Skagafjörður

G-vítamín á þorra

Á fyrsta degi þorra, sl. föstudag, fór í loftið Geðræktardagatal Geðhjálpar þar sem hægt er að fá G-vítamín á þorranum sem hjálpar til að rækta og vernda geðheilsu okkar. Allur ágóði rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis (www.gedsjodur.is) en jafnframt er dagatalið happdrættismiði og glæsilegir vinningar í boði.
Meira

Eyrún Ýr Pálsdóttir ný inn í landsliðshóp LH og Ísólfur Líndal aðstoðarþjálfari

Ísólfur Líndal Þórisson, á Lækjamóti í Húnaþingi vesta, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH. Hann útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Þá var Eyrún Ýr Pálsdóttir, frá Flugumýri í skagafirði, valin ný inn í landliðið.
Meira

Þrjár heimastúlkur sömdu við Tindastól í dag

Þrjár Tindastólsstúlkur skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls og leika því í sumar með Stólastúlkum í Lengjudeildinni. Þetta eru þær Birna María Sigurðardóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir en þær hafa allar komið upp í gegnum ungmennastarf Stólanna og voru viðloðandi hóp Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili.
Meira

Ófærð á heiðum og óveður á Norðurlandi vestra

Enn er bálhvasst víðast hvar á Norðurlandi vestra, vindur yfirleitt þetta 15-20 m/sek og hiti um frostmark. Nú um þrjúleytið voru Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokuð vegna veður enda suðvestan 27 metrar á þeirri síðarnefndu og ekkert ferðaveður.
Meira

Miklir möguleikar opnast með tilkomu færanlegrar rannsóknarstofu

Nú nýverið var greint frá styrkjum úr Innviðasjóði Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) fyrir árið 2022 en alls bárust sjóðnum 28 umsóknir þar sem samtals var sótt um 922 milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu uppbyggingarstyrk að þessu sinni var Hólaskóli – Háskólinn á Hólum en í hans hlut komu rétt tæplega 10 milljón króna styrkur til kaupa á færanlegri rannsóknarstofu til sjávar- og vatnarannsókna á Íslandi. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir Bjarna Kristófer Kristjánsson, forsvarsmann umsóknarinnar og prófessors á Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans, en hann segir deildina hafa verið í töluverðri sókn á síðustu árum.
Meira

Sjálf kann ég ekki að „sitja með hendur í skauti“

Sigrún Grímsdóttir er fædd 1942 í Saurbæ í Vatnsdal og uppalin þar, síðar bóndi í 49 ár. Síðustu fimm árin hefur hún búið á Blönduósi. Hún segir lesendum Feykis frá því hvað hún er með á prjónunum þessa dagana.
Meira

Reynir að undirbúa sig vel fyrir hverja keppni :: Íþróttagarpurinn Þórgunnur Þórarinsdóttir

Feykir sagði frá því snemma í desember að tvö ungmenni af Norðurlandi vestra höfðu þá verið valin í U21-landsliðshóp Landssambands Hestamann fyrir árið 2022, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra, og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi. Guðmar svaraði spurningum Feykis í síðasta blaði ársins, sem kom út fyrir jólin, og nú er komið að Þórgunni. Hún býr á Sauðárkróki, dóttir þeirra Þórarins Eymundssonar, hestahvíslara, og Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests.
Meira

Fiskisúpa og mulningspæja

Matgæðingur í tbl 15, 2021, var Herdís Pálmadóttir en hún býr í Noregi ásamt fjölskyldu sinni, þeim Þormóði Inga, Sóldísi, Ingu Dís og Þormóði Ara. Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í dag hafa þau ekki komið til Íslands í þrjú heil ár og hlakka þau mikið til að geta komið aftur á Krókinn þar sem krakkarnir fá að hlusta á Rás 1 með morgunmatnum og fara í heita pottinn með afa sem talar alltaf svo hátt.
Meira

Light Up! Skagaströnd verður sunnudag og mánudag

Nú um helgina, dagana 23.-24. janúar, stóð til að lýsa upp janúar-skammdegið og halda ljósasýninguna Light Up! Skagaströnd en veðrið setur smá strik í reikninginn. Að sögn Vicki O'Shea hjá Nes listamiðstöð þá færist dagskráin aftur um einn dag og í stað þess að ljósadýrðin liti skammdegið laugardag og sunnudag þá verður sýningin kl. 18:00–21:00 sunnudag og mánudag.
Meira

Þorrablót Lýtinga í beinu streymi í kvöld

„Já, við mælum með að fólk safnist saman í sinni þorra-kúlu fyrir framan skjáinn. Hafa borðhaldið klukkan 19. Opnað verður fyrir streymið klukkan 20,“ segir Evelyn Ýr Kuhne frá Lýtingsstöðum þegar Feykir spyr hvernig þorrablót Lýtinga fari fram að þessu sinni en eins og Evelyn nefnir þá verður þorrablótinu streymt í kvöld. Það er sjálfsagt óþarfi að nefna það en blótinu er að sjálfsögðu streymt vegna samkomutakmarkana tengdum Covid.
Meira