Skagafjörður

„Handavinna hefur alltaf gefið mér mikla ró og segja má að hún næri í mér sálina“

Lilja býr ásamt manni sínum Val Valssyni og Ásrúnu dóttir þeirra í Áshildarholti. Þó það séu kannski ekki hannyrðir en þá gerðum þau hjónin húsið upp ásamt góðu fólki, en föðuramma Lilju átti húsið og þar finnst þeim dásamlegt að vera.
Meira

Stiklað á stóru um ferðalag Kvennakórsins Sóldísar til Ítalíu

Snemma árs 2020 segir í frétt í Feyki að Kvennakórinn Sóldís ætlaði að fagna tíu ára starfsafmæli sínu en fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð á konudaginn, sem þá bar upp á 20. febrúar. Kórinn hóf starfsemi um haustið áður og segir í annarri frétt í Feyki að hann hafi slegið eftirminnilega í gegn á kvennafrídeginum er hann söng á samkomu sem haldinn var í tilefni dagsins í Miðgarði þann 24. október 2011.
Meira

Stólastúlkur með góðan sigur gegn Haukum

Stólastúlkur sprettu úr spori í Reykjanesbæ í kvöld líkt og strákarnir nema þær fengu að spila utanhúss. Andstæðingarnir voru lið Hauka sem sitja á botni Lengjudeildarinnar með aðeins fjögur stig líkt og lið Fjölnis. Það mátti því gera ráð fyrir sigri Tindastóls og sú varð raunin. Lokatölur 0-5 og baráttan um sæti í Bestu deild kvenna hreint út sagt grjóthörð.
Meira

Tindastólsmenn mörðu lið RB í Nettóhöllinni

Tindastólsmenn spiluðu í kvöld í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ fyrir framan tíu áhorfendur en andstæðingarnir voru lið RB. Heimaliðið hefur á að skipa ágætu liði en sat engu að síður í sjötta sæti B-riðils 4. deildar fyrir leikinn, já og sitja þar enn því gestirnir að norðan unnu leikinn 1-2.
Meira

Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd

Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira

Króksmótið fer fram um helgina

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Króksmótið í knattspyrnu fari fram á Sauðárkróki um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem mótið fer fram en fresta þurfti Króksmóti 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að 92 lið frá 19 félögum taki þátt í mótinu og eflaust með jákvæðnina í fyrirrúmi því það er gaman á Króksmóti.
Meira

Zoran Vrkic áfram með Stólunum

Áfram heldur körfuknattleiksdeild Tindastóls að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil því nú hefur verið samið við Zoran Vrkic um að leika áfram með Stólunum næsta vetur. „Zoran er Tindastólsfólki vel kunnur en hann spilaði með liðinu frá síðustu áramótum við góðan orðstír. Við bjóðum Zoran velkominn aftur á Krókinn og hlökkum til að sjá hann í Síkinu á nýjan leik,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - fjórði hluti :: Við ramman reip að draga

Mánudagurinn 23. maí var að venju tekinn snemma og héldum við nú áleiðis til Opatja, sem er lítill sumarleyfisbær á Istruskaganum við hreinar strendur Adríahafsins. Árið 1974 dvaldist Ágúst í Opatja í þrjár vikur í skólaferðalagi Menntaskólans á Akureyri og hafði hann gaman af endurkomunni. Eftir að hafa spókað okkur í 28 gráðu hita í Opatja lögðum við af stað til Pula sem er syðst á skaganum og fengum gistingu á Vam hotel. Í bænum bjuggu um 83 þúsund manns þegar Uxarnir voru þarna á ferð og flugi. Í borginni er merkilegt hringleikahús byggt af Rómverjum árið 123 fyrir Krist, ekki ósvipað því sem er í Róm, þó minna að gerð.
Meira

Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira