Skagafjörður

Arnar, Málmey og Drangey landa á Króknum

Á vef Fisk Seafood segir af því að frystitogarinn Arnar HU1 sé á leið til hafnar á Sauðárkróki en aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó. Þar af um 736 tonnum af þorski en aflaverðmæti er um 465 milljónir.
Meira

Matthildur hefur alltaf verið spennt fyrir leikhúsinu :: Í fylgd með fullorðnum

Á Melum í Hörgárdal sýnir Leikfélag Hörgdæla frumsamið verk Péturs Guðjónssonar Í fylgd með fullorðnum sem jafnframt leikstýrir verkinu. Verkið byggir á lögum og textum Bjartmars Guðlaugssonar og fjallar um ævi Birnu sem er komin að ákveðnum kaflaskilum í lífi sínu og rifjar upp líf sitt allt frá bernsku til fullorðinsára. Leikkonurnar eru fjórar sem skipta hlutverki Birnu á milli sín og ein þeirra er Skagfirðingurinn Matthildur Ingimarsdóttir á Flugumýri. Feykir hafði samband við leikkonuna ungu og forvitnaðist um þátttöku hennar í þessu skemmtilega leikriti.
Meira

Gult ástand, lélegt skyggni og versnandi akstursskilyrði

Enn ein lægðin er mætt á svæðið með hríðarveðri um allt land í dag og fram á nótt og hefur Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir sem þegar hafa tekið gildi á flestum svæðum. Í athugasemd veðurfræðings segir að varasamt ferðaveður verði ríkjandi og hefur veginum yfir Holtavörðu nú verið lokað. Snjóþekja eða hálka er á nokkrum leiðum Norðvestanlands en greiðfært víða.
Meira

Fleiri kosningaeinvígi takk! :: Leiðari Feykis

Jæja, nú er loksins búið að velja framlag Íslands í Söngvakeppni Evrópu, Eurovision, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu um miðjan maí. Eins og allir, og amma hans, vita kepptu fimm lög á úrslitakvöldi söngvakeppni Sjónvarpsins sl. laugardagskvöld en tvö stigahæstu úr fyrri kosningu komust í úrslitaeinvígið. Lagið Með hækkandi sól í flutningi systranna Sigríðar, Elísabetar og Elínar Eyþórsdætra, fékk flest atkvæði kjósenda en Reykjavíkurdætur enduðu í öðru sæti keppninnar með lagið Turn this around.
Meira

Og hvað á sveitarfélagið að heita?

Eins og alkunna er þá ákvöðu fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra að sameinast í tvö í kosningum sem fram fóru 19. febrúar sl. Nú hafa sveitarfélögin sett saman undirbúningsnefndir en eitt mál er kannski eitthvað sem íbúar hafa almennt hvað mestan áhuga á. Nefnilega; hvað á nýja sveitarfélagið að heita? Söfnun hugmynda um nafn á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps er hafin en lítil umræða hefur verið um nafn á nýtt sveitarfélag í Skagafirði og má kannski leiða líkum að því að það fái einfaldlega nafnið Skagafjörður.
Meira

Ekki hleypt nálægt græjunum í partýunum / JAKOBÍNA

Þau leynast víða hæfileikabúntin og meira að segja á Kambastígnum á Króknum sem er nú ekki stærsti stígur í heimi! Þar hittir Tón-lystin fyrir Jakobínu Ragnhildi Valgarðsdóttur, rétt tæplega þrítuga söngkonu. Hún er alin upp á Sauðárkróki, dóttir Valla Valla og Valdísar Skarphéðinsdóttur. Jakobínu finnst kontrabassinn vera fallegasta hljóðfærið en sjálf getur hún spilað á píanó og ukulele. Hún segist ekki hafa unnið nein sérstök afrek á tónlistarsviðinu en hún lærði þó klassískan söng í Aachen í Þýskalandi.
Meira

Verzlun Haraldar Júlíussonar lokar

„Allt hefur sinn tíma...,“segir á Fésbókarsíðu Verzlunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, sem nú hefur starfað í rúma öld en lýkur nú brátt göngu sinni. Í tilkynningunni segir að Verzluninni verði lokað frá og með 31. mars nk.
Meira

Aðstaða og aðgengi: Leiðin til árangurs :: Greta Clough skrifar

Matthew Syed, margfaldur breskur meistari í borðtennis og virtur íþróttafréttamaður þar í landi, veltir því fyrir sér í bók sinni Bounce: The Myth of Talent and the Power of Practice hví gatan sem hann ólst upp við í Brighton hafi alið af sér fleira afreksfólk í borðtennis en á Bretlandseyjum samanlagt.
Meira

Áttunda sætið varð hlutskipti Stólastúlkna

Lið Tindastóls kláraði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar stúlkurnar mættu B-liði Fjölnis í Dalhúsi. Lið Tindastóls fór vel af stað en heimastúlkur snéru leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og unnu að lokum ansi öruggan 14 stiga sigur. Lokatölur 78-64 og endaði lið Tindastóls því í áttunda sæti en ellefu lið tóku þátt í 1. deildinni.
Meira

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm

Í upphafi vikunnar kynnti, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, nýtt upprunamerki, Íslenskt staðfest, sem á við um vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkinu er ætlað að auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt.
Meira