Skagafjörður

FISK gefur björgunarvesti til Skagafjarðarhafna

Á dögunum afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Skagafjarðarhöfnum að gjöf tvo kassa með björgunarvestum sem staðsettir verða annars vegar austan við Hafnarhúsið á Sauðárkróki og hins vegar við Hafnarhúsið á Hofsósi. Í hvorum kassa eru 20 björgunarvesti í mismunandi stærðum og er gjöfin liður í að auka öryggi þeirra sem leggja leið sína á hafnirnar.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar

Guðmundur Gunnarsson er fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og segist vera 45 ára metnaðarfullur Vestfirðingur sem brenni fyrir hagsmunum landsbyggðanna. Guðmundur segir kjördæmið þurfi að eiga öflugan málsvara sem sjái til þess að mikilvæg framfaramál svæðisins séu alltaf á dagskrá. Hann leggur mikla áherslu á að við megum ekki gleyma að tryggja fólki grunnþjónustu og jarðveg til þess að sækja fram um allt land. Hann er tilbúinn í verkið og hvetur kjósendur í Norðvesturkjördæmi til að setja krossinn hjá sér á kjördag.
Meira

Mold og Hamfarapopp

Tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Þar á meðal er samstarfsverkefni hans og Emmsjé Gauta, sem virðist hafa hætt sér út af malbikinu og út í moldina, því þeir kappar senda frá sér plötuna Mold á næstunni. Þrátt fyrir að vera ekki komin út er Mold engu að síður Plata vikunnar á Rás2 þessa vikuna. Þá kemur út nýtt lag á morgun, Hamfarapopp, með þeim æskuvinum, Helga Sæmundi og Arnari Frey, í Úlfur Úlfur en Salka Sól aðstoðar þá félaga í laginu.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Helga Thorberg Sósíalistaflokkurinn

Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún segir flokkinn þann eina með róttæka byggðstefnu til að stöðva þá gróðahyggju og yfirgang, valdhroka og spillingu sem viðgengist hefur undanfarin ár og áratugi á landinu.
Meira

Af hverju Samfélagsbanki?

Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis

Nú á hádegi, fimmtudaginn 23. september, hafa 562 kosið utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra en hægt verður að kjósa á skrifstofum embættisins á Blönduósi og Sauðárkróki til 15:00 á kjördag. Opið er í dag til klukkan til kl. 19:00.
Meira

Ert þú raunverulega að hugsa um eigin hagsmuni og lýðræðislegu réttindi í þessum kosningum?

Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurn veginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hesthúsahverfið á Króknum

Sveitarfélagið Skagafjarðar hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir Flæðigerði á Sauðárkróki, hesthúsahverfið, en markmiðið með tillögunni er meðal annars að svara aukinni eftirspurn eftir hesthúsalóðum og skapa góða aðstöðu fyrir fjölbreyttar íþróttir.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Bergþór Ólason Miðflokkurinn

Efsti maður á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi er alþingismaðurinn Bergþór Ólason. Hann hefur víðtæk tengsl á Norður- og Vesturlandi, fæddur á Akranesi, en ólst upp í Borgarnesi. Hann er ættaður frá Bálkastöðum í Hrútafirði í föðurætt, en faðir hans, Óli Jón Gunnarsson lærði múrverk hjá Jóni Dagssyni á Sauðárkróki áður en hann fór í nám í byggingatæknifræði og spilaði þá körfubolta með Tindastóli.
Meira

Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna

Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna.
Meira