Skagafjörður

Létt verk og löðurmannlegt í logninu á Króknum

Tindastóll hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar og nú er bara spurning hvort liðið sleppur við að fara í umspil. Allir leikir skipta því enn máli. Næst síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni fór fram á Sauðárkróksvelli í dag þegar Skautafélag Reykjavíkur mætti til leiks. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna 3-5 en gestirnir reyndust lítil fyrirstaða í dag þó þeir hafi minnt á sig framan af leik. Lokatölur voru 9-1.
Meira

Þúsund manns í heimsókn með Azamara Pursuit

Það eru sviptingar við höfnina á Sauðárkróki í dag en á vef Skagafjarðarhafna segir að Lagarfoss hafi komið til hafnar klukkan fimm í nótt og spænt úr höfn þremur tímum síðar svo Azamara Pursuit kæmist í höfn klukkan tíu. Það er þriðja skemmtiferðaskipið sem heimsækir Sauðárkrók í sumar og það stærsta en með eru um 600 farþegar en í áhöfn eru 388.
Meira

Fuglahræ vekja grunsemdir um fuglaflensu

Feykir fékk sendar myndir af fuglahræjum sem lágu í fjörunni við Sauðárkrók á dögunum en á um 500 metra kafla sáust a.m.k. sjö dauðir lundar. Þó það sé ekki óalgengt að fuglahræ verði á vegi fólks í fjörugöngunni vekur þetta samt upp spurningar hvort fuglaflensu geti verið um að kenna.
Meira

Hólahátíð og biskupsvígsla um helgina

Hólahátíð verður haldin hátíðleg nú dagana 13.-14. ágúst en venju samkvæmt er hátíðin haldin sunnudaginn í 17. viku sumars. Dagskráin verður örlítið óvenjuleg þar sem sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, verður vígður biskup en það er Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígir sr. Gísla við hátíðlega athöfn á sunnudag í Hóladómkirkju.
Meira

Þórarinn hefur áhyggjur af framtíð verkalýðshreyfingarinnar

Vísir.is er með Þórarinn G. Sverrisson, formann Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í viðtali í kjölfar afsagnar Drífu Snædal sem forseta ASÍ. Hann segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­fariðeftir að hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.
Meira

Breytingar í stjórnun Háskólans á Hólum

Þann 1. ágúst sl. voru gerðar breytingar á skipulagi Háskólans á Hólum sem miða að því að draga úr yfirbyggingu í stjórnun skólans og færa fjármagn yfir í aukna þjónustu til starfsmanna. Edda Matthíasdóttir, sem áður var sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar hjá skólanum hefur nú verið ráðin sem framkvæmdastjóri hans.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll sem augljósan kost

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það gýs að nýju á Reykjanesskaga og vísindamenn leiða líkum að því að þessar jarðhræringar, með tilheyrandi skjálftum og eldgosum, geti staðið yfir næstu áratugina. Þar sem Keflavíkurflugvöllur er í námunda við gossvæðið gæti svo farið að gos hefði gríðarleg áhrif á samgöngur; bæði um flugvöllinn og nálæga þjóðvegi. Því hefur nú blossað upp umræða um heppilegan varaflugvöll fyrir landið. Á fundi í gær benti byggðarráð Skagafjarðar á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki henti vel sem svar við þessari brýnu þörf.
Meira

Taktu þátt í vali á fugli ársins 2022

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð en kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/. Þar er einnig hægt að sjá þá fugla sem voru tilnefndir og tóku þátt í fyrra en í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.
Meira

Feykir seinna á ferðinni

Vegna sumarleyfa er Feykir prentaður utan héraðs og var honum skilað til prentunar á mánudaginn. Því miður náðist ekki að koma honum á bíl á réttum tíma í gær sunnan heiða svo ekki er von á blaðinu á Krókinn fyrr en á morgun og þá fyrst hægt að koma ferskum Feyki til áskrifenda.
Meira

Þjóðarhöll í íþróttum – framkvæmdanefnd hefur störf

Framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum hóf störf í dag en í henni starfar sem fulltrúi ríkisins Þórey Edda Elísdóttir, á Hvammstanga. Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar og undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar til fjölmiðla.
Meira