Skagafjörður

Ljósadagurinn er í dag

Þann 12. janúar hefur verið haldinn ljósadagur ár hvert í Skagafirði frá árinu 2015 til að minnast látinna ástvina með því að tendra útikertaljós við heimili sín. Þetta er í áttunda skiptið sem þessi dagur er haldinn en nú viðrar þannig til að erfitt getur reynst að halda loga lifandi á útikerti svo fólk er hvatt til að setja logandi kerti út í glugga.
Meira

Stutt gaman hjá Gettu betur liði FNV

Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mættust í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinu streymi á rúv.is í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja að Tækniskólinn hafði betur í hörkuviðureign, 23-18.
Meira

Gildandi Covid-takmarkanir framlengdar til 2. febrúar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Á vef stjórnarráðsins segir að ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið.
Meira

Samstarf yngri flokka í fótboltanum á Norðurlandi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022. Á heimasíðu Tindastóls segir að flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Meira

Bólusetningar barna 5-11 ára á Sauðárkróki

Heilsugæslan á Sauðárkróki mun bjóða upp á bólusetningar gegn COVID-19 fyrir öll börn í Skagafirði, á aldrinum 5-11 ára í húsnæði Árskóla, næstkomandi fimmtudag frá klukkan 13 og fram eftir degi. Gengið verður inn um aðalinngang (A álma).
Meira

FNV mætir til leiks í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin af stað enn einn veturinn. Þrjár viðureignir fóru fram í gærkvöldi en í kvöld mætir lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til leiks. Fram kemur á heimasíðu skólans að mótherji FNV í fyrstu umferð keppninnar sé Tækniskólinn í Reykjavík og hefst viðureignin kl. 19:40 í kvöld.
Meira

KS tekur Teyg af markaði og hættir samstarfi við Arnar Grant

Stundin sagði frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu og hætta framleiðslu hans. Einnig mun KS slíta samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars og félaga gegn sér en segja má að þjóðin hafi agndofa fylgst með umfjöllun af því máli sem komst í hámæli í síðustu viku.
Meira

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2022

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10. - 12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn.
Meira

Það er gott að vinna

Tindastólsmenn settu í fjórða gírinn í kvöld og brunuðu yfir Öxnadalsheiðina alla leið til Akureyris þar sem íþróttakarl Þórs, Ragnar Ágústsson, og félagar hans biðu spenntir eftir Stólunum. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir á dögunum og lögðu jójólið Grindavíkur óvænt í parket og náðu þar sínum fyrsta sigri í vetur. Þeir ætluðu væntanlega að endurtaka leikinn í kvöld en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn var spennandi og baráttan í algleymingi eins og í sönnum grannaslag en Stólarnir náðu vopnum sínum þegar á leið og hleyptu heimamönnum ekki inn í leikinn á lokakaflanum. Lokatölur 91-103.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fær aðstöðu í prestssetrinu í Glaumbæ

Skrifstofur og aðstaða starfsfólks Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ mun á næstu vikum færast yfir í prestssetrið í Glaumbæ. Í frétt á Facebook-síðu safnsins segir að góð vinnuaðstaða sé í prestssetrinu og rými til að búa vel að öllu starfsfólki, bæði fastráðnu og sumarstarfsfólki.
Meira