Skagafjörður

Jæja ...

Nú er farinn í hönd sá tími þegar lausagöngukettir byrja að tína upp unga smáfuglanna, nýkomna úr hreiðri, eða drepa foreldrin, sem í mörgum tilvikum eru nýlega komin um langan veg yfir hafið frá vetrarstöðvunum til að auka kyn sitt.
Meira

Búist við brjáluðu stuði og geggjaðri stemmingu á menningarkvöldi NFNV

Menningarkvöld NFNV verður haldið þann 7. maí næstkomandi, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Í boði verða tónlistaratriði, Bodypaint, dragkeppni og margt, margt fleira. „Brjálað stuð og geggjuð stemming!“ segir á Facebook-síðu nemendafélagsins.
Meira

Sameiginlegir framboðsfundir í Skagafirði

Þrír sameiginlegir framboðsfundir til kosninga í sameiginlegu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir á næstu dögum. Vert er að hvetja íbúa til að mæta og kynna sér málefni flokkanna og fyrir hvað þeir standa.
Meira

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir ferðavagna, fornbíla og bifhjól

Á heimasíðu Samgöngustofu er vakin athygli á reglugerðarbreytingu þar sem skoðun ökutækja í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum hefur fengið nýjan skoðunarmánuð.
Meira

Seldu handgerð kort til styrktar Úkraínu

Fyrir skömmu færðu fjórar duglegar stúlkur Rauða krossinum söfnunarfé til aðgerðanna sem samtökin standa fyrir í Úkraínu.
Meira

Ferðaþjónusta í Skagafirði

Hvað veldur því að við fáum ekki enn fleiri ferðamenn í Skagafjörð þrátt fyrir allar náttúruperlurnar sem við höfum, fjölbreytta útivistarmöguleika og marga áhugaverða staði sem hægt er að heimsækja og skoða?
Meira

Lið Ýmis hafði betur eftir vítaspyrnukeppni

Það var spilaður fótbolti á Króknum í gær þrátt fyrir kuldabola og norðanderring. Lið Tindastóls og Ýmis mættust þá á gervigrasinu í úrslitakeppni C-deildar Lengjubikarsins. Þrátt fyrir slatta af tækifærum tókst liðunum ekki að koma boltanum í mörkin tvö í venjulegum leiktíma og þurfti þá að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu gestirnir úr Kópavogi betur og sigruðu 2-4.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira

Tindastóll í úrslit! | UPPFÆRT

Tindastóll og Njarðvík mættust í fjórða leiknum í rimmu liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Talið er að um 1200 manns hafi troðið sér í Síkið og fengu flestir eitthvað fyrir sinn snúð og rúmlega það. Leikurinn var æsispennandi en gestirnir byrjuðu betur. Stólarnir löguðu stöðuna í öðrum leikhluta en gestirnir leiddu í hálfleik, 45-47. Þriðji leikhlutinn reyndist Stólunum dýrmætur að þessu sinni og liðið náði undirtökunum í leiknum en gestirnir minnkuðu muninn í tvö stig, 77-75, þegar fjórar mínútur voru eftir. Stólarnir héldu vel á spöðunum síðustu mínúturnar og sigruðu að lokum, 89-83, og tryggðu sér þannig réttinn til að spila við Valsmenn í úrslitaeinvíginu. Þvílíka snilldin!
Meira

Stólastúlkur áfram í 2. umferð Mjólkurbikarsins

Lengjudeildarlið Tindastóls og HK mættust á gervigrasinu á Króknum í dag í fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna. Lið Tindastóls fékk fljúgandi start og leiddi 3-0 í hálfleik þó það geti nú varla talist hafa verið samkvæmt gangi leiksins. Lið HK kvittaði fyrir sig með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik og spenna hljóp í leikinn. Stólastúlkur náðu að stoppa í götin að mestu í vörninni og þrátt fyrir talsverða pressu HK tókst þeim ekki að jafna leikinn og það var því lið Tindastóls sem vann leikinn 3-2 og tryggði sér sæti í 2. umferð. Þar mæta stelpurnar 2. deildar liði ÍR og verður leikið á Króknum 15. maí.
Meira