Skagafjörður

Taiwo Badmus til liðs við Tindastólsmenn

Í gær greindi Feykir frá því að Sigtryggur Arnar hefði skrifað undir árssamning við lið Tindastóls og í dag getum við sagt frá því að körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi sömuleiðis samið við Taiwo Badmus um að leika með liðinu næsta tímabil. Samkvæmt tilkynningu frá Stólunum er Taiwo 28 ára gamall, 200 sm á hæð og mikill íþróttamaður.
Meira

Bólusetningar í þessari viku hjá HSN á Sauðárkróki

HSN á Sauðárkróki er að bólusetja á miðvikudag seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra 29.apríl eða fyrr. Einnig verður seinni bólusetning hjá þeim sem fengu Pfizer 9.júní eða fyrr. Send hafa verið út boð á þá sem eiga að mæta. Einnig verður bólusett með Jansen þá sem eru 18 ára og eldri, þeir panta sér tíma í síma 432-4236, mikilvægt að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, panti sér tíma.
Meira

Margrét Rún valin í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót

Margrét Rún Stefánsdóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls kvenna, hefur verið valin í 20 manna lokahóp U16 landsliðsins fyrir Norðurlandamót sem fram fer dagana 4-13 júlí nk. í Kolding í Danmörku.
Meira

Strandgatan lokuð vegna Malbikunarframkvæmda

Í dag, þriðjudaginn 29. júní, verður Strandvegur á Sauðárkróki lokaður vegna malbikunarframkvæmda frá gatnamótum við Hegrabraut og að smábátahöfninni. Hjáleiðir eru um Hegrabraut og Aðalgötu (sjá mynd).
Meira

Víðismenn stálu stigi gegn lánlausum Stólum

Lið Tindastóls og Víðis í Garði mættust í 3. deildinni á Króknum í kvöld í leik sem átti að fara fram sl. föstudag en var frestað vegna hvassviðris. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í kvöld og var lengstum fjörugur. Heimamenn sýndu ágætan leik en voru hálfgerðir kettlingar upp við mark andstæðinganna en svo fór að lokum að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 2–2 og enn eitt svekkelsið fyrir lánlaust lið Tindastóls staðreynd.
Meira

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar til liðs við Tindastól

Lið Tindastóls heldur áfram að stykja sig fyrir körfuboltaveturinn næsta því nú rétt í þessu barst Feyki tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem sagt er frá því að samið hafi verið við Sigtrygg Arnar Björnsson fyrir örfáum mínútum um að spila heima í Skagafirði næsta tímabil. Það eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og ljóst að Stólarnir ætla sér aftur í toppbaráttuna því auk Arnars hefur Sigurður Þorsteinsson þegar samið við lið Tindastól.
Meira

Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Meira

Steinullarmótið heppnaðist með glæsibrag

Steinullarmótið í knattspyrnu, ætlað stúlkum í 6. flokki, fór fram á Sauðárkróki nú um helgina. Sunnanstormur setti strik í reikninginn á föstudag og varð til þess að mótið hófst nokkrum tímum síðar en til stóð svo keppendur ættu kost á að skila sér á Krókinn í skaplegu veðri. Boltinn fór að rúlla kl. 15:30 á laugardag í sjóðheitri og skaplegri sunnanátt, um kvöldið var vel heppnuð kvöldvaka í íþróttahúsinu og síðan fór fótboltinn aftur í gang snemma á sunnudagsmorgni.
Meira

Lokanir á Sauðárkróki vegna malbikunarframkvæmda

Í dag, mánudaginn 28. júní, verða lokanir í kringum malbikunarframkvæmdir á Strandvegi á Sauðárkróki. Munu lokanir vera frá gatnamótum Strandvegar og Borgargerðis að gatnamótum Strandvegar og Hegrabrautar. Verða hjáleiðir við Hólmagrund og við Borgargerði (sjá mynd). Á morgun eru einnig fyrirhugaðar frekari malbikunarframkvæmdir á Strandveginum en þá verður Strandvegur malbikaður frá Hegrabraut að smábátahöfninni.
Meira

Kaldavatnslaust í Víðihlíðinni á Sauðárkróki frameftir degi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að kaldavatnslaust verður i Víðihlíð á Sauðárkróki frameftir degi vegna viðgerðar.
Meira