Hólmfríður Sveinsdóttir ráðin rektor Háskólans á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.03.2022
kl. 10.34
Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hefur skipað dr. Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Háskólans á Hólum til fimm ára frá og með 1. júní 2022. Skipan Hólmfríðar er samkvæmt einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars s.l. um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Á heimasíðu skólans segir að háskólaráð hans hlakki til samstarfs við Hólmfríði og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum.
Meira