Enn einn stórleikurinn hjá Maddie í mikilvægum sigri á Stjörnunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.02.2022
kl. 19.33
Tindastóll og Stjarnan mættust í 1. deild kvenna í körfubolta í Síkinu í dag og var um hörkurimmu að ræða. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en lið Tindastóls átti góðan kafla í upphafi fjórða leikhluta, náði þá átta stiga forystu sem lið gestanna náði aldrei að saxa alla leið niður þrátt fyrir nokkur áhlaup. Þær réðu einfaldlega ekki við Maddie Sutton sem var í banastuði hjá Stólastúlkum og endaði leikinn með 62 framlagspunkta sem er sjaldséð tala. Lokatölur 84-77 og mikilvægur sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni 1. deildar.
Meira