Skagafjörður

Þuríður Harpa hvetur sem flesta til að mæta á opinn fund ÖBÍ og Þroskahjálpar á KK Restaurant í dag

Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp býður til opins fundar á KK Restaurant á Sauðárkróki klukkan 17 í dag með frambjóðendum allra flokka í Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, mun ræða áherslur og stefnumál fatlaðs fólks, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, heldur stutta kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og niðurstöður könnunar Gallup um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum verða ræddar. Þá fá frambjóðendur að kynna sig og áherslur sínar í málaflokknum og að endingu verða pallborðsumræður og spurningar leyfðar úr sal.
Meira

SÁÁ álfurinn í gervi töframanns þetta árið

Frækið fólk úr körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tekið að sér að selja Álfinn fyrir SÁÁ næstu daga. Sölufólk Tindastóls verður á ferð á fjölförnum stöðum í Skagafirði fram á næstu helgi, ekki síst verslunum og bensínstöðvum. Á Hofsósi hefur 10. bekkur grunnskólans austan vatna tekið að sér að annast Álfasöluna. Í tilkynningu frá SÁÁ segir að þetta sé í 34. skipti sem samtökin standi að Álfasölunni, sem er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna.
Meira

Mikilvægi íþrótta og hreyfingar

Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu. Skagafjörður hefur verið þekkt sem mikið íþróttahérað hvort sem það er í hestamennsku, körfubolta, fótbolta, frjálsum eða öðrum greinum. Þessi árangur hefur náðst með góðri þjálfun og aðstöðu sem íþróttafólk Skagafjarðar og í raun allir íbúar eiga að geta nýtt sér á einn eða annan hátt.
Meira

Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra? – Leiðari Feykis

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og framboðin öll loksins komin undan feldi til að kynna sín stefnumál. Allir eru með bestu stefnumálin og mörg þeirra sem hníga í sömu átt enda vilja allir sínu samfélagi það besta en íbúar klóra sér í höfðinu og íhuga hverja eigi að velja til forystu.
Meira

Mesta hlutfallslega fækkun íbúa á Norðurlandi vestra

„Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 668 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. maí 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 273 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 59 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 402 íbúa eða um 2%,“ segir í frétt a heimasíðu Þjóðskrár. Á Norðurlandi vestra fjölgaði í einu sveitarfélagi.
Meira

Hvað viljum við ? - Ekki gera ekki neitt

Staða raforkumála á Íslandi er í miklu lamasessi og þarf að grípa til aðgerða til að laga þá stöðu strax! Miðað við nýútkomna skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum þá er fyrirsjáanlegur skortur á raforku á Íslandi. Í Skagafirði er staðan ekki góð hvorki í sambandi við afhendingaröryggi eða varðandi aðgang að orku til atvinnuuppbyggingar og þeirra orkuskipta sem eru fram undan í íslensku samfélagi. Þó hefur náðst að bæta afhendingaröryggi á Sauðárkróki með jarðstreng milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, en það er fjarri því að vera nóg því allur fjörðurinn er undir þegar kemur að raforkuöryggi og þarf að grípa til aðgerða til að laga þá stöðu án tafar, við munum öll veturinn 2019-2020.
Meira

Kristinn Gísli hreppti annað sætið í Kokki ársins

Króksarinn og eðalkokkurinn Kristinn Gísli Jónsson varð í öðru sæti í keppninni Kokkur ársins 2022 sem fram fór í Ikea sl. laugardag. Rúnar Pierre Henriveaux hlaut nafnbótina Kokkur ársins og Gabríel Kristinn Bjarnason landaði þriðja sætinu.
Meira

Mikið um dýrðir á Skúnaskralli

Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall sem haldin er í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra stendur nú yfir en ýmis námskeið, vinnustofur og listviðburðir prýða dagskrá hátíðarinnar. Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
Meira

Hvað viltu að sveitarfélagið þitt heiti? Húnabyggð eða Hegranesþing?

Húnvetningar og Skagfirðingar hafa ákveðið hvaða heiti verði lögð fyrir íbúa í ráðgefandi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum. Nýjar sveitarstjórnir taka ákvörðun um heiti í upphafi nýs kjörtímabils.
Meira

Rakel Sif varð norskur meistari í U16 körfubolta

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir einhversstaðar. Nú á sunnudaginn varð lið Kjelsås norskur meistari í U16 körfubolta kvenna þegar liðið lagði Ulriken Eagles í æsispennandi úrslitaleik, 84-82. Liðin eru skipuð stúlkum sem er fæddar árið 2006 og ein þeirra sem hampaði bikarnum í leikslok var Rakel Sif Ómarsdóttir, dóttir Siglfirðingsins Báru Pálínu Oddsdóttur og körfuboltakappans og Króksarans Ómars Sigmarssonar sem er þjálfari liðsins.
Meira