Covid-smituðum fjölgar á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.01.2022
kl. 16.51
Um 2,5% þjóðarinnar, eða 9.125 manns, er nú í einangrun vegna Covid-smita og um 2% til viðbótar eru í sóttkví og fullyrða má að þetta séu tölur sem svartsýnustu spámenn hefði ekki órað fyrir þegar Ómikron-afbrigðið lét á sér kræla á aðventunni. Góðu fréttirnar eru þær að þessari nýjustu bylgju faraldurins fylgja sjaldnast alvarleg veikindi en 30 manns eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid. Fæstir eru í einangrun á Norðurlandi vestra, alls 41 maður og 64 sátu í sóttkví á sama tíma skv. töflu á Covid.is í morgun, en tölur yfir smitaða fara hækkandi í öllum landshlutum.
Meira