Skagafjörður

Torskilin bæjarnöfn :: Keta á Skaga

Jeg hefi ekki fundið Ketunafnið í eldri skjölum en í registri yfir „máldagabók“ Auðunar biskups rauða á Hólum. Þar er minst á „Kietu“ á Skaga, og registrið er frá 1318, eða þó yngra, ef til vill (sjá Dipl. II. b., bls. 488). Rúmri öld síðar, eða 1449 er „Keito“ (Keta) á Skaga talin í kúgildaskrá Hólastóls (Dipl. V. b., bls. 38).
Meira

Árangursrík skólaganga með okkar besta fólki

Leikskólinn er einn af hornsteinum samfélagsins og hefur margbreytilegu hlutverki að gegna. Hann er menntastofnun, þjónustustofnun og fjölmennur vinnustaður. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi og menntunarhlutverk hans því óumdeilt. Starfshættir, áherslur og markmið hvers skóla eru vel ígrundaðar og grundvallast af lögum, reglugerðum og námskrám sem mynda leiðbeinandi ramma utan um starfið.
Meira

Valsmenn náðu í sigur í naglbít

Í gærkvöldi mættust Valur og Tindastóll í fyrsta leik einvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Stuðningsmenn beggja liða létu sig ekki vanta en það þurfti víst að magna upp stemninguna Valsmegin með græjum í tilraun til að yfirgnæfa Grettismenn og aðra með taktföst Tindastólshjörtu. Leikurinn reyndist hin mesta skemmtun nema kannski fyrir þá sem þola illa spennu og læti. Það voru hins vegar heimamenn í Val sem náðu í nauman sigur, 80-79, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37-34, og mæta því til leiks í Síkið nk. mánudag með mikilvægan sigur í mælaborðinu.
Meira

Saumaði sér boli fyrir böll þegar hún var unglingur

Hrund Jóhannsdóttir er 34 ára og er í sambúð með Gunnari Páli Helgasyni og eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 5 ára og Val Helga 1 árs og eiga þau heima á Hvammstanga. Hrund er með BS í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og rekur veitingarstaðinn Sjávarborg á Hvammstanga ásamt manni sínum.
Meira

Ernan á Borgarsandi :: Glæst skip sem endaði í ljósum logum

Sauðkrækingar hafa í gegnum tíðina notað Borgarsandinn, fjöruna neðan staðarins, til útiveru allan ársins hring og gjarna er myndað. Flestar myndirnar sýna skipsflakið sem legið hefur grafið í sandinum í rúma hálfa öld, dást að því og nota sem kennileiti, en fæstir þekkja sögu skipsins sem í daglegu tali er nefnt Ernan. Feykir fór á stúfana og leitaði mynda af skipinu og rifjaði upp sögu þess og naut aðstoðar margra sem fá þakkir að launum.
Meira

Þess vegna þurfum við menningahús!

Forsaga hugmynda um menningarhús á Sauðárkróki er að árið 2005 undirrituðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson, þáverandi forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson, oddviti Akrahrepps, samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði. Grundvöllur þessa samkomulags var ákvörðun ríkisstjórnar Íslands frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi.
Meira

Prestsbær hrossaræktarbú ársins 2021 í Skagafirði

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt tvöfaldan aðalfund fyrir árin 2020 og 2021, þann 19. apríl síðastliðinn í Tjarnarbæ. Við sama tækifæri var verðlaunaveiting til félagsmanna HSS þar sem verðlaun voru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins, fyrir árið 2021.
Meira

Murr á skotskónum í sigri á Grindvíkingum

Tindastóll og Grindavík mættust í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á Króknum í kvöld. Stólastúlkur náðu snemma forystunni og voru mun sterkara liðið í fyrri hálfleik en gestirnir pressuðu töluvert í síðari hálfleik og heimaliðinu gekk verr að halda boltanum. Það kom þó ekki að sök því undir lokin bætti Murr við öðru marki sínu í leiknum og lokatölur því 2-0.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir framkvæmdir við Ketubjörg

„Þau gleðilegu tíðindi bárust í dag að Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutað styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022 að upphæð kr. 23.693.200 fyrir verkefnið aðgengi og öryggi ferðamanna við Ketubjörg,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Varmahlíðarskóli keppir til úrslita í skólahreysti

Varmahlíðarskóli sigraði 6. riðil í undankeppni skólahreystis og er því búið að tryggja sér sæti í úrslitum sem fara fram í Laugardalshöll 21. maí. Á heimasíðu skólans segir að í upphafi keppni hafi strax orðið ljóst að Varmahlíðarskóli ætlaði sér sigur en hann var efstur í tveimur af fjórum einstaklingsgreinum áður en kom að hinni æsispennandi hraðaþraut sem vannst með yfirburðum.
Meira