Skagafjörður

Staða HSN vegna Covid þyngist - 233 í einangrun á Norðurlandi vestra

Smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi sem hefur mikil áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en á heimasíðu hennar kemur fram að vaxandi fjöldi starfsmanna sé frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Jafnframt segir í frétt stofnunarinnar að nokkur fjöldi starfsmanna vinni nú í vinnusóttkví B.
Meira

Ísak Óli varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþrautum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem 36 keppendur skráðu sig til leiks frá 14 félögum. Ísak Óli Traustason úr UMSS kom sá og sigraði enn á ný er hann varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Ísak Óli hlaut 4333 stig í keppninni sem dugði til sigurs en athygli vekur að hann gerði allt ógilt í langstökki og hlaut því ekki stig fyrir það.
Meira

Stormur eða rok í nótt og líkur á foktjóni

Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt og versnar veðrið fyrst sunnanlands, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun. Vegna þessa hefur verið gefin út gul viðvörun sem tekur gildi seinni partinn í dag sem breytist svo fljótlega í appelsínugula viðvörun fyrir landið allt áður en dagur er allur.
Meira

Ofnbakaður teriyaki silungur og marengsrúlluterta

Matgæðingar í tbl 20, 2021, voru þau Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, leiðbeinandi við Höfðaskóla á Skagaströnd og kennaranemi við Háskóla Íslands, og eiginmaður hennar, Þröstur Árnason sjómaður á Drangey SK-2. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 20 ára og búa á Skagaströnd.
Meira

Kjölfestan er í fólkinu - í öllu hinu er óvissa :: Framúrskarandi fyrirtæki FISK Seafood

FISK Seafood, sem stofnað var árið 1955, hefur vaxið hratt á undanförnum árum og tekið sér stöðu á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Félagið hefur byggst upp með kaupum og samruna nokkurra félaga á löngum tíma, m.a. Fiskiðju Sauðárkróks, Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hraðfrystihússins Skjaldar, Hraðfrystihússins á Hofsósi, Skagstrendings, Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Soffaníasar Cecilssonar sem rekur umfangsmikla saltfiskverkun í Grundarfirði.
Meira

Skagfirðingar sameinaðir

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar. Yfirgnæfandi meirihluti var fyrir sameiningunni í Sveitarfélaginu Skagafirði en mjórra var á munum í Akrahreppi þó sameiningin hafi engu að síður verið samþykkt með um 65% atkvæða.
Meira

Ástríður skipuð framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar

Á Húnahorninu er sagt frá því að Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhannesdóttur lögfræðing í embætti framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar en hún er Húnvetningur. Ástríður lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi frá Háskólanum í Konstanz í Þýskalandi árið 2000. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og starfaði árin 2000-2008 hjá Fasteignamati ríkisins og 2008-2011 hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Meira

Kjörstaðir sameiningarkosninga

Í dag fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar og fara kjörfundir fram víðsvegar í sveitarfélögunum. Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Meira

Þorrablót Seyluhrepps í beinni í kvöld

Í kvöld, þorraþræl seinasta degi þorra, verður haldið rafrænt þorrablót íbúa fyrrum Seyluhrepps í Skagafirði og geta allir fengið að vera með. Útsending hefst klukkan 20 og ættu allir Skagfirðingar að sýna fyrirhyggju og vera búnir að mæta á kjörstað þá.
Meira

Er alveg hugfangin af prjónaskap

Kristín Guðmundsdóttir býr á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Hún er handlitari, þ.e litar ull í höndunum og selur undir merkinu Vatnsnes Yarn. Kristín er með vinnustofu í Skrúðvangi á Laugarbakka núna en byrjaði í eldhúsinu heima hjá sér árið 2016.
Meira