Er sumarið þá búið?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.08.2022
kl. 09.19
Þessari spurningu laust upp í huga blaðamanns Feykis í morgun er hann vippaði sér út í morgungönguna með hundinn og Morgunblaðið. Þykkt hrímið á framrúðu heimilisbílsins gaf það skýrt til kynna að hitastig næturinnar hafi verið ansi lágt og kartöflugrös og berjalyng hafi fengið að vita að stutt sé eftir af þeirra sögu. Hvítir fjallatoppar frá nóttinni áður ýttu einnig undir þessa vangaveltu; er sumarið þá búið?
Meira
