Stólastúlkur lögðu Vestra í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.02.2022
kl. 17.21
Konur voru í aðalhlutverki á Króknum í dag því spilað var í Síkinu og á gervigrasvellinum á sama tíma – veðrið var þó heldur skaplegra í Síkinu! Þar tók lið Tindastóls á móti liði Vestra frá Ísafirði sem vermt hefur botnsætið í 1. deild kvenna í allan vetur en þær eru þó sýnd veiði en ekki gefin og hafa verið að tapa leikjum naumlega upp á síðkastið. Lið Tindastóls náði góðri stöðu snemma leiks og náði að halda gestunum frá sér án mikilla vandkvæða og fagnaði að lokum góðum 16 stiga sigri; lokatölur 78-62.
Meira