Skagafjörður

Tindastólsmenn enn að í Lengjubikarnum

Tindastóll spilaði við lið Hamars í gær í 8 liða úrslitum í C-deild Lengjubikarsins og var spilað á Domusnovavellinum í Reykjavík. Hvergerðingar komust yfir um miðjan fyrri hálfleik en Stólarnir svöruðu að bragði og gerðu síðan sigurmarkið í síðari hálfleik en þá voru Króksararnir orðnir einum færri. Lokatölur því 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Karlakórinn Heimir með tónleika í kvöld

Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis fara fram í Miðgarði í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Vӓljaots. Heimispiltar hafa æft stíft fyrir tónleikana og vænta þess að fólk fjölmenni í Menningarhúsið í Miðgarði. Á Facebook-síðu kórsins er þeim sem ekki nenna að standa í biðröð bent á að hægt er að nálgast miða í Olís Varmahlíð og Blómabúðinni á Sauðárkróki. Sama gamla góða miðaverðið, kr. 4000.
Meira

ByggðaListinn - Agnar H. Gunnarsson skrifar

Það vorar. Það er eitthvað unaðslegt við vorið, vorið er tími draumanna, þegar mannfólkið og öll náttúran vaknar til nýrra daga, nýrra möguleika. Nú er meira að segja kosningavor, sem er möguleikavor, möguleika til að breyta og gera eitthvað nýtt. Við hér í nýju sveitarfélagi í Skagafirði, þessu yndislega héraði okkar, kjósum í fyrsta skipti öll í sama sveitarfélagi og þá er um að gera að vanda sig.
Meira

Deildarmeistararnir ljómuðu í Ljónagryfjunni

Ekki fór það nú svo að Tindastólsmenn þyrftu að brúka kúst og fæjó í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í gærkvöldi þegar liðin áttust við í þriðja leik sínum í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Möguleikinn var fyrir hendi en heimamenn reyndust ekki hafa áhuga á því að fara í sumarfrí og voru einfaldlega betri en Stólarnir að þessu sinni og nældu í sanngjarnan sigur. Lokatölur voru 93-75 og það má því reikna með hamagangi og látum þegar liðin leiða saman hesta sína í fjórða leiknum sem fram fer í Síkinu nk. laugardagskvöld.
Meira

Hurðaskellir, gluggagægjar, heitar gellur og graðnaglar :: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Nei ráðherra

Undirrituð skellti sér einu sinni sem oftar á leiksýningu nú í upphafi Sæluviku, enda áhugamanneskja um slíkar sýningar. Það liggur í loftinu að fólk er orðið menningarþyrst eftir svelti í þeim efnum um tveggja ára skeið, sem skilaði sér bæði í leikgleði og viðbrögðum áhorfenda. Á sviðið voru mættar sögupersónur í sköpunarverki Ray Cooney, sem ku vera konungur farsanna. Hurðafarsi sem stendur sannarlega undir nafni, því það er ekki nóg með að hurðum sé skellt heldur gluggum líka. Efnið er, eins og oftast í slíkum verkum, framhjáhald og misskilningur sem vindur upp á sig.
Meira

Hestamennska í Skagafirði

Hestamennskan í Skagafirði er mér mikið hjartans mál enda sat ég í fyrstu stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings til fimm ára. Hestaíþróttir er ein fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ sem segir þó nokkuð um umfang hennar. Hestamannafélagið Skagfirðingur er eitt stærsta hestamannafélag landsins og fjölmennasta íþróttafélag sveitarfélagsins.
Meira

„Þetta verður hörkuleikur,“ segir Hannes Ingi um viðureign Stóla og Njarðvíkur í kvöld

Í kvöld fer fram þriðji leikur Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og með sigri komast Stólar í úrslitaleikinn. Leikurinn fer fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og miðaframboð afar takmarkað, segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls en þar er fólk hvatt til að næla sér í miða á símaappinu Stubbi. Feykir náði í Hannes Inga Másson sem hefur bullandi trú á að Stólar fari með sigur af hólmi.
Meira

Fyrsta stökkmót öldunga í Varmahlíð

Stökkmót UÍ Smára í öldungaflokkum fór fram í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 23. apríl 2022. Keppt var í fjórum greinum; hástökki með og án atrennu, langstökki og þrístökki án atrennu. Fimm keppendur mættu til leiks í karlaflokkum en því miður enginn í kvennaflokkum.
Meira

Iðunn Kolka Gísladóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal FNV í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 21 skipti í Skagafirði, en ein lokahátíð féll niður vegna covid. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Hestadagar í Skagafirði um helgina - Tekið til kostanna og Meistaradeild KS

Tekið til kostanna 2022 fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 29. apríl nk. kl. 20:00 - Húsið opnar klukkan 18 og segir í tilkynningu frá aðstandendum viðburðarins að hamborgari og kaldur verði í boði í reiðhöllinni. Lagt verður á skeið á Hólum á laugardag.
Meira