Skagafjörður

Agent MoMo meistarar Draugamóts Molduxa

Dregið var í Draugamóti Molduxa á milli jóla og nýárs en um fjáröflunarleik var að ræða sem kom í stað körfuboltamóts sem haldið hefur verið fyrir almenning annan dag jóla í rúman aldarfjórðung. Ekki er hægt að segja að stemningin hafi verið mikil að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar tóku þátt í liðakeppninni en fjórir í einstaklingsflokki.
Meira

Árið 2021: „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“

Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður.
Meira

Sæþór er nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Sæþór Má Hinriksson í starf framkvæmdastjóra deildarinnar. Sæþór mun vinna náið með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossafjöldi og afsetning :: Kristinn Hugason skrifar

Áður en lengra er haldið í skrifum þessum er ekki úr vegi að rekja hér nokkuð hrossafjöldann í landinu í gegnum tímann og átta sig ögn á nytjum og afsetningu hrossa. Hver hvatinn er til hrossaeignar á hinum ýmsu tímum og hagur manna af hrossunum.
Meira

Gillon – Tímaglas

Á nýársdag kom út nýtt lag með Gillon (Gísla Þór Ólafssyni) og nefnist það Tímaglas. Lagið er 4. kynningarlag væntanlegrar plötu sem nú er í bígerð í Stúdíó Benmen og mun hún nefnast Bláturnablús.
Meira

Árið 2021: Lífið er hverfult og morgundagurinn allt annað en sjálfsagður!

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Ránarbrautinni á Skagaströnd gerir nú upp árið. Hún er skólastjóri, organisti, tónlistarkona, starfsmaður útfararþjónustu o.s.frv. Hún er bogmaður og lýsir árinu sem skrítnu, skemmtilegu og erfiðu.
Meira

Nú árið er liðið

Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er.
Meira

Árið 2021: Á heimsvísu stendur Jurgen Klopp upp úr!

Áskell Heiðar Ásgeirsson svarar í dag ársuppgjörinu í Feyki. Kappinn býr í Túnahverfinu á Króknum og er framkvæmdastjóri 1238 : Baráttan um Ísland auk þess sem hann er stundakennari við Háskólann á Hólum og Bræðslustjóri og þá er nú sennilega ekki allt upp talið. Hann notar þessi þrjú orð til að lýsa árinu 2021: „Skin og skúrir.“
Meira

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samveruna á því liðna. Megi guð og gæfa fylgja ykkur á nýju ári.
Meira

Flugeldasýningar víða á Norðurlandi vestra

Það eru bara nokkrir tímar eftir af árinu 2021 en að þessu sinni mun gamla árið víðast hvar verða sprengt í loft upp með flugeldasýningum. Á Blönduósi verður þó kveikt í brennu en hún verður minni í sniðum en undanfarin ár og ekki ætlast til að fólk sæki þann viðburð.
Meira