Skagafjörður

Javon Bess til liðs við Tindastól

Körfuknattleikisdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tímabil, 2021-2022. Javon er 25 ára gamall framherji (G/F), 198 sm á hæð en hann lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóla-deildinni sem er mjög sterk 1. deildar háskóladeild í NCAA. Javon Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn.
Meira

Hús Bryndísar varð fyrir aurskriðu - Spilar að sjálfsögðu leikinn í dag

Eins og flestum er kunnugt féll aurskriða í Varmahlíð á tvö hús á Laugavegi og tók hluta úr veginum á Norðurbrún með sér. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls, býr í öðru húsinu sem varð fyrir skriðunni en var sem betur fer ekki heima þegar skriðan féll. Tindastóll tekur á móti liði Selfoss í Pepsi Max deilda kvenna á Sauðárkróki í dag og sagði Bryndís í samtali við Feyki að hún ætli að sjálfsögðu að spila þann leik og hvetur alla til að mæta á völlinn.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum

Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Meira

Guðni hvetur stuðningsmenn Stólastúlkna til að fjölmenna á völlinn í kvöld

Það verður spilað í Pepsi Max deildinni á Sauðárkróksvelli í kvöld en lið Tindastóls og Selfoss mætast kl. 18:00 í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Selfoss þarf að sigra til að koma sér upp að hlið Vals og Breiðabliks í efstu sætum deildarinnar en lið Tindastóls, sem nú vermir botninn, gæti með sigri komist upp að stórum hópi liða sem berst fyrir sæti sínu í deildinni. Feykir heyrði hljóðið í Guðna Þór Einarssyni í þjálfarateymi Tindastóls í morgun.
Meira

Níu hús í Varmahlíð áfram rýmd

Eins og Feykir greindi fyrst frá í gær þá féll stór aurskriða úr hlíðinni fyrir ofan Laugaveg í Varmahlíð á milli tveggja húsa og á þau, Laugarveg 15 og 17, um fjögurleytið í gær. Ákveðið var á fundi almannavarnarnefndar í Skagafirði, sem fram fór í morgun, að þau hús sem voru rýmd í Varmahlíð í gær, hús númer 13-21 við Laugaveg og hús númer 5-11 við Norðurbrún, verði áfram rýmd þangað til að annað verður ákveðið.
Meira

Skíðalyfturnar virðast alveg hafa sloppið

Eins og Feykir greindi frá í morgun féll aurskriða á skíðasvæðinu í Tindastóli um miðnætti í gærkvöldi. Blaðamaður Feykis náði tali af Sigurði Bjarna Rafnssyni, formanni skíðadeildar Tindastóls, áður en hann og Viggó Jónsson lögðu af stað upp í brekkur skíðasvæðisins til að skoða aðstæður eftir aurskriðuna.
Meira

Áfram hlýtt næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri næstu daga þó hitastigunum sé nú talsvert misskipt milli landshluta eins og vanalega. Mestu hlýindin eru fyrir austan þar sem hitastigið hefur daðrað við 25 gráðurnar. Hér á Norðurlandi vestra fór hitinn yfir 20 gráðurnar í gær, og talsvert hærra á vinalegustu mælitækjunum, en talsverður vindur fylgdi í kaupbæti. Spáin gerir ráð fyrir í kringum 15 stiga hita í dag og fram að helgi en heldur skríða hitatölurnar niður um helgina og nær 10 gráðunum. Svo hitnar væntanlega aftur.
Meira

Rabb-a-babb 199: Maggi Jóns

Nafn: Magnús Jónsson. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er Skagfirðingur í báða ættleggi, ólst upp víða. Best var í sveitinni í Geitagerði hjá afa og ömmu. Hvað er í deiglunni: Að flytja með fjölskyldunni á Krókinn. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Rauða slaufan og hvítu jakkafötin, fermdist í Danaveldi og það er aðeins öðruvísi en á klakanum. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? John Daly, fara í asnalegar buxur, fá sér viskí og sígó og slá samt yfir 300 metra í upphafshöggi.
Meira

Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól

Í gærkvöldi sló rafmagnið út á Skagalínu og Reykjaströnd. Brynjar Þór Gunnarsson, starfsmaður RARIK, kom fyrstur á staðinn og sagði í samtali við Feyki að Þegar starfsmenn RARIK leituðu að rót vandans kom í ljós að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðinu í Tindastól og ábyggilega eyðilagt háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu. Í spennistöðinni sem liggur upp á Einhyrning er sendir Mílu og neyðarlínunnar, og verður hann keyrður á varafli þangað til jörðin þornar og eitthvað verður gert.
Meira

Aurskriða féll í Varmahlíð

Um fjögur leytið í dag féll stór aurskriða úr hlíðinni fyrir ofan Laugaveg í Varmahlíð á milli tveggja húsa og á þau, Laugaveg 15 og 17.
Meira