Skagafjörður

North West Hotel & Restaurant opnar í dag eftir óvænta snjókomu innandyra

„Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum,“ segir í færslu á Facebooksíðu North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra en þar sprakk útidyrahurðin upp í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfararnótt mánudags. Til stendur að opna veitingastaðinn seinna í dag.
Meira

Helstu vegir færir en hálka og þæfingur

Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi og skafrenningur víða. Búið er að opna Holtavörðuheiði en þar er hálka og skafrenningur, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og óvissustig vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er einnig á veginum við Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu en vegurinn um Víkurskarð er lokaður.
Meira

Kvennalið Tindastóls með góðan sigur á Þór/KA

Meistaraflokkur Tindastóls kvenna sigraði Þór/KA 0-3 síðastliðinn sunnudag í A-deild Kjarnafæðismótsins sem fram fór á Akureyri. Leikurinn byrjaði af miklum krafti okkar stelpna gegn ungu liði Þór/KA, segir á heimasíðu Tindastols.
Meira

20 vilja starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV og var umsóknarfresturinn til 30. janúar. Alls bárust 20 umsóknir um starfið og segir á heimasíðu samtakanna það ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á störfum hjá þeim.
Meira

Breytt fyrirkomulag íbúafunda um sameiningarmál í Skagafirði

Í ljósi óhagstæðs veðurs og takmarkaðrar skráningar á staðfundi hefur verið ákveðið að aflýsa fundum í Miðgarði, á Hofsósi og á Sauðárkróki. Í staðinn verði rafrænn fundur mánudaginn 7. febrúar kl. 20 og staðfundur í Héðinsminni þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20. Báðir fundir eru opnir öllum íbúum í Skagafirði.
Meira

Skrifstofa Sýslumanns á Blönduósi opnar kl. 12 - Uppfært: Skrifstofan á Sauðárkróki er opin.

Tilkynning um opnunartíma skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra mánudaginn 7. febrúar nk. Vegna slæmrar veðurspár verður skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi lokuð mánudaginn 7. febrúar nk. til kl. 12:00.
Meira

Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur

Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Meira

Vörumiðlun er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu -Framúrskarandi fyrirtæki

Vörumiðlun ehf. er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu, á eftir Samskip og Eimskip/Flytjanda og var það valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020. Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru að Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Hólmavík, Búðardal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Reykjanesbæ, Akureyri og Reykjavík.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Dúkur í Sæmundarhlíð

Þær heimildir, sem jeg hefi um nafnið, hafa það óbreytt með öllu, eins og það er nú. En því miður ná ekki heimildirnar, nema til ársins 1446 (nafnið kemur allvíða fyrir; sjá meðal annars Dipl. Isl. IV. b., bls. 701 og IX. b., bls. 321) og því alls ekki loku fyrir það skotið, að nafnið hafi ekki að einhverju leyti breyzt. Ef til vill á nafnið eitthvað skylt við útlit umhverfisins, því að landið er grösugt mjög, niðri um sig; ellegar dregið af einhverjum sljettum bletti í túninu. En þetta er mjög óvíst, og býsna mikill frumleiki fólginn í þessu nafni, að líkja
Meira

Vanda staðfestir framboð til formanns KSÍ

„Þá er það staðfest, ég ætla að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og er þakklát stjórn, starfsfólki og þjálfurum KSÍ, ásamt fólkinu í hreyfingunni. Starfið er vissulega krefjandi en eftir erfiða mánuði er bjart framundan og ég brenn af áhuga fyrir því að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands í Facebook-skilaboðum.
Meira