Skagafjörður

„Þetta verður hörkuleikur,“ segir Hannes Ingi um viðureign Stóla og Njarðvíkur í kvöld

Í kvöld fer fram þriðji leikur Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og með sigri komast Stólar í úrslitaleikinn. Leikurinn fer fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og miðaframboð afar takmarkað, segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls en þar er fólk hvatt til að næla sér í miða á símaappinu Stubbi. Feykir náði í Hannes Inga Másson sem hefur bullandi trú á að Stólar fari með sigur af hólmi.
Meira

Fyrsta stökkmót öldunga í Varmahlíð

Stökkmót UÍ Smára í öldungaflokkum fór fram í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 23. apríl 2022. Keppt var í fjórum greinum; hástökki með og án atrennu, langstökki og þrístökki án atrennu. Fimm keppendur mættu til leiks í karlaflokkum en því miður enginn í kvennaflokkum.
Meira

Iðunn Kolka Gísladóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal FNV í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 21 skipti í Skagafirði, en ein lokahátíð féll niður vegna covid. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Hestadagar í Skagafirði um helgina - Tekið til kostanna og Meistaradeild KS

Tekið til kostanna 2022 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00 - Húsið opnar klukkan 18 og segir í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins að hamborgari og kaldur verði í boði í reiðhöllinni. Lagt verður á skeið á Hólum á laugardag.
Meira

Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Meira

Senn verður skrifað undir samning um menningarhús á Sauðárkróki

Fram kom í setningarávarpi Sigfúsar Inga Sigfússona, sveitarstjóra svf. Skagafjarðar, er Sæluvikan formlega hófst, að nú væru menningarmála- og fjármálaráðuneytin að ganga frá samningi um framkvæmd menningarhúss á Sauðárkróki og að ritað yrði undir samning á næstu dögum.
Meira

1.500 tonn af þorski bætast við strandveiðipottinn

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar þar sem nú verða alls 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ráðherra ákvað að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.
Meira

Kvennakórinn Sóldís á Blönduósi í kvöld

Nú birtir á ný, segja söngkonur Sóldísar sem koma nú fram á ný eftir Covid-frí undanfarin misseri. Á sunnudagskvöldið, í upphafi Sæluviku, hélt kórinn tónleika í Miðgarði þar sem vel var mætt og stemningin góð. Í kvöld halda kórkonur til Blönduóss þar sem efnt verður til tónleika í Blönduóskirkju kl. 20.
Meira

Tónleikar til styrktar Úkraínu

Úkraínuhópurinn í samvinnu við Rauðakrossinn og Menningarfélag Gránu heldur tónleika næstkomandi fimmtudagskvöld í Sauðárkrókskirkju kl. 20:00 og mun ágóði þeirra renna óskiptur til bágstaddra í Úkraínu. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Önnu Szafraniec á Sauðárkróki, sem fékk Rauða krossinn og Menningarfélag Gránu í lið með sér ásamt fjölda tónlistarfólks í Skagafirði.
Meira

Dagskrá Sæluviku í dag

Það er óhætt að segja að Sæluvika Skagfirðinga hafi farið vel af stað í gær og dagurinn endað með gríðarlegri spennu í Síkinu, mikil stemning og fullt hús. Einnig var vel mætt á tónleika Kvennakórsins Sóldísar í Miðgarði og nánast uppselt á Nei ráðherra, leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks. Áfram heldur dagskrá í dag.
Meira