Skagafjörður

Níutíu skagfirskir kylfingar fóru örugglega á kostum í Borgarnesi

Það voru örugglega ekki slegin mörg vindhögg í Borgarnesi um liðna helgi þegar skagfirska sveiflan var tekin til kostanna á Skagfirðingamóti – golfmóti burtfluttra Skagfirðinga, sem þar fór fram á Hamarsvellinum góðal. Níutíu keppendur nutu sín í sól og blíðu en auk þeirra fékk á annan tug innfluttra danskra golfara að taka þátt í þessu eðalmóti.
Meira

Úthlutun lóða í Varmahlíð, Sauðárkróki og Steinsstöðum

Skagafjörður auglýsir á heimasíðu sinni lausar lóðir til úthlutunar í Varmahlíð, Sauðárkróki og sumarhúsabyggð við Steinsstaði. Á Sauðárkróki eru fjórar parhúsalóðir til úthlutunar við Nestún, tíu einbýlishúsalóðir, tvær raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir í Varmahlíð og fjórar frístundalóðir á Steinsstöðum.
Meira

Góð aðsókn að Sauðfjársetrinu í sumar :: Íslandsmót í hrútadómum haldið 21. ágúst

Átjánda Íslandsmótið í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 21. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14:00. Þessari skemmtilegu keppni hefur verið aflýst tvö ár í röð vegna sóttvarnatakmarkana, en verður nú endurvakin.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út

Út er komin ljóðabókin Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, grunnskólakennara á Króknum. Hér er um að ræða myndskreytta vísnabók um nokkur algeng íslensk dýr fyrir alla aldurshópa.
Meira

FISK Seafood afhendir Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Húsnæðið var áður í eigu FISK Seafood en hefur nú verið gefið skólanum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. Með þessu undirstrikar FISK Seafood vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu.
Meira

Skrifstofur ráðherra um land allt

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga við um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu. Áætlað er að hafa eina starfstöð á Norðurlandi vestra en hún verður tekin í gagnið á næsta ári gangi áætlanir eftir og verður hún staðsett á Sauðárkróki.
Meira

Kom ekki upp einu orði – segir Reynir Snær

„Ég var að útskrifast úr BA námi í músik við Liverpool Institute for Performing Art sem ég kláraði 2020. Heimsfaraldur gerði það að verkum að ekki var hægt að halda útskrift fyrr en núna í sumar. Skólinn nýtur styrkja frá McCartney,“ tjáði gítarséníið Reynir Snær Magnússon Feyki þegar forvitnast var um hvernig það kom til að hann greip í spaðann á aðal spaðanum í Liverpool, Paul McCartney, en sjá mátti mynd af atvikinu á Facebook-síðu Reynis Snæs.
Meira

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir sigurvegarar í A-flokki gæðinga á NM í hestaíþróttum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram á Álandseyjum um sl. helgi en þar var á meðal keppenda Vestur-Húnvetningarnir Helga Una Björnsdóttir, frá á Syðri-Reykjum, og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti. „Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum,“ segir á heimasíðu Landssambands hestamanna.
Meira

Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar tryggði sér sæti í 2. deild að ári

Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, GSS, gerði gott mót er hún stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í 3. deild karla sem fram fór á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst.
Meira

Er sumarið þá búið?

Þessari spurningu laust upp í huga blaðamanns Feykis í morgun er hann vippaði sér út í morgungönguna með hundinn og Morgunblaðið. Þykkt hrímið á framrúðu heimilisbílsins gaf það skýrt til kynna að hitastig næturinnar hafi verið ansi lágt og kartöflugrös og berjalyng hafi fengið að vita að stutt sé eftir af þeirra sögu. Hvítir fjallatoppar frá nóttinni áður ýttu einnig undir þessa vangaveltu; er sumarið þá búið?
Meira