Skagafjörður

Menntabúðir björgunarfólks haldnar í Varmahlíð

Fyrstu menntabúðir björgunarfólks voru haldnar í Varmahlíð laugardaginn 26. febrúar síðastliðinn þar sem um sextíu manns frá 15 félögum tóku þátt en nokkur forföll urðu á síðustu stundu vegna veikinda.
Meira

Öskudagsfjörið fært heim að dyrum veikra barna

Hver dásemdardagurinn rekur annan þessa vikuna þar sem bolludagur var í gær, sprengidagur í dag og svo öskudagur á morgun með öllum þeim söng og nammi sem honum fylgir. En því miður eru einhverjir krakkar sem ekki komast í bæinn sökum veikinda þar sem Cóvidið herjar á mörgum heimilum en gætu samt fengið sinn skerf af gotteríi.
Meira

Mottumars hefst í dag

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hefst í dag 1. mars. „Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár minnum við karlmenn sérstaklega á að kynna sér hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við þau einkenni,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Meira

Öll orka Blönduvirkjunar tapast á ári hverju!

Um langt árabil hefur það verið baráttumál sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að orka sem framleidd er í Blönduvirkjun nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar heima í héraði. Alþingi veitti því sjónarmiði heimamanna viðurkenningu með samþykkt þingsályktunar um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar árið 2014.
Meira

Ísak Óli öflugur á Meistaramóti Íslands um helgina og varði Íslandsmeistaratitil sinn í 60m grind

Um helgina fór fram í Laugardalshöll Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins var samankomið og keppti um 24 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. UMSS átti þrjá keppendur á mótinu sem allir stóðu sig vel.
Meira

Ófærð og óveður

Gular viðvaranir eru nú í gildi vegna hvassviðris og hríðar á Faxaflóa og á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Í athugasemd veðurfræðings á Vedur.is segir að mikil lausamjöll sé víða um land og þarf lítinn vind til að skafrenningur valdi vandræðum á vegum víða um land.
Meira

Græðir oft gotterí frá litla vini sínum

Þau Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir og Hafþór Smári Gylfason, sem búa á Steinsstöðum í Skagafirði ásamt syni sínum, Steinþóri Sölva, eiga mjög fallegan hund af tegundinni Vorsteh eða þýski bendirinn. Hann ber nafnið Zeldu BST Breki og er tegundin snögghærð, greind, vinaleg og nærgætin, mjög húsbóndaholl og mikið fyrir börn sem gerir hundinn einstaklega góðan félaga. Hann er mjög háður og tryggur húsbónda sínum en getur verið hlédrægur og feiminn við ókunnuga en er mjög auðveldur í þjálfun.
Meira

Seljum mjög mikið af grillinu, segir vertinn í Víðigerði

Feykir sagði frá því fyrir stuttu að útidyrahurðin á North West Hotel & Restaurant í Víðigerði í Húnaþingi vestra hefði sprungið upp í óveðri 7. febrúar sl. og veitingasalurinn fyllst af snjó. Til stóð að opna veitingastaðinn síðdegis sama dag eftir nokkurra vikna lokun en að vel heppnuðum hreinsunarstörfum loknum náðist að það daginn eftir.
Meira

Ungversk gúllassúpa og ís með kantalópu og súkkulaðisósu

Matgæðingar í tbl 22, 2021, voru Júlía Pálmadóttir Sighvats og eiginmaður hennar, Óskar Friðrik Sigmarsson. Þau fengu áskorun frá Birgittu, móður Júlíu, en þau hjónakorn búa í Breiðholti í Reykjavík. Júlía er uppalin á Sauðárkróki og finnst þeim alltaf jafn gott að komast í „sveitina“ með börnin til að hitta afa og ömmu.
Meira

KR krækti í stig á lokamínútunum í Lengjubikarnum

Spilað var í A deild kvenna, riðli 1, í Lengjubikarnum í knattspyrnu á Króknum í dag. Völlurinn var iðagrænn og fallegur en óhætt að segja að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska framan af leik; hvassviðri og hríð. Það er hins vegar gaman að spila fótbolta og ekki amalegt að mæta Vesturbæjarstórveldinu KR í fyrsta heimaleik ársins. Það fór svo á endanum að liðin skiptu stigunum á milli sín en leiknum lauk með 1–1 jafntefli.
Meira