Tæplega 2/3 þátttakenda kusu að fá sorpið sótt heim
feykir.is
Skagafjörður
11.07.2022
kl. 10.55
Að undanförnu hefur staðið yfir íbúakönnun um sorpmál í dreifbýli Skagafjarðar þar sem valið var milli tveggja valkosta. Könnuninni lauk sl. föstudag. Valið stóð á milli þess að íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu eða að heimilissorp verði sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar. Á kjörskrá var 671 en kosningaþátttaka reyndist 25% og af þeim kusu 64% að láta sækja sorpið heim.
Meira