Skagafjörður

Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Meira

Senn verður skrifað undir samning um menningarhús á Sauðárkróki

Fram kom í setningarávarpi Sigfúsar Inga Sigfússona, sveitarstjóra svf. Skagafjarðar, er Sæluvikan formlega hófst, að nú væru menningarmála- og fjármálaráðuneytin að ganga frá samningi um framkvæmd menningarhúss á Sauðárkróki og að ritað yrði undir samning á næstu dögum.
Meira

1.500 tonn af þorski bætast við strandveiðipottinn

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar þar sem nú verða alls 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu tímabili, þar af 1.500 tonn sem skiluðu sér af skiptimörkuðum á útmánuðum og ráðherra ákvað að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.
Meira

Kvennakórinn Sóldís á Blönduósi í kvöld

Nú birtir á ný, segja söngkonur Sóldísar sem koma nú fram á ný eftir Covid-frí undanfarin misseri. Á sunnudagskvöldið, í upphafi Sæluviku, hélt kórinn tónleika í Miðgarði þar sem vel var mætt og stemningin góð. Í kvöld halda kórkonur til Blönduóss þar sem efnt verður til tónleika í Blönduóskirkju kl. 20.
Meira

Tónleikar til styrktar Úkraínu

Úkraínuhópurinn í samvinnu við Rauðakrossinn og Menningarfélag Gránu heldur tónleika næstkomandi fimmtudagskvöld í Sauðárkrókskirkju kl. 20:00 og mun ágóði þeirra renna óskiptur til bágstaddra í Úkraínu. Hugmyndin að tónleikunum kom frá Önnu Szafraniec á Sauðárkróki, sem fékk Rauða krossinn og Menningarfélag Gránu í lið með sér ásamt fjölda tónlistarfólks í Skagafirði.
Meira

Dagskrá Sæluviku í dag

Það er óhætt að segja að Sæluvika Skagfirðinga hafi farið vel af stað í gær og dagurinn endað með gríðarlegri spennu í Síkinu, mikil stemning og fullt hús. Einnig var vel mætt á tónleika Kvennakórsins Sóldísar í Miðgarði og nánast uppselt á Nei ráðherra, leiksýningu Leikfélags Sauðárkróks. Áfram heldur dagskrá í dag.
Meira

Rétt hjá hverju eru Hólar?

Pálína Hildur Sigurðardóttir heiti ég og skipa 8. sæti ByggðaLista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er leikskólakennari að mennt og er deildarstjóri í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Ég er borin og barnfæddur Keflvíkingur en það var í lok árs 2016 sem maðurinn minn sá auglýst starf hjá Háskólanum á Hólum. Við hjónin vorum á þessum tíma að upplifa nýtt frelsi þar sem yngsta dóttir okkar var nýflutt að heiman og við vorum tilbúin að prófa eitthvað nýtt.
Meira

Ævintýraleg endurkoma Tindastóls og sigur í tvíframlengdum leik | UPPFÆRT

Tindastólsmenn voru rétt í þessu að bera sigurorð af deildarmeistur Njarðvíkinga í einum ótrúlegasta leik sem spilaður hefur verið í Síkinu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Njarðvíkingar völdin í þriðja leikhluta og náðu 18 stiga forystu og geim óver – héldu flestir. En lið Stólanna er ólseigt og náði að jafna leikinn í bráðlokin og í kjölfarið fylgdu tvær framlengingar og í þeirri síðari kláraðist hreinlega bensínið hjá gestunum. Tveir þristar frá Pétri og einn til viðbótar frá meistara Badmus kom muninum í níu stig og niðurlútir Njarðvíkingar urðu að sætta sig við annað tapið í tveimur leikjum – lokatölur 116-107.
Meira

Öruggur sigur gegn Fram í síðasta æfingaleik Stólastúlkna

Kvennalið Tindastóls lék síðasta æfingaleik sinn fyrir komandi keppnistímabil í gær en þá heimsóttu Stólastúlkur lið Fram en Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti er annar þjálfara Framliðsins og var einmitt annar þjálfara Tindastóls sl. sumar í Pepsi Max. Lið Fram spilar í 2. deildinni í sumar og reyndust Stólastúlkur helst til of stór biti en leikurinn endaði með 1-7 sigri Tindastóls.
Meira

Úrslit vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022

Úrslit voru kunngjörð í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2022 á setningu Sæluviku sem fram fór í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag. Þó ekki hafi verið um metþátttöku að ræða að þessu sinni, þar sem einungis sjö hagyrðingar sendu inn efni, komu ágætar vísur og botnar svo ekki var auðvelt frekar en áður að velja verðlaunabotn og vísu.
Meira