Skagafjörður

Sumardagur í Glaumbæ – bókaútgáfa og listasýning

Myndlistarsýning í tilefni útgáfu barnabókarinnar „Sumardagur í Glaumbæ“ var opnuð um helgina í Áshúsinu í Glaumbæ. Útgefandi bókarinnar er Byggðasafn Skagfirðinga, myndskreytingar eru eftir franska listamanninn Jérémy Pailler og textahöfundur er Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri. „Það er dásamlegt tilfinning að fagna áföngum sem þessum,“ sagði Berglind þegar hún bauð gesti velkomna í útgáfuhófið.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylking

Hvar hef ég séð þennan áður. Jú, alveg rétt, í Útsvarinu! Já, Valgarð kannast margir við úr þeim ágætu spurningaþáttum sem sýndir voru á RÚV fyrrum. Hann starfar sem kennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, og nú oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Reynsla og traust

Reynsla og þekking á málefnum Norðvesturkjördæmis skiptir miklu máli þegar velja skal á milli margra ágætra einstaklinga til Alþingis. Ég hef setið á Alþingi í 12 ár og lagt mig fram við það að vinna að bættum búsetuskilyrðum um land allt og að hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Ég sit nú í baráttusæti og treysti því að kjósendur treysti mér áfram til góðra verka.
Meira

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Króksarinn Vanda Sigurgeirsdóttir segir á Facebook-síðu sinni í morgun að hún muni bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en boðað hefur verið til aukaþings samtakanna þann 2. október eftir að stjórn og formaður sagði af sér fyrir skömmu.
Meira

Góðir gestir í FNV

Nemendur og kennarar í tveimur Erasmusverkefnum heimsóttu FNV í síðustu viku alls 24 mann frá Englandi, Eistlandi, Litháen, Portúgal, Tékklandi og Spáni. Á heimasíðu skólans kemur fram að annað verkefnið hafi verið forritunarverkefni, Girls with boys programming Europe, sem Sunna Gylfadóttir stýrði af hálfu FNV en hitt er handverksverkefni, Using ICT to preserve European craftmansship sem Kristján Bjarni Halldórsson stjórnaði fyrir FNV.
Meira

Eurovision-fögnuður í Fljótum þegar grænt ljós var gefið á göngur og réttir

„Segja má að fyrirkomulag gangna og rétta í Fljótum hafi verið með öðrum brag þetta árið vegna Covid-smita sem komu upp í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi en þangað sækja grunnskólanemendur í Fljótum nám,“ segir Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi á Molastöðum í Fljótum, þegar Feykir innti hann eftir fréttum af göngum og réttum.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Magnús Davíð Norðdahl Píratar

Píratar hafa fest sig í sessi í íslenskri pólitík þó ekki hafi þeir enn tekið þátt í að mynda meirihluta á Alþingi. Magnús Davíð Norðdahl reynir nú að sannfæra kjósendur í Norðvesturkjördæmi að greiða honum götu svo Píratar á svæðinu fái mann á Alþingi. Magnús Davíð var á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar en vermir nú í oddvitasætið hvar Eva Pandora Baldursdóttir sat áður.
Meira

Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða

Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

„VELSÆLDIN“ Í „LANDI TÆKIFÆRANNA“

Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera?
Meira

Aldraðir eru líka fólk!

Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.
Meira