Skagafjörður

Leikur Vals og Tindastóls sýndur í Króksbíói

Uppselt er á þriðja leik úrslita Subway deildar karla milli Vals og Tindastóls sem fram fer á morgun í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Af þeim sökum munu KKÍ kort ekki gilda á leikstað og ekki er lengur hægt að sækja miða á KKÍ kort í Stubb. Þeir aðilar sem þegar höfðu sótt sér miða í gegnum KKÍ kortin eiga gildan miða og geta notað hann á leikstað á morgun.
Meira

Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
Meira

Hugvarpið, hlaðvarpsþáttur um geðheilsu, fer í loftið á föstudag

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Hugrúnar geðfræðslufélags, Hugvarpið, verður sendur næstkomandi föstudag þann 13. maí. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu.
Meira

Íþróttamannvirki í Skagafirði

Uppbygging íþróttamannvirkja er mikið hagsmunamál fyrir íbúa Skagafjarðar. Hér hefur á liðnum árum og áratugum verið staðið myndarlega á bak uppbyggingu slíkra mannvirkja og er skemmst að minnast nýs upphitaðs gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki, uppbyggingu glæsilegs landsmótssvæðis hestamanna á Hólum í Hjaltadal, nýrrar lyftu og snjótroðara á skíðasvæðinu í Tindastóli, gagngerra endurbóta á sundlaug Sauðárkróks, auk fyrirhugaðra áforma um byggingu nýs íþróttahúss á Hofsósi og lagfæringa á íþróttavelli í Varmahlíð.
Meira

Dalbæingar búast við köldum maí með einhverjum hretum

„Eins og fram kom í viðtali Síðdegisútvarps Rásar2 þriðjudaginn 26. apríl síðastliðinn, eftir aukafund klúbbsins, þá eigum við von á frekar hæglátum en köldum maí en þó með einhverjum hretum,“ segir í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar.
Meira

Úkraínuforseti ávarpar Alþingi

Ávarp Volodímírs Selenskís, for­seta Úkraínu, til alþing­is­manna og ís­lensku þjóðar­inn­ar í gegn­um fjar­funda­búnað sl. föstu­dag við sér­staka at­höfn í þingsal Alþing­is var sögu­legt. Þetta var í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is og mark­ar tíma­mót.
Meira

Aðalsteinn hverfur frá Byggðastofnun til innviðaráðuneytis

Innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson, forstjóra Byggðastofnunar, í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu og mun hann taka við embættinu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Áhætta sýndarveruleikans

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var ég sem íbúi þessa sveitarfélags einhart á móti þeirri ákvörðun meirihluta að taka þátt í þeirri áhættufjárfestingu sem aðkoma sveitarfélagins hefur verið að Sýndarveruleika ehf. Það er ágætt að rifja aðeins upp hver sú aðkoma var og er enn í dag og hvernig sú aðkoma heftir sveitarfélagið í rekstri og framkvæmdagetu. Samningur sveitarfélagsins við Sýndarveruleika er að hluta til bundinn trúnaði og bindandi til 30 ára.
Meira

Engin fuglaflensuhræ fundist á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu fór fram talning á helsingjum í Skagafirði og Húnavatnssýslunum á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundust nálægt 45 þúsund fuglar. Að sögn Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings hjá NNV, heppnaðist talningin afar vel en helsingjarnir gera hér stuttan stans á leið sinni til norðaustur Grænlands.
Meira

Viljayfirlýsing um stækkun verknámshúss FNV undirrituð

Í gær skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Ingileif oddsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, undir viljayfirlýsingu um stækkun verknámshúss skólans. Þar með er langþráðum áfanga náð í þeirri vegferð að koma húsnæði iðngreina í viðunandi horf.
Meira