Framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks ganga vel
feykir.is
Skagafjörður
19.08.2022
kl. 08.42
Seinni part janúarmánuðar samdi svf. Skagafjörður við skagfirska byggingaverktakann Uppsteypu um áfanga II við uppbyggiingu Sundlaugar Sauðárkróks og hefur vinna við laugina staðið yfir síðan í mars. Trausti Valur Traustason hjá Uppsteypu segir framkvæmdir ganga vel og þeir Uppsteypumenn séu bjartsýnir á að klára verkið á tilsettum tíma. Verklok eru áætluð 30. október 2022.
Meira
