Stólarnir rifu tvö stig með sér úr Hellinum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.03.2022
kl. 00.02
Lið Tindastóls vann fjórða leik sinn í röð í kvöld og þriðja leikinn á einni viku þegar liðið sótti hellisbúana í Breiðholtinu heim. Eins og vanalega þegar lið ÍR heldu partý þá var boðið upp á baráttu og spennu. Tindastólsmenn voru án Javon Bess en náðu að negla saman þokkalegasta varnarvegg og í sókninni steig Taiwo upp og sýndi listir sínar. Lokatölur voru 71-75 og Tindastólsmenn öruggir með sæti í úrslitakeppninni.
Meira