Skagafjörður

Fyrsta árs nemar tré-, málm- og rafiðnadeilda FNV fá vinnuföt og öryggisbúnað

Öryggismál eru stór hluti af náminu í verknámsdeildum FNV og nemendur þurfa að tileinka sér að setja öryggið alltaf á oddinn. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en miðvikudaginn 2. nóvember var formleg afhending þar sem nemendur á fyrsta ári í fengu vinnuföt og öryggisbúnað. Ennfremur kemur fram að FNV sé fyrsti verknámsskóli landsins sem stendur fyrir slíku verkefni fyrir allar verknámsdeildir skólans.
Meira

Stólarnir náðu að hrista Stjörnumenn af sér

Síðari leikur tvíhöfðans gegn liðum Stjörnunnar í Garðabæ fór fram í Síkinu í gær og hófst klukkan 20. Stólarnir höfðu endurheimt flesta piltana sem stríddu við meiðsli í undanförnum leikjum og var allt annar bragur á liðinu fyrir vikið en Vlad þjálfari benti einmitt á það að leik loknum að þegar það vantaði bæði Pétur og Arnar þá væri það líkast því að taka hjartað úr liðinu. Leikurinn var ágæt skemmtun og vel spilaður en það voru heimamenn sem komust á sigurbraut á ný, reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fögnuðu kærkomnum sigri gegn góðu Stjörnuliði. Lokatölur 98-89.
Meira

Þyngsti dilkur haustsins hjá KS rúm 35 kg

Sláturtíð lauk í síðustu viku og segir Ólafur Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, vel hafa gengið enda hvert rúm vel skipað góðu starfsfólki.
Meira

Topplið Stjörnunnar aðeins of stór biti fyrir Stólastúlkur

Fyrri leikur í tvíhöfða einvígi Tindastóls og Stjörnunnar hófst kl. 17:15 í Síkinu í dag fyrir framan um hundrað áhorfendur. Lið Tindastóls hefur átt undir högg að sækja allt frá því í annarri umferð móts á meðan lið Garðbæinga hefur blómstrað og unnið alla leiki sína. Þrátt fyrir fína byrjun heimastúlkna þá reyndust gæðin meiri hjá gestunum og þær unnu sannfærandi sigur, 71-92.
Meira

Þýðing nagladekkjagjalds?

Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. Að mati stofnunarinnar er hægt að draga úr svifryksmengun með slíkri aðgerð. Vissulega er svifryksmengun skaðvaldur á lýðheilsu fólks, og okkur ber að tryggja viðunandi umhverfisgæði. Hins vegar staldra margir, af góðri ástæðu, við þessa hugmynd.
Meira

117 jólagjafir sendar frá Skagafirði.

Síðastliðin fjögur ár hefur Ladies Circle í Skagafirði tekið á móti jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í Skókassa, á vegum KFUM & KFUK í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í ár söfnuðust 117 gjafir, en síðustu ár hafa safnast milli 50 til 60 gjafir á ári í Skagafirði. Var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku þátt í ár.
Meira

Aðgerðarpakki 2 í leikskólamálum í Skagafirði

Síðasta vor blasti við erfið staða þegar kom að innritun barna í leikskóla Skagafjarðar. Talsverð vöntun var á starfsfólki eins og annars staðar í atvinnulífinu og ófyrirséð hvort hægt væri að nýta öll pláss leikskólanna sökum þess. Til að mæta þessum aðstæðum var brugðist hratt við og ráðist í aðgerðir til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og laða að starfsfólk til að bæta þar úr, sbr. aðgerðarpakki 1 í leikskólamálum í Skagafirði.
Meira

Öllu er afmörkuð stund :: Leiðari Feykis

Það er fjör í pólitíkinni þessa dagana, ný forysta tekin við í Samfylkingunni, eftir vel heppnaðan landsfund um helgina, og það stefnir í harðan formannsslag hjá Sjálfstæðisfólki um næstu helgi en þá fer fram landsfundur flokksins.
Meira

Neyðarkallinn í ár er fyrstu-hjálpar kona

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og unglingadeildin Trölli halda af stað arkandi um Krókinn seinnipartinn á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember. Ástæðan er hin árlega neyðarkallssala þar sem lyklakippur af mismunandi gerðum eru seldar. Að sögn Hafdísar Einarsdóttur, formanns sveitarinnar, verður það fyrstu-hjálpar kona sem birtist upp úr umslaginu.
Meira

Góð mæting í lopapeysumessu í Goðdalakirkju

Í hinu ylhýra Sjónhorni mátti í síðustu viku finna auglýsingu um lopapeysumessu í Goðdalakirkju í hinum gamla Lýtingsstaðahreppi. „Komum í lopapeysum eða með þær. Hvaðan kemur munstrið? Veltum fyrir okkur munstrinu í lífinu,“ sagði í auglýsingu séra Döllu Þórðardóttur sóknarpresti. Feykir forvitnaðist örlítið um hvernig tókst til.
Meira