Skagafjörður

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira

Ótrúlega erfið ákvörðun að þurfa að loka

„Béskotans Covid veiran komst í bakaríið,“ segir Róbert Óttarsson í Sauðárkróksbakaríi þegar Feykir hafði samband við hann í tilefni af því að sjá mátti á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi að bakaríinu á Króknum hefði verið lokað í óákveðinn tíma vegna Covid. „Og í framhaldinu er þetta gert til að verja starfsfólkið okkar því ekki viljum við að þetta nái um allt fyrirtækið, flestir eru sem betur fer bólusettir,“ segir bakarameistarinn. Það fjölgar enn þeim sem krækt hafa í Covid en nú eru yfir tíu þúsund landsmenn í einangrun og að sjálfsögðu finna fyrirtæki og stofnanir fyrir því og sum hver hafa þurft að loka vegna útbreiðslu veirunnar þrjósku.
Meira

394 tonna byggðakvóti á Norðurland vestra

Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum þar sem þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun. Alls fá fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra 394 tonn.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður undirbýr útboð á sorphirðu og kaupir eignir Flokku

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að Ó.K. Gámaþjónusta ehf. og Sveitarfélagið Skagafjörður hafi komist að samkomulagi um kaup sveitarfélagsins á öllu hlutafé í einkahlutafélaginu Flokku ehf. sem hefur umsjón með móttöku á öllum úrgangi (nema lífrænum úrgangi) í héraðinu og í eigu Ó.K. Gámaþjónustu. Með kaupunum eignast Sveitarfélagið Skagafjörður eignir Flokku ehf. en þar er m.a. um að ræða sorpmóttökustöð að Borgarteig 12 á Sauðárkróki og tilheyrandi vélar og tæki.
Meira

Svandís í beinni í hádeginu

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður í Beinni línu á Facebook-síðu sinni og VG í hádeginu í dag, 7. janúar klukkan 12:00. Í tilkynningu frá VG segir að um kjörið tækifæri sé að ræða til að spyrja ráðherra út í hvaðeina sem brennur á fólki.
Meira

29 Covid-smit á Sauðárkróki - HSN opnar fyrir PCR sýnatökur um helgina

Enn fjölgar Covid-smituðum á Norðurlandi vestra en samkvæmt töflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgaði um 17 á tveimur dögum en að sama skapi fækkaði um 19 í sóttkví á sama tíma. Vegna þessa hefur HSN ákveðið að hafa opið fyrir PCR sýnatökur um helgina milli kl. 9.30 og 10.
Meira

757 milljónir í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að afgreiddir hafa verið jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021 og voru samþykktar 1.518 umsóknir þetta árið. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 379.624.751 kr. skv. fjárlögum ársins 2021 og 377.624.620 í landgreiðslustyrki, sem gera alls 757.249.371 kr.
Meira

Margrét Rún í úrtakshópi U17 landsliðsins

Margrét Rún Stefánsdóttir, sem var varamarkvörður Tindastóls í Pepsi Max deildinni síðasta sumar,hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðs Íslands sem mun koma saman til æfinga dagana 10.-12. janúar í Skessunni í Hafnafirði. Margrét, sem er fædd árið 2005, hefur undanfarin ár verið viðlogandi yngri landslið Íslands en hún var fyrst valin í æfingahóp U15 í byrjun árs 2020 og í sumar var hún í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót þar sem hún stóð sig með prýði.
Meira

Matgæðingur vikunnar - kjúklingabringur og banana - döðlubrauð

Matgæðingurinn í fyrsta tbl. ársins er Erna María Jensdóttir, frá Gili í Skagafirði, sem býr ásamt eiginmanni sínum og þrem börnum í Keflavík. Erna er önnum kafin þessa dagana því hún er á lokametrunum í mastersnámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands.
Meira

1238 ræður Þórð Grétar í starf sérfræðings í stafrænni miðlun

Þórður Grétar Árnason hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í stafrænni miðlun hjá sýndarveruleikasýningunni 1238 - Baráttan um Ísland. Þórður hefur diplómu í margmiðlun frá Tækniskóla Íslands og mun sinna daglegri umsjón allra tæknikerfa og taka þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum fyrirtækisins á sviði stafrænnar miðlunar menningararfsins.
Meira