Skagafjörður

Verðum sterkari sem heild - Feykir spyr

Friðrik Þór Jónsson býr í Skriðu í Akrahreppi, ásamt Sigríði Skarphéðinsdóttir og dætrum þeirra Silju Rún og Sunnu Sif sem nú eru í skóla á Akureyri. Sjálfur vinnur Friðrik í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð.
Meira

Síðast var reynt að sameina Akrahrepp og Svf. Skagafjörð árið 2005 en bæði sveitarfélög höfnuðu

Í lok apríl 2021 ákváðu Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður að hefja vinnu við að skoða kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna og segir á vef verkefnisins, skagfirdingar.is, að óformlegar sameiningarviðræður hafi þá farið fram milli sveitarfélaganna með tilheyrandi greiningarvinnu og íbúafundum. Í september tóku sveitarstjórnir sveitarfélaganna ákvörðun um að hefja formlegar sameiningarviðræður sem mun ljúka með kosningu íbúa þann 19. febrúar.
Meira

Grindvíkingur reyndust sterkari í HS Orku-höllinni

Tindastóll og Grindavík mættust í HS Orku-höllinni suður með sjó í gærkvöld en bæði lið voru með 14 stig fyrir leik. Leikurinn var að mörgu leyti ágæt skemmtun og bæði lið spiluðu ágætan sóknarbolta en margir söknuðu þess að Stólarnir spiluðu alvöru varnarleik. Heimamenn náðu tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að brúa þó oft hafi aðeins vantað herslumuninn. Lokatölur voru 101-93 fyrir Grindavík.
Meira

Uppbygging skólamannvirkja í Varmahlíð

Í liðinni viku voru kynntar tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað. Tillögurnar eru afrakstur vinnu sem hófst í árslok 2019 þegar sveitarfélögin tvö í Skagafirði samþykktu að vinna að ofangreindu markmiði og skipuðu sérstaka verkefnisstjórn um framkvæmdina með það að leiðarljósi að þær breytingar sem gerðar yrðu á húsnæðinu og umhverfi þess myndu uppfylla þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Meira

Siglufjarðarvegur lokaður

Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Meira

Úthvíldir Dalbæingar spá í tunglið

Í skeyti frá Veðurklúbbi Dalbæjar segir að spámönnum hafi orðið ljóst á fundi þann 1. febrúar að áframhald verði á þeim mildu veðrum sem hafa leikið við Dalvíkinga síðan síðastliðið sumar þó hitastigið hafi núna breyst yfir í frost og sú úrkoma sem fellur verði því nánast bara í sínu fallega fasta hvíta formi.
Meira

Johanna Henriksson ráðin þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Svíann Johönnu Henriksson sem þjálfara hjá deildinni en hún mun verða aðalþjálfari 3. flokks kvenna og nýstofnaðs 2. flokks kvenna og einnig hluti af þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og karla í formi markmannsþjálfunar.
Meira

Hestamenn komnir í keppnisgírinn

Loks er farið að birta til hjá hestamönnum í Skagafirði þar sem fyrsta keppni Vetramótaraðar Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur verið boðað laugardaginn 5. febrúar nk. kl. 13 í Svaðastaðahöllinni. Skráningu lýkur í kvöld.
Meira

Skora á Svandísi að endurskoða skerðingu strandveiðikvóta

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu heildarafla til strandveiða á komandi sumri. Í fundargerð ráðsins frá því í gær segir að í því sambandi mætti t.a.m. horfa til fyrirsjáanlegs svigrúms sem skapast mun á skiptimarkaði í öðrum fiskitegundum og nýta það til aukningar heildarafla strandveiða.
Meira

Samkeppnishæfara sveitarfélag

Fátt skiptir meira máli en skólamál þegar fólk stendur frammi fyrir vali á búsetu. Í framsæknum samfélögum þarf að vera góð aðstaða í skólum, gott og umhyggjusamt starfsfólk, ekki löng bið eftir leikskólaplássum o.s.frv., annars sest fólk einfaldlega annars staðar að. Nú standa íbúar í Skagafirði frammi fyrir kosningu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ef sameining verður samþykkt verður til fjölmennasta dreifbýlissveitarfélag landsins með þriðjung íbúa héraðsins í dreifbýli.
Meira