Nönnu Rögnvaldar leiðist ekki að vera ein um jólin
feykir.is
Skagafjörður
28.11.2021
kl. 11.53
Þeir sem búa einir þekkja það að elda fyrir einn getur verið leiðigjarnt til lengdar og oftar en ekki verða afgangar sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Nú hefur Nanna Rögnvaldardóttir tekið sig til og gefið út bók sem ætti að koma að góðum notum í einstaklingseldhúsinu enda segir hún að það sé ekkert mál að elda litla skammta og útbúa girnilegan, hollan, einfaldan og bragðgóðan mat af öllu tagi án þess að þýða eilífa afganga og sama matinn marga daga í röð. JólaFeykir fékk Nönnu til að segja frá bókinni og forvitnaðist um leið um jólahaldið hjá henni sem hún segir að sé ekki dæmigerð lengur. Þá fylgir uppskrift að alvöru súkkulaðibúðingi sem gott er að gæða sér á eftir góða máltíð.
Meira