Skagafjörður

Knattspyrnudeild Tindastóls með aðalfund í kvöld

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls og barna- og unglingaráðs deildarinnar verður haldinn í kvöld í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. „Framtíðin fyrir knattspyrnudeildina er björt ef haldið verður rétt á spilunum en það er það sem okkur langar að gera,“ segir Sunna Björk Atladóttir, formaður.
Meira

Bændur fá stuðning vegna hækkunar áburðaverðs

Matvælaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun 700 m. kr. framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við aukinn kostnað vegna áburðarkaupa. Gert er ráð fyrir að verja 650 m. kr. í beinan stuðning við bændur og 50 m. kr. í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga úr notkun hans sem Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) verður falið að framkvæma samkvæmt sérstökum samningi þess efnis.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Gúllassúpa og gerbollur

Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar, tbl 6 2022, að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun.
Meira

Svf. Skagafjörður tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn samþykkti í gær að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og mun sveitarstjóri taka þátt í stofnfundi og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt var að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé.
Meira

Mikilvægar kosningar framundan – Leiðari Feykis

Nú er rétt rúm vika í sameiningarkosningar og spennan alveg að fara með mannskapinn, eða ekki! En hvernig sem spennan er þá verður kosið þann 19. febrúar næstkomandi um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar.
Meira

Rafrænn háskóladagur aðra helgi

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi á stafrænum háskóladegi sem haldinn verður 26. febrúar nk. kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni haskoladagurinn.is gefst áhugasömum tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
Meira

Naumt tap gegn Snæfelli í hörkuleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni hélt í Stykkishólm í gær og lék við Snæfell í 1. deildinni. Ekki náðu stelpurnar að fylgja góðum sigri á Stjörnunni síðasta laugardag eftir þar sem þær töpuðu naumlega 61 – 55. Stelpurnar voru lengi í gang og má segja að leikurinn hafi ráðist strax í fyrsta leikhluta þar sem gestgjafar skoruðu 22 stig en Stólar aðeins 11 en því miður dugði ótrúlegur viðsnúningur í 3. leikhluta ekki til. Annar leikhluti var mun betri hjá Stólastelpum sem náðu að bæta 15 stigum í sarpinn og héldu Snæfelli í 18 stigum og staðan í hálfleik 40 - 26.
Meira

Fjórar umsóknir bárust um stöðu rektors

Frestur til að sækja um stöðu rektors hjá Háskólanum á Hólum rann út í gær og hefur listi yfir umsækjendur verið opinberaður.
Meira

Súrt tap á þorranum í Subway deildinni

Stólarnir þurftu að láta í minni pokann þegar þeir öttu kappi við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi í Subway deild karla. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik náðu gestgjafar tíu stiga forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem lifði leiks og unnu með 107 stigum gegn 98.
Meira

Skorað á matvælaráðherra að falla frá skerðingu strandveiðikvóta

Drangey-smábátafélag Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra að falla frá fyrirætlan sinni um skerðingu á heildarafla til strandveiða á komandi sumri og beinir því til allra stjórnmálaflokka á Alþingi að sameinast um að festa 48 veiðidaga á sumri í sessi.
Meira