Skagafjörður

Styttist í flottustu brúðulistahátíð landsins

Alþjóðleg brúðulistahátíð Hvammstangi International Puppetry Festival eða HIP Fest fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir.
Meira

Handverk og hönnun lögð niður vegna fjárskorts

Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að hætta starfsemi vegna viðvarandi fjárskorts og hefur falið framkvæmdastjóra að loka starfseminni fyrir árslok 2021. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hundruð íslenskra handverkslistamanna hafi nýtt sér þjónustu þess og þúsundir sótt fyrirlestra, sýningar og fjölbreytta viðburði sem verkefnið hefur staðið fyrir.
Meira

Forystumenn flokkanna í NV-kjördæmi mættust í Ríkisútvarpinu

Það styttist óðfluga í Alþingiskosningar og frambjóðendur eru nú á faraldsfæti um allt land að kynna sig og stefnumál flokkanna. Í gær sendi RÚV út þátt þar sem rætt var við forystumenn allra tíu framboðanna sem sækjast eftir atkvæðum íbúa í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Nú er tíminn til að safna birkifræi

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Í haust sem leið var safnað umtalsverðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en í vor var afganginum dreift á valin, beitarfriðuð svæði. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill. Í Skagafirði taka Skagfirðingabúð og Olís-Varmahlíð á móti fræi, á Blönduósi að Efstubraut 5 og Vallarbraut 2 á Skagaströnd.
Meira

Stéttarfélög bjóða félagsmönnum á námskeið Farskólans

Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið og hvert námskeiðið af öðru að hefjast. Þar á meðal má finna ýmis tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt íslenskunámskeiðum.
Meira

FISK Seafood kaupir hlut í Steinunni hf. í Ólafsvík

Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup FISK Seafood ehf., í gegnum dótturfélag sitt, á 60% eignarhlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík sem gert hefur út vertíðarbátinn Steinunni SH-167. Í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum kemur fram að fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafi rekið félagið í u.þ.b. hálfa öld.
Meira

Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Álftnesinga

Leikið var karlaflokki í VÍS bikarnum í gær og þá mættust lið Tindastóls og Álftaness, með Króksarann Pálma Þórsson í sínum röðum, í Síkinu. Stólarnir tóku strax völdin og voru yfir, 57-29 í hléi. Leikar voru jafnari í síðari hálfleik og fór svo að heimamenn unnu 30 stiga sigur, 100-70.
Meira

Tóti ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að barna- og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við Þórólf Sveinsson sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Styrkjum liðið í NV-kjördæmi!

Góðu vinir mínir í (fyrrum) Alþýðuflokknum í Norðvesturkjördæmi nú Samfylkingunni. Ég verð að játa mig sigraðan, af hálfu fyrrum félaga minna í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi eftir alla þá vinnu sem unnin var, af hálfu samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til fjölda ára er leit að samgöngum á landi, láði og legi, heima á Vestfjörðum.
Meira

Stólastúlkur úr leik í VÍS-bikarnum

Fyrsti leikur Tindastóls á nýju körfuboltatímabili var í kvöld en þá fóru Stólastúlkur suður í Garðabæ og spiluðu við lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum. Ekki fóru stelpurnar okkar ferð til fjár því heimastúlkur reyndust talsvert öflugri í kvöld og endaði leikurinn 68-43.
Meira