyrirtækjum en einnig opinberar stofnanir.
Meira

Menningarhús á Sauðárkróki :: Leiðari Feykis

Það kom fram í Sæluvikusetningarávarpi Sigfúsar sveitarstjóra í Skagafirði að innan skamms mætti búast við því að hönnun og framkvæmdir menningarhúss á Sauðárkróki geti farið af stað í kjölfar undirritunar samnings á milli sveitarfélaganna og ráðherra menningar- og fjármála, eins og hægt er að lesa um í Feyki vikunnar. Þetta eru afar góðar fréttir og vissulega við hæfi að segja frá þeim í upphafi menningarhátíðar Skagfirðinga.
Meira

Barnvænn Skagafjörður

Eitt af grundvallaratriðum okkar í lífinu er að börnunum líði vel. Því er svo mikilvægt að hlúa vel að okkar yngsta fólki og skapa þeim umhverfi þar sem þau fá að njóta sín.
Meira

Reynist Basi vera markahrókur?

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jordán Basilo Meca, sem er iðulega kallaður Basi, um að leika með karlaliðinu í 4. deildinni í sumar. Basi er 24 ára sóknarmaður frá Spáni og er von á honum á Krókinn í næstu viku.
Meira

Tindastólsmenn enn að í Lengjubikarnum

Tindastóll spilaði við lið Hamars í gær í 8 liða úrslitum í C-deild Lengjubikarsins og var spilað á Domusnovavellinum í Reykjavík. Hvergerðingar komust yfir um miðjan fyrri hálfleik en Stólarnir svöruðu að bragði og gerðu síðan sigurmarkið í síðari hálfleik en þá voru Króksararnir orðnir einum færri. Lokatölur því 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Karlakórinn Heimir með tónleika í kvöld

Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis fara fram í Miðgarði í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Vӓljaots. Heimispiltar hafa æft stíft fyrir tónleikana og vænta þess að fólk fjölmenni í Menningarhúsið í Miðgarði. Á Facebook-síðu kórsins er þeim sem ekki nenna að standa í biðröð bent á að hægt er að nálgast miða í Olís Varmahlíð og Blómabúðinni á Sauðárkróki. Sama gamla góða miðaverðið, kr. 4000.
Meira

ByggðaListinn - Agnar H. Gunnarsson skrifar

Það vorar. Það er eitthvað unaðslegt við vorið, vorið er tími draumanna, þegar mannfólkið og öll náttúran vaknar til nýrra daga, nýrra möguleika. Nú er meira að segja kosningavor, sem er möguleikavor, möguleika til að breyta og gera eitthvað nýtt. Við hér í nýju sveitarfélagi í Skagafirði, þessu yndislega héraði okkar, kjósum í fyrsta skipti öll í sama sveitarfélagi og þá er um að gera að vanda sig.
Meira

Deildarmeistararnir ljómuðu í Ljónagryfjunni

Ekki fór það nú svo að Tindastólsmenn þyrftu að brúka kúst og fæjó í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í gærkvöldi þegar liðin áttust við í þriðja leik sínum í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Möguleikinn var fyrir hendi en heimamenn reyndust ekki hafa áhuga á því að fara í sumarfrí og voru einfaldlega betri en Stólarnir að þessu sinni og nældu í sanngjarnan sigur. Lokatölur voru 93-75 og það má því reikna með hamagangi og látum þegar liðin leiða saman hesta sína í fjórða leiknum sem fram fer í Síkinu nk. laugardagskvöld.
Meira

Hurðaskellir, gluggagægjar, heitar gellur og graðnaglar :: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Nei ráðherra

Undirrituð skellti sér einu sinni sem oftar á leiksýningu nú í upphafi Sæluviku, enda áhugamanneskja um slíkar sýningar. Það liggur í loftinu að fólk er orðið menningarþyrst eftir svelti í þeim efnum um tveggja ára skeið, sem skilaði sér bæði í leikgleði og viðbrögðum áhorfenda. Á sviðið voru mættar sögupersónur í sköpunarverki Ray Cooney, sem ku vera konungur farsanna. Hurðafarsi sem stendur sannarlega undir nafni, því það er ekki nóg með að hurðum sé skellt heldur gluggum líka. Efnið er, eins og oftast í slíkum verkum, framhjáhald og misskilningur sem vindur upp á sig.
Meira

Hestamennska í Skagafirði

Hestamennskan í Skagafirði er mér mikið hjartans mál enda sat ég í fyrstu stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings til fimm ára. Hestaíþróttir er ein fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ sem segir þó nokkuð um umfang hennar. Hestamannafélagið Skagfirðingur er eitt stærsta hestamannafélag landsins og fjölmennasta íþróttafélag sveitarfélagsins.
Meira