North West Hotel & Restaurant opnar í dag eftir óvænta snjókomu innandyra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.02.2022
kl. 11.05
„Hreinsunarstörf hafa gengið vel og vonandi sluppum við við meiriháttar skemmdir. Það kemur betur í ljós á næstu dögum,“ segir í færslu á Facebooksíðu North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra en þar sprakk útidyrahurðin upp í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfararnótt mánudags. Til stendur að opna veitingastaðinn seinna í dag.
Meira