Skagafjörður

Enn einn stórleikurinn hjá Maddie í mikilvægum sigri á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í 1. deild kvenna í körfubolta í Síkinu í dag og var um hörkurimmu að ræða. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en lið Tindastóls átti góðan kafla í upphafi fjórða leikhluta, náði þá átta stiga forystu sem lið gestanna náði aldrei að saxa alla leið niður þrátt fyrir nokkur áhlaup. Þær réðu einfaldlega ekki við Maddie Sutton sem var í banastuði hjá Stólastúlkum og endaði leikinn með 62 framlagspunkta sem er sjaldséð tala. Lokatölur 84-77 og mikilvægur sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni 1. deildar.
Meira

Vigdís Edda hefur vistaskipti og spilar nú með liði Þórs/KA

Knatt­spyrnu­deild Þórs/​KA hef­ur gert tveggja ára samn­ing við Króksarann Vig­dísi Eddu Friðriks­dótt­ur (1999) en hún kem­ur til Ak­ur­eyr­ar­fé­lags­ins eftir tvö ævintýraár með liði Breiðabliks í Kópavogi. Vigdís Edda er að sjálfsögðu uppalin Stólastúlka og er nú á ný komin á kantinn hjá Jóni Stefáni sem áður þjálfaði lið Tindastóls en tók í haust við liði Þórs/KA. Akureyringar ætla sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni í sumar og hafa styrkt hópinn töluvert að undanförnu.
Meira

Góður taktur í liði Tindastóls í Kjarnafæðismótinu

Leikið var um toppsætið í B-deild karla í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gærkvöldi. Lið Tindastóls og Hamranna voru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum, höfðu unnið alla sína leiki, og aðeins eftir að skera úr um hvort liðið endaði á toppnum. Þegar til kom þá reyndust Stólarnir sterkari og unnu öruggan 5-0 sigur.
Meira

Úr skjóli Hjaltadalsins í Evrópuslaginn í Brussel

Nú býður Feykir lesendum sínum að stökkva um borð í hraðlest til Brussel í Belgíu en þar hittum við fyrir hana Kristínu Kolku Bjarnadóttur. Hún starfar í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu sem lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES. Kristín Kolka er fædd árið 1994 og er frá Hólum í Hjaltadal, foreldrar hennar eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og síðan á hún tvo bræður, þá Gunnar Loga Guðrúnarson og Jón Kolka Bjarnason...
Meira

Prjón og hekl er í uppáhaldi

Þórdís Erla Björnsdóttir býr á Blönduósi með eiginmanni og þremur sonum. Handavinna er hennar aðal áhugamál og notar hún hverja mínútu sem hún á aflögu til að dunda sér, helst í prjóni eða hekli. Eins skoðar hún mikið af handavinnu á Instagram eða Facebook, Þórdís segir að það sé auðveldlega hægt að gleyma sér yfir slíku tímunum saman og einnig sé rosalega gaman að skoða fallegt handlitað íslenskt garn.
Meira

Ég vil gjarnan að sveitarfélögin sameinist – Feykir spyr

Þyrey Hlífarsdóttir, grunnskólakennari, starfar í Varmahlíðarskóla, gift Degi Þór Baldvinssyni, hafnarstjóra Skagafjarðarhafna, og saman eiga þau þrjú börn. Síðasta sumar fluttu þau Dagur á æskuslóðir Þyreyjar í Víðiholt og segir hún þau því orðin sveitafólk, þó svo eitthvað fari minna fyrir búskapnum hjá þeim, a.m.k. enn sem komið er.
Meira

Akrahreppur verður áfram kallaður Akrahreppur – Feykir spyr

Berglind Þorsteinsdóttir á Glóðeyri í Akrahreppi starfar sem safnstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga, gift Guðmundi Stefáni Sigurðarsyni, minjaverði MÍ á Norðurlandi vestra, og eiga þau þrjú börn sem öll eru í Varmahlíðarskóla; Jónu Karítas 14 ára, Matthías 11 ára og Katrínu 8 ára.
Meira

Sé ekkert jákvætt við sameiningu - Feykir spyr

Helgi Fannar Gestsson er búsettur á Höskuldsstöðum í „fríríkinu Akrahreppi“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þar býr hann ásamt bróður sínum með 100 vetrarfóðraðar ær og nokkur hross. Þá starfar hann einnig sem alhliða landbúnaðarverktaki, við afleysingar á búum ásamt rúning og hin ýmsu sveitastörf, og í haust hóf hann búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Meira

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Hvetur alla til að flykkjast á kjörstað - Feykir spyr

Klara Helgadóttir er fædd og uppalin á Úlfsstöðum í Blönduhlíð en flutti 19 ára gömul út í Viðvíkursveit þar sem hún hefur búið síðan á Syðri-Hofdölum. Þar býr hún blönduðu búi ásamt manni sínum Atla Má Traustasyni en saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn.
Meira