Erfiðir mótherjar Tindastólsliðanna í VÍS BIKARNUM
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.09.2022
kl. 11.17
Það verður kannski ekki sagt að lið Tindastóls hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í VÍS BIKARNUM í körfuknattleik í höfuðstöðvum VÍS í gær. Níu leikir verða spilaðir í 32 liða úrslitum og þar af tvær innbyrðisviðureignir úrvalsdeildarliða. Önnur þeirra verður í Síkinu en Stólarnir fá lið Hauka í heimsókn. Stólastúlkur þurfa að skjótast í Reykjanesbæ í 16 liða úrslitum þar sem úrvalsdeildarlið Keflavíkur bíður þeirra. Ætli VÍS bjóði engar tryggingar fyrir svona drætti?
Meira
