Skagafjörður

Gul veðurviðvörun fyrir mánudaginn

Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu vestanlands og hvassviðri eða stormi norðantil á landinu á morgun, mánudag, og hefur verið skellt í gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hitinn fer í 6-7 stig í nótt, spáð er rigningu á Norðurlandi vestra og hvessir talsvert þegar líður á morguninn.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap í fótboltanum

Karla- og kvennalið Tindastóls áttu bæði að draga fram gervigrasskóna nú um helgina og spila leiki í Kjarnafæðismótinu sem fram fer á Akureyri. Strákarnir áttu að mæta Hömrunum í gær en fresta varð leiknum þar sem Stólarnir náðu ekki í lið þar sem leikmenn voru ýmist í sóttkví eða ekki til taks. Stólastúlkur spiluðu aftur á móti sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í dag og urðu að sætta sig við tap gegn sameinuðu Austurlandsliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en lokatölur voru 3-0.
Meira

Laust embætti rektors á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins má sjá að embætti rektors við Háskólann á Hólum er laust til umsóknar. Leitað er að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga í krefjandi og fjölbreytt starf rektors. Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á háskólamálum og skýra framtíðarsýn fyrir akademískt hlutverk skólans. Rektor er æðsti stjórnandi háskólans og talsmaður hans út á við.
Meira

Hækkun sjávarborðs – verulegt áhyggjuefni

Djúpar lægðir dundu á landinu kringum áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón, ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að vekja fólk til aukinnar vitundur um hærri sjávarstöðu og auknar líkur á enn meira tjóni í komandi framtíð. Því miður er ekkert í þeim efnum sem getur batnað. Hjá þjóð sem býr á eyju með mörgum tengingum við sjóinn hefur verið furðulítil umræða um þessi mál.
Meira

Stólarnir á flötu að Hlíðarenda

Rússíbanareið Tindastóls í Subway-deildinni heldur áfram. Í gær rúlluðu okkar menn suður að Hlíðarenda þar sem Valsmenn biðu þeirra. Eftir ágæta byrjun gestanna í leiknum náðu Valsmenn frumkvæðinu í öðrum leikhluta og gerðu svo bara lítið úr Stólunum í síðari hálfleik. Lokatölur 96-71 og lítil stemning fyrir svona tölum hjá stuðningsmönnum Stólanna – og sjálfsagt ekki hjá leikmönnum heldur. Það er því vonandi að að strákarnir rétti úr kútnum þegar Vesturbæingarnir heimsækja Síkið nk. fimmtudag.
Meira

Ellefu-tólf ára var ég byrjuð að reyna að sauma á mig föt sjálf

Valdís Finnbogadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í handverks-þætti Feykis þessa vikuna. Valdís fæddist í Reykjavík, ólst þar upp til 11 ára aldurs en flutti þá í Kópavoginn. Hún bjó þar alveg þangað til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 17 ára gömul og hefur búið á Blönduósi síðan.
Meira

Vonar að Eden Hazard komi aftur til baka :: Liðið mitt Arnór Guðjónsson

Arnór Guðjónsson er Norðlendingum að góðu kunnur á fótboltavellinum en hann hefur í mörg ár leikið sitthvoru megin Þverárfjalls, eins og stundum er sagt. Síðustu tvö tímabil lék hann með liði Tindastóls en Kormákur/Hvöt naut krafta hans þar áður en samkvæmt skýrslum KSÍ kom hann á Krókinn frá SR árið 2016. Nú hefur Arnór söðlað um á ný og nýbúinn að skrifa undir hjá Kormáki Hvöt og tekur því slaginn með Húnvetningum í 3. deildinni í sumar.
Meira

PCR sýnatökur á Króknum um helgina – Hertari sóttvarnareglur

Á heimasíðu HSN kemur fram að á morgun laugardaginn 15. janúar og sunnudaginn 16. janúar verður boðið upp á PCR sýnatökur á heilsugæslunni á Sauðárkróki á milli klukkan 09:30-10:00. Hertar aðgerðir í sóttvarnamálum taka gildi á miðnætti.
Meira

Þrjú framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra fengu viðurkenningu SSNV

Fjölmargar tilnefningar bárust til fyrirmyndarverkefna á árinu 2021 á starfssvæði SSNV en á heimasíðu samtakanna kemur fram að í desember hafi verið kallað eftir þeim annars vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og hins vegar á sviði menningarmála. Stjórn SSNV ákvað á fundi sínum þann 11. janúar sl. að veita þremur framúrskarandi verkefni viðurkenningu.
Meira

FNV áfram sem stigahæsta tapliðið í Gettu betur

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að lið FNV hefði fallið úr leik í Gettu betur spurningaleiknum góða en þá hafði liðið tapað viðureign sinni við Tækniskólann. Það sem Feykir ekki vissi var að eitt lið sem tapaði sinni viðureign í fyrstu umferð færi áfram í aðra umferð. Lið FNV fékk flest stig þeirra skóla sem töpuðu og því ánægjulegt að geta leiðrétt að FNV er ekki úr leik og mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í annarri umferð.
Meira