Stólastúlkur bitu frá sér gegn Íslandsmeisturunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.05.2022
kl. 21.54
Lið Tindastóls tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sigri gegn HK í fyrstu umferð og síðan ÍR. Það var því bæði jákvætt og neikvætt þegar ljóst varð að andstæðingur liðsins í 16 liða yrðu Íslandsmeistararnir í Val. Slæmt því reikna mátti með afar erfiðum leik en ánægjulegt að fá meistarana í heimsókn á Krókinn og heiður að mæta þeim. Það fór svo að Valskonur reyndust of stór biti að kyngja og þrátt fyrir góðan síðari hálfleik hjá heimastúlkum þá var sigur Vals aldrei í hættu. Lokatölur 1-4.
Meira