Stólarnir buðu upp á hnallþórur í Síkinu | UPPFÆRT
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.05.2022
kl. 22.04
Tindastóll og Valur mættust í öðrum leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Að venju var stemningin í ruglinu og Tindastólsmenn voru vel tengdir, náðu strax yfirhöndinni í leiknum og litu aldrei til baka. Strákarnir okkar leiddu með 19 stigum í hálfleik, 53-34, og náðu mest 24 stiga forystu í þriðja leikhluta. Valsmenn náðu muninum niður í tíu stig en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og með Pétur í algjöru eðalformi þá tóku þeir sigurinn. Lokatölur 91-75.
Meira