Skagafjörður

Árskólakrakkar léku við erlenda leikmenn Tindastóls í frímínútunum

„Við erum með smá kynningu á körfuboltanum í Skagafirði og sýna erlendu leikmennina í meistaraflokkum karla og kvenna og reyna að fá smá tengingu milli krakka og leikmanna og vera góðar fyrirmyndir fyrir þessa krakka,“ segir Friðrik Hrafn Jóhannsson, en hann, Jan Bezica, þjálfari kvennaliðsins, ásamt erlendu körfuknattleikmönnunum mættu í frímínútur í Árskóla á Sauðárkróki í morgun til að lífga upp á íþróttastarfið, skapa smá skemmtun og hafa gaman.
Meira

Derringur í Miðgarði

Skapandi sviðslistavinnustofa fyrir krakka í 4.-10. bekk verður haldið í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð 13.-17. september og ber nafnið Derringur. Dansarar og tónlistarfólk munu leiða þátttakendur áfram í að skapa hreyfingu í gegnum leiki og skapandi myndir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Meira

Gæði landsins; #1: Hvað er fyrir hvern og hver er fyrir hvað?

Þjóðarbúskapur. - Ísland er fyrir alla Íslendinga Við Íslendingar stærum okkur af því að reka hér norrænt velferðarsamfélag. Til að slíkur búskapur gangi upp þurfum við að reka heildstæða stefnu, öllum landsmönnum til hagsbóta. Ríkið þarf að skapa aðstæður til framleiðslu og skammta aðgang að auðlindum til að landsframleiðslan sé næg fyrir alla landsmenn til að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er staðan þannig að allar aðstæður eru hinar bestu. Það er nóg til.
Meira

Það svíkur engan sódavatnið frá Akureyri!

Bók-haldið er einn af þeim þáttum sem prýða Feyki öðru hvoru. Fyrr í sumar bankaði Bók-haldið rafrænt upp á hjá sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni en eins og alþjóð veit er Gísli Reykvíkingur og einhver mesti Tinna-spekingur landsins. Ótrúlegt, en alveg dagsatt, þá var kappinn í sveit á unglingsárum sínum í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Þórukoti í Víðidal.
Meira

Stefanía á átta hesta

Ef það er eitthvert dýr sem Skagafjörður getur státað af þá er það hesturinn en um þessar slóðir má finna fjöldann allan af flottum ræktendum sem eru að gera góða hluti með íslenska hestinn bæði í keppnum og í ræktun og sölu erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss um að margir lesendur Feykis viti meira um hesta en ég ákvað ég að leita uppi nokkrar staðreyndir um hesta sem hugsanlega einhverjir hafa ekki hugmynd um að væri rétt.
Meira

Stólastúlkur sóttu geggjaðan sigur á Selfoss

Tap gegn liði Keflavíkur í síðasta heimaleik Stólastúlkna í botnbaráttu Pepsi Max deildarinnar var mikið kjaftshögg og ekki verðskuldað. Tapið þýddi að ekkert annað en sigur í síðustu tveimur leikjum liðsins gæfi liðinu séns á að halda sæti sínu í deild hinna bestu og ekki víst að það dugi þegar upp er staðið. Stólastúlkur kláruðu fyrri leikinn í dag með frábærum og sanngjörnum sigri á sterku liði Selfoss. Lokatölur 1-3.
Meira

Stólarnir í gjörgæslu á botni 3. deildar þrátt fyrir stig í Garðinum

Tindastóll heimsótti Víði á Nesfisk-völlinn í Garði í dag. Staða Tindastóls er því miður afar erfið í neðsta sæti 3. deildar og þrátt fyrir að eitt stig hafi bæst í stigasafnið í dag þá eru mestar líkur á því að það dugi skammt því lið Einherja á Vopnafirði virðist hafa náð vopnum sínum á ögurstundu og virðist líklegt til að skilja Stólana og ÍH eftir í botnsætum deildarinnar. Lokatölur í Garðinum voru 1-1.
Meira

Ostaplötu lasagne og sjónvarpskaka

Már Nikulás Ágústsson var matgæðingur vikunnar í tbl 11 í ár en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar með kærustunni sinni, Evu Rós Runólfsdóttur, og strákunum þeirra tveimur, Aroni Mána (5) og Mikael Mána (3). Már vinnur hjá Tengli og er einnig í helgarnámi í rafvirkjun við FNV. Eva Rós starfar á N1 sem vaktstjóri.
Meira

Ksenja Hribljan til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Eftir slitrótt tímabil á Covid-plöguðum körfuboltavetri þá hefst dripplið óvenju snemma þetta haustið en bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni nú eftir helgi. Bæði taka þau þátt í VÍS-bikarnum sem er þegar farinn í gang. Áður hefur Feykir greint frá því að hin bandaríska Maddie Cannon muni spila með kvennaliðinu og nú hefur Ksenja Hribljan frá Slóveníu bæst í hópinn.
Meira

Land tækifæranna – fyrir hverja?

Er Ísland land tækifæranna fyrir.. ....unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?
Meira