Skagafjörður

Keyrði gamlan bíl foreldra sinna til dauða við undirspil Daft Punk / ELÍN HALL

Elín Hall svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er árgangur 1998 og býr í Hlíðunum í Reykjavík, ólst þar upp sem og í Montreal í Kanada. „Foreldrar mínir fluttu fram og til baka á milli og ég bý svo vel að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Svo mér finnst franska Kanada alltaf eiga smá í mér. Annars þá á ég vegabréf Leifs Sigurðssonar langafa míns sem fæddur var í Stokkhólma í Skagafirði. Ég á því ættingja í Blönduhlíðinni og þar í kring. Afi og amma mín, Guðmundur Ingi og Elín, bjuggu líka heillengi fyrir norðan en afi var skólastjóri á Hofsósi og svo fræðslustjóri á Blönduósi þegar mamma var barn svo það má segja að ég hafi allavega smá rætur norður,“ segir Elín sem er reyndar einnig í sambandi með Króksaranum Reyni Snæ Magnússyni, sem er fastamaður í íslenska gítarleikaralandsliðinu.
Meira

Stór dagur í dag

Í dag eru alþingiskosningar. Þá er mikilvægt að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn. Það er alltaf mikilvægt, en ekki síst núna þegar kannanir benda til þess að níu flokkar geti náð kjöri, og margir þeirra eru eins, og sumir undan hvorum öðrum. Þá er mikilvægt að breiðfylking sé til staðar á pólitíska litrófinu.
Meira

Sögulegt tækifæri

Á kjördegi stöndum við frammi fyrir sögulegu tækifæri til breytinga á Íslandi. Ég kalla það sögulegt tækifæri því í dag getum við ákveðið að hafna þeim stjórnarháttum sem hér hafa verið viðhafðir í 26 ár af síðustu 30 og velja í staðinn stjórnvöld sem eru tilbúin til að ráðast í stóru verkefnin framundan með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Meira

Kæri kjósandi og kæri lesandi, nú er komið að því

Nú er komið að því að velja og val þitt virðist erfitt. Í dag á að velja flokk eða kannski að velja það sem að sumir segja fokk því þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn, það er sami rassinn undir þeim öllum. Ef að svo væri þá liti minn allt öðruvísi út en hann gerir.
Meira

Kæri kjósandi

Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu - Sigurlaug Gísladóttir Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

Sigurlaugu Gísladóttur þekkja íbúar á Norðurlandi vestra sem verslunarmann í blóma og gjafavöruversluninni Húnabúð á Blönduósi en þar er einnig boðið upp á kaffi og heimabakað bakkelsi. Auk þess að vera verslunarmaður tekur Sigurlaug fram að hún sé einnig móðir, þegar spurt er um stöðu hennar í samfélaginu.
Meira

Röskuðu næturró rokkarans

Í gærkvöldi buðu Framsóknarmenn í Skagafirði upp á skemmtikvöld á Grand-inn þar sem eðalrokkarinn í Dimmu, Stefán Jakobsson, tróð m.a. upp með söng. Stóð skemmtunin fram að miðnætti eins og lög leyfa. Á sama tíma buðu ungir Sjálfstæðismenn til Pubquiz á veitingastaðnum Sauðá sem staðsettur er annars staðar í bænum en þar þeytti Helgi Sæmundur skífum. Unga Sjálfstæðisfólkið var hins vegar ekki á þeim buxunum að fara að sofa strax svo boðið var í teiti á kosningaskrifstofu þeirra á Aðalgötunni og virðist glaumur þess hafa raskað ró rokkarans um nóttina sem gisti handan götunnar.
Meira

Það er ekkert að óttast

Okkur hefur aldrei skort úrtöluraddir í þorpunum. Það er sífellt verið að segja okkur að þetta og hitt sé ekki hægt. Allt nýtt og ferskt sé ýmist ógerlegt eða of flókið. Vegurinn framundan torsóttur.
Meira

Opið hús í Nes Listamiðstöð á morgun

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í vinnustofu sinni á morgun, kosningadag, milli klukkan 14 og 16. Einnig verða listamenn með stuttan listagjörning kirkjunni á staðnum.
Meira

Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu

Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Rétttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins.
Meira