Skagafjörður

Stafrænar lausnir innleiddar hjá embætti byggingarfulltrúa

Fram kemur á síðunni skagafjordur.is að Sveitarfélagið Skagafjörður hafa tekið í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. Segir þar að þetta auðveldi almenningi aðgengi að rafrænni þjónustu sveitarfélagsins vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda.
Meira

Nöfn sameinaðra sveitarfélaga

Samhliða sveitarstjórnarkosningum fór fram könnun um nöfn sameinaðra sveitarfélaga. Á síðunum hunvetnigur.is og skagafjordur.is stendur að niðurstöður skoðanakönnunar eru leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn.
Meira

Nýr blaðamaður á Feyki

Sumarafleysing Feykis þetta árið er í höndum Ingólfs Arnar Friðrikssonar og hefur hann störf í dag.
Meira

Fréttabréf Textílmiðstöðvarinnar

Bráðum er ár liðið frá því að við náðum þeim mikilvæga áfanga að opna TextílLab á Blönduósi, fyrstu stafrænu textílsmiðjuna á Íslandi. Gaman er að segja frá TextílLabinu og því helsta sem er á döfinni hjá okkur!
Meira

Ævintýrakvöld á Króknum og oddaleikur framundan

Tindastóll og Valur mætust í fjórða leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru gestirnir af Hlíðarenda sem hótuðu nokkrum sinnum að stinga af með gullið. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Stólarnir voru ódrepandi eins og oft áður. Lokamínútur leiksins voru hádramatískur og fór svo að framlengja þurfti leikinn. Þá drömuðu Stólarnir alla upp úr skónum, snéru leiknum sér í vil á loka andartökunum og Pétur galdraði fram sigurkörfu með því að stela boltanum eftir innkast Valsara og bruna upp völlinn með Kristófer Acox á hælunum og leggja boltann snyrtilega í körfuna og tryggði Tindastólsmönnum tækifæri til að taka titilinn í Origo-höllinni næskomandi miðvikudag. Mikið óskaplega getur þessi leikur stundum verið sætur! Lokatölur 97-95.
Meira

Stólastúlkur áfram í 16 liða úrslitin í Mjólkurbikarnum

Tindastóll og ÍR mættust á Króknum í dag í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna. Lið ÍR spilar í 2. deildinni en þar er keppni ekki enn hafin og það mátti því fyrirfram reikna með sigri Stólastúlkna þó að sjálfsögðu enginn leikur sé unnin fyrirfram. Það kom hins vegar á daginn að heimaliðið var töluvert sterkara en gekk illa að skapa sér dauðafæri. Mörkin létu þó sjá sig í síðari hálfleik og á endanum fór það svo að lið Tindastóls vann sanngjarnan 2-0 sigur og er því komið í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Meira

Úrslit sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi vestra

Á Norðurlandi vestra eru nú fimm sveitarfélög og var kosið til sveitarstjórnar í fjórum þeirra. Á Skagaströnd var aðeins einn listi í framboði og því sjálfkjörinn og í Skagabyggð fór fram óbundin kosning til sveitarstjórnar þann. Í öðrum sveitarfélögum var barist um hylli og atkvæði kjósenda.
Meira

Vilja að ný sveitarstjórn beiti sér fyrir hestamenn í Skagafirði

Það eru sveitarstjórnarkosningar í dag og hefur það sennilega ekki farið fram hjá nokkrum manni. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði fóru tveir valinkunnir höfðingjar úr Lýtingsstaðahreppi, Björn á Varmalæk og Sveinn á Lýtingsstöðum, ríðandi á kjörstað.
Meira

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leiknum

Lið Tindastóls spilaði fyrsta leik sinn í 4. deildinni í sumar á Króknum í dag en þá komu liðsmenn Knattspyrnufélags Kópavogs í heimsókn. Eins og vænta mátti þá voru þar engir aukvisar á ferð og úr varð spennuleikir þar sem hart var tekist á. Bæði lið áttu ágæta spretti en gestirnir pressuðu stíft síðustu mínútur leiksins eftir að hafa jafnað leikinn í 1-1 en sigurmark leit ekki dagsins ljós að þessu sinni og deildu liðin því stigunum.
Meira

Sýndarveruleikinn í Aðalgötunni :: Stóra myndin

Uppbygging atvinnustarfsemi að Aðalgötu 21 í Gránu og aðliggjandi húsum er stórt verkefni, sem Sveitarfélagið Skagafjörður og fyrirtækið Sýndarveruleiki ehf. undir forystu Ingva Jökuls Logasonar réðust sameiginlega í á árunum 2016-2019. Niðurstaðan varð samningur milli þessara aðila um samstarf og fjárfestingar af beggja hálfu. Sveitarfélagið Skagafjörður endurgerði áðurnefnd hús sem voru í niðurníðslu og Sýndarveruleiki ehf. setti á fót á eigin kostnað sýningu í húsinu um Sturlungaöldina þar sem áhersla er á notkun stafrænnar tækni við að miðla sögunni til gesta. Sýningin, sem kallast: 1238, Baráttan um Ísland, opnaði í júní 2019 með viðhöfn.
Meira