Vinstri grænir og óháðir bjóða á ný fram í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
27.01.2022
kl. 09.35
Á félagsfundi VG í Skagafirði, sem haldinn var þann 17. janúar síðastliðinn, var borin upp tillaga stjórnar félagins um að bjóða fram lista VG og óháðra til sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí næstkomandi. Var tillagan samþykkt samhljóða og hefur uppstillingarnefnd þegar tekið til starfa. Sameiginlegur listi Vinstri grænna og óháðra var einnig boðinn fram í kosningunum 2018 og náði ágætum árangri, fékk næstmest fylgi eða 24,4% og tvo fulltrúa; Bjarna Jónsson og Álfhildi Leifsdóttur.
Meira