Skagafjörður

Heiðursborgari Skagafjarðar stjórnar jarðýtu og brýtur land til ræktunar

Hvað gerir heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar eftir að hann hefur lokið farsælu starfi við ritun og útgáfu tíu binda ritraðar Byggðasögu Skagafjarðar? Jú, hann fær lánaða jarðýtu og brýtur land til ræktunar á stórbúi í Blönduhlíð.
Meira

Eftirlegukindur Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga :: Vísur og botnar sem skiluðu sér ekki á réttan stað

Það óheppilega atvik varð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga að nokkrar sendingar lentu ekki á réttum stað í tölvupósti og uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að keppnin hafði verið gerð upp. Er þetta harmað mjög og viðkomandi beðnir afsökunar.
Meira

Bjórhátíðin haldin í tíunda sinn

Þá er tíundu Bjórhátíðinni lokið, sem var líka afmælishátíð. Að þessu sinni var hún haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll og tókst bara ansi vel. Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólnum að þessu sinni.
Meira

„Væri ofboðslega gaman að fara til Turin að sjá úrslitakvöld Eurovision“ / ALEXANDRA

Tón-lystin heimsækir nú stórsöngkonuna og Hofsósinginn Alexöndru Chernyshovu (1979) sem síðustu árin hefur búið í Reykjanesbæ. Alexandra, sem er fædd og uppalin í Kænugarði í Úkraínu, fluttist á Hofsós árið 2005 ásamt eiginmanni sínum, Jóni Hilmarssyni, skólastjóra og ljósmyndara, og börnum þeirra. Þar bjuggu þau í sjö ár og var Alexandra á þeim tíma stóreflis menningarsprauta inn í skagfirskt samfélag, stofnaði meðal annars söngskóla og setti upp óperusýningar og tónleika.
Meira

Ticket to ride

TIcket to ride er vinsælt tveggja til fimm manna borðspil þar sem leikmaðurinn reynir að tengja saman borgir og leggja langar lestarleiðir um hinar ýmsu heimsálfur.
Meira

Meirihlutasáttmáli undirritaður í Skagafirði

Skrifað var undir meirihlutasáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag 3. júní. Athöfnin fór fram í Kakalaskála að Kringlumýri í Blönduhlíð. Í fréttatilkynningu frá meirihlutanum segir að ráðningarsamningur við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga Sigfússon verði endurnýjaður.
Meira

Tíminn er takmörkuð auðlind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna á Víkingum

Lið Tindastóls í Lengjudeild kvenna hélt suður í höfuðborgina í dag en þar beið þeirra sterkt lið Víkingsstúlkna sem spáð var einu af tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir tímabilið. Úr varð hörkuleikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs og það reyndust Stólastúlkur sem kláruðu dæmið, sýndu góðan karakter eftir að hafa lent undir snemma leiks og fögnuðu öflugum 1-2 sigri.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við leikmenn

Í dag, á Gránu, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst.
Meira

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira