Töfrastund Tindastóls í troðfullu Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
18.04.2022
kl. 01.03
Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í kvöld í fimmtu og allra síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu unnið tvo leiki og sigurvegarinn átti því víst sæti í undanúrslitum þar sem andstæðingurinn yrði deildarmeistarar Njarðvíkur. Reiknað var með hörkuleik og stuðningsmenn liðanna streymdu í Síkið sem aldrei fyrr. Viðureignin reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn því lið Tindastóls mætti í miklu stuði til leiks, tók snemma góða forystu sem gestirnir voru hreinlega aldrei nálægt að vinna upp. Lokatölur 99-85 og Stólarnir því áfram í undanúrslitin.
Meira