Skagafjörður

Tólf leikir hjá flokkum unglingaráðs um helgina

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá MB10 stúlkna og drengja ásamt því að bæði 10 fl. drengja, 12. fl. karla og Ungmennaflokkur karla spiluðu einn leik hver.
Meira

Vilja lækka aldursmörk á hvatapeningareglum niður í 0 ára

Á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar lögðu VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu um að reglur um núverandi aldurstakmark úthlutunar hvatapeninga verði breytt þannig að ungabörnum gefist strax kostur á úthlutun, þ.e. fyrir sinn fyrsta afmælisdag, í stað fimm ára eins og nú er og til 18 ára aldurs.
Meira

Högni Elfar tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í gær

Högni Elfar Gylfason, bóndi á Korná í Skagafirði, tók sæti á Alþingi í gær sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Þar flutti hann m.a. jómfrúarræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis og spurði forsætisráðherra m.a. út í landbúnaðarmál í því sambandi. Feykir hafði samband við Högna og spurði hann út í upplifun sína af fyrsta þingmannsdeginum.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira

Nýr deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Á Facebook-síðu safnsins kemur fram að undanfarin ár hafi Ásta starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Minjastofnun Íslands.
Meira

Dagskráin um Eyþór og Lindina vel sótt

Í gær fór fram dagskrá í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var minnst að 121 ár er liðið frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki. Ætlunin var að minnast 120 ára afmælis hans í fyrra en Covid setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Fín mæting var í sal frímúrara, fullt hús, og vel tókst til með söng og frásögn.
Meira

Fjölgar í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi vestra

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,2% sem er fjölgun um 1.793 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,0% á tímabilinu eða um 1.303 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.220 frá 1. desember 2021 sem er um 3,1%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,3%.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna í Smáranum

Stólastúlkur sóttu b-lið Breiðablik heim í Smárann í dag en í fyrstu umferð Íslandsmótsins þá var það eina liðið sem Tindastóll náði að leggja í parket. Sá leikur 95-26 heima í Síkinu og það voru því væntingar um að bæta mætti tveimur stigum á töfluna í dag. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi bætt leik sinn frá því í haust þá áttu þær ekki roð í lið Tindastóls sem vann öruggan sigur, 61-113.
Meira

Virkja sköpunarkraftinn eða eignast nýja flík

Sigríður Herdís Bjarkadóttir er uppalinn Skagfirðingur en býr í Reykjavík með manninum sínum og tveimur köttum.
Meira

Miklir vatnavextir í Fljótum í gær

Mikil úrkoma var á Tröllaskaga nú í lok vikunnar. Í frétt á mbl.is í hádeginu í gær var sagt frá því að Veðurstofa Íslands hafi gert ráð fyrir 75 mm uppsafnaðri úrkomu í grennd við Siglufjörð en meira varð úr því mælar sýndu hátt í 150 mm á einum sólarhring. Eitthvert þarf vatnið síðan að renna en í Fljótum hafði vatnið skilað sér illa til sjávar og þar voru talsverð flóð í gær.
Meira