Skagafjörður

KR-ingar urðu að játa sig sigraða gegn góðu liði Tindastóls í gær – Myndband af síðustu mínútunni

Tindastóll tók á móti erkifjendunum í KR í Síkinu er liðin áttust við í tvífrestuðum leik í Subway deildinni í gær. Leikurinn var sveiflukenndur og spennandi og skiptust liðin á forystu lungann úr leiknum en í lokin náðu Stólar að skora sautján stig í röð og lögðu þar með grunninn að sætum sigri.
Meira

Lögreglustarfið - Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks sigraði í 4. deild Íslandsmóts Skákfélaga

Skákfélag Sauðárkróks var meðal þátttakenda í Íslandsmóti Skákfélaga sem lauk um helgina, en þá var síðari hlutinn tefldur. Eftir fyrra hlutann, sem fram fór í október, endaði Skákfélag í efsta sæti í 4. deild eftir að hafa unnið allar sínar viðureignir og segir á heimasíðu félagsins að það hafi haldið uppteknum hætti í móti helgarinnar og fengið fullt hús stiga eða 14 með 30,5 vinninga af 42 mögulegum.
Meira

Gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld þegar KR mætir í Síkið – Pétur lofar þristum

Í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur í Subway deildinni í körfubolta þegar Tindastóll tekur á móti KR í tví frestuðum leik en hann átti fyrst að fara fram 20. janúar en þá kom upp Covid-smit í liði Tindastóls og síðar var honum frestað vegna ófærðar. Fyrir leikinn er Tindastóll í 7. sæti en KR sæti neðar en á einn leik til góða. Leikur liðanna í fyrri umferð, sem fram fór syðra um miðjan október, var hörkuspennandi og endaði með sigri Stóla 83 stig gegn 82. Það er því ljóst að Vesturbæingar ætla ekki tómhentir heim í kvöld og vilja vinninginn í innbyrðisbaráttunni sem er mjög dýrmæt þessa dagana.
Meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Enn berast góðar fréttir úr herbúðum þeirra er rannsaka og leita að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé því nú hafa fundist þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð.
Meira

Júlía Marín, og Emma Katrín komust á pall á badmintonmóti helgarinnar

Um helgina fór Landsbankamót ÍA í badminton fram á Akranesi þar sem Skagfirðingar voru meðal 150 keppenda frá níu félögum. Tindastóll sendi tvo keppendur til leiks á mótið, systurnar Júlíu Marín, og Emmu Katrínu og komust þær báðar á verðlaunapall.
Meira

Ungt lið Stólastúlkna fékk skell gegn liði ÍBV

Stólastúlkur léku í gær þriðja leik sinn í A deild Lengjubikarsins en að þessu sinni mættu þær liði ÍBV og var leikið í Akraneshöllinni. Úrslitin voru ekki alveg þau sem vonast var eftir en Vestmanneyingar gerðu sex mörk án þess að okkar stúlkur næðu að svara fyrir sig en það skal þó tekið fram að lið Tindastóls var talsvert laskað.
Meira

Erum vongóð um fullan bata Atlasar

„Okkar börn væru ekki á lífi ef ekki væri fyrir þetta frábæra starfsfólk. Væntumþykjan þar á bæ er endalaus,“ er haft eftir Kristbjörgu Kamillu Sigtryggsdóttur í Morgunblaðinu í síðustu viku en hún og Elna Ragnarsdóttir á Skagaströnd komu ásamt eiginmönnum sínum og ungum börnum þeirra færandi hendi á vökudeild Landspítalans nokkrum dögum fyrr. Feykir forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Veðurspá Dalbæinga hljómar svipað og sú síðasta

Í fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða mars sl. segir að nánast hefði verið hægt að afrita síðustu fundargerð því veðurspá marsmánaðar hljómar mjög svipað og sú síðasta, þó úrkoma á Dalvík í mars verði ekki eingöngu í föstu formi heldur aðeins blautari en hún var í febrúar. „En áfram verðum við í einhverju mildasta veðrinu hérna á Dallas á meðan við erum farin að vorkenna suður, austur og vesturhlutum landsins fyrir þá veðráttu sem yfir þá gengur,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Það var lagið strákar!

Það voru sorglega fáir stuðningsmenn Tindastóls (þó 208 samkvæmt skýrslu) sem sáu sér fært að mæta í Síkið í gær þar sem lið Stólanna og Stjörnunnar hristu fram úr erminni hina bestu skemmtun. Við skulum vona að Króksarar hafi ekki óvart verið bólusettir við körfuboltabakteríunni en kórónuveiran er í það minnsta skæð þessa dagana og líklegt að stór hluti stuðningsmanna hafi ekki átt heimangegnt og aðrir veigrað sér við að mæta í Síkið. Þeir sem mættu létu hins vegar vel í sér heyra, voru í dúndurstuði, enda sáu þeir sína menn í 40 mínútna ham sem endaði með sætum sigri, 94-88.
Meira