Keyrði gamlan bíl foreldra sinna til dauða við undirspil Daft Punk / ELÍN HALL
feykir.is
Skagafjörður, Tón-Lystin
25.09.2021
kl. 12.54
Elín Hall svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er árgangur 1998 og býr í Hlíðunum í Reykjavík, ólst þar upp sem og í Montreal í Kanada. „Foreldrar mínir fluttu fram og til baka á milli og ég bý svo vel að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Svo mér finnst franska Kanada alltaf eiga smá í mér. Annars þá á ég vegabréf Leifs Sigurðssonar langafa míns sem fæddur var í Stokkhólma í Skagafirði. Ég á því ættingja í Blönduhlíðinni og þar í kring. Afi og amma mín, Guðmundur Ingi og Elín, bjuggu líka heillengi fyrir norðan en afi var skólastjóri á Hofsósi og svo fræðslustjóri á Blönduósi þegar mamma var barn svo það má segja að ég hafi allavega smá rætur norður,“ segir Elín sem er reyndar einnig í sambandi með Króksaranum Reyni Snæ Magnússyni, sem er fastamaður í íslenska gítarleikaralandsliðinu.
Meira