Skagafjörður

Covid-smituðum fjölgar á Norðurlandi vestra

Um 2,5% þjóðarinnar, eða 9.125 manns, er nú í einangrun vegna Covid-smita og um 2% til viðbótar eru í sóttkví og fullyrða má að þetta séu tölur sem svartsýnustu spámenn hefði ekki órað fyrir þegar Ómikron-afbrigðið lét á sér kræla á aðventunni. Góðu fréttirnar eru þær að þessari nýjustu bylgju faraldurins fylgja sjaldnast alvarleg veikindi en 30 manns eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid. Fæstir eru í einangrun á Norðurlandi vestra, alls 41 maður og 64 sátu í sóttkví á sama tíma skv. töflu á Covid.is í morgun, en tölur yfir smitaða fara hækkandi í öllum landshlutum.
Meira

Dalbæingar eiga von á mildum janúar

Fyrsti fundur ársins hjá Veðurklúbbi Dalbæjar var haldin í gær í Betri stofu Dalbæjar, eftir því sem fram kemur í skeyti þeirra til fjölmiðla. Það sem skýrast er eftir nýliðið ár, segir í skeytinu, er hversu sannspáir félagar Veðurklúbbsins voru allt síðastliðið haust eins og auðséð er á fundargerðum ársins 2021.
Meira

Rabb-a-babb 206: Margrét Gísla

Nafn: Margrét Gísladóttir. Fjölskylduhagir: Gift Teiti Birni Einarssyni og saman eigum við synina Gísla Torfa og Einar Garðar. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir séra Gísla Gunnarssonar og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem ég er alin upp. Hvernig nemandi varstu? Mér gekk alltaf vel í skóla en í öllum umsögnum frá kennurum frá 6 ára aldri segir að ég sé ansi fljótfær og ég held það hafi lítið breyst. Ég átti það líka til að skipta mér af stjórn og skipulagi í samtölum við skólastjóra allt frá grunnskóla og upp í háskóla svo ég hef verið með sterkar skoðanir á öllu frá blautu barnsbeini – þeim líklega til ama. Hvernig er eggið best? Steikt og sólin upp.
Meira

Ingigerður til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Ingigerður Hjartardóttir hafi gengið til liðs við kvennalið mfl. Tindastóls. Ingigerður kemur frá Snæfelli, þar sem hún spilaði upp alla yngri flokkana. Hún hefur verið í 16 manna landsliðshópi U16 og er í dag í úrtaki fyrir u18 þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul.
Meira

Breytt starfsemi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki vegna Covid

„Samkvæmt aðgerðaáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Sauðárkróki nú í upphafi árs 2022 og þar til rýmkanir verða á gildandi takmörkunum skv. reglugerð stjórnvalda,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Svf. Skagafjarðar frá því 3. janúar sl.
Meira

Sextán fótboltakappar skrifa undir tveggja ára samning við lið Tindastóls

Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að í gær skrifuðu 16 leikmenn undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls. Undirritunin fór fram í vallarhúsinu áður en leikmenn héldu á æfingu en þeir hafa flestir æft með liðinu frá því í október. „Þetta er frábær blanda af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta í bland við leikmenn sem hafa spilað í mörg ár og eru aðeins eldri og reynslumeiri,” segir Halldór Jón Sigurðsson (Donni), aðalþjálfari meistaraflokka Tindastóls og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Meira

Árið 2021: „Manni leggst alltaf eitthvað til“

Feykir plataði söngvaskáldið góða, Svavar Knút, til að henda í eitt ársuppgjör. Pilturinn er að handan, eða austan Vatna, en býr í Bogahlíð borgar óttans. Svavar Knútur hefur verið duglegur við alls kyns tónleikahald um allar trissur á Covid-tímum og þá ekki hvað síst skellt í netútsendingar í tíma og ótíma, enda happdrætti að plana meiriháttar tónleikaferðir síðustu misserin. Hann er vatnsberi í skónúmeri 45 og þegar hann er beðinn um að lýsa árinu í þremur orðum segir hann: „Tími með börnunum.“
Meira

Alþjóðadagur punktaleturs er í dag

Alþjóðadagur punktaleturs (Alþjóðlegur dagur blindraletursins) er viðburðardagur haldinn 4. janúar ár hvert til að auka vitund um mikilvægi blindraletur sem samskiptatækis til að auka mannréttindi blindra og sjónskertra fólks.
Meira

Árni Björn er maður ársins á Norðurlandi vestra

Árni Björn Björnsson á Sauðárkróki er Maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og Feykir.is. Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni.
Meira

Starfshópur um merablóðtöku hefur störf

Skipaður hefur verið starfshópur, að frumkvæði Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Hópnum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kring um hana.
Meira