Skagafjörður

Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu

Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira

Starfsemi félagsins Á Sturlungaslóð lögð niður

„Félagsskapurinn stóð upp úr og allt það góða fólk sem lagði á sig mikla og óeigingjarna vinnu til að öll verkefni færu eins og stefnt var að, nytu sín sem best og næðu til þeirra sem höfðu áhuga á sögunni. Okkur finnst félagið hafa náð því markmiði að vekja athygli fólks hér í Skagafirði á þessum mikla menningararfi,“ segir Kristín Jónsdóttir ein af forsprökkum félagsins.
Meira

Áshús og fyrirhugaðar breytingar í Áskaffi - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Breytingar eru í uppsiglingu hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en Auður Herdís Sigurðardóttir, sem rekið hefur Áskaffi á safnssvæðinu í Glaumbæ um árabil, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum.
Meira

Ekki lengdur afgreiðslutími á Grand-inn þrátt fyrir afléttingar dagsins

Þrátt fyrir afléttingar ætlum við að halda opnunartíma frá klukkan 20 til 01 en ekki hafa opinn bar til þrjú, segir Sigríður Magnúsdóttir, vert á Grand inn bar á Sauðárkróki, en eins og greint hefur verið frá verður öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-19 aflétt um miðnættið.
Meira

Leik Tindastóls og Víðis Garði frestað vegna veðurs

Leik Tindastóls og Víðis Garði hefur verið frestað vegna hvassviðris en leikurinn átti að fara fram í dag klukkan 18:00. Leikurinn verður þess í stað spilaður mánudaginn 28. júní nk. klukkan 18:00.
Meira

Haraldur kemur undan feldi og þiggur annað sætið

„Ef einhver vill vita. Annars er verið að slá í dag.“ skrifar Haraldur Benediktsson á Facebook-síðu sína í dag og deilir frétt Skessuhorns um að hann ætli að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust. Eins og áður hefur komið fram laut Haraldur í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um efsta sæti listans og tók hann sér nokkra daga til að íhuga hvort hann sætti sig við sætaskiptin.
Meira

Allar Covid-19 samkomutakmarkanir falla úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að allar takmarkanir á samkomum innanlands falli úr gildi á miðnætti í kvöld. Í því felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.
Meira

Bundið slitlag á Reykjastrandarveg

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi til að styrkja og breikka 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi. Í framhaldinu er síðan fyrirhugað hugað að leggja bundið slitlag á veginn og þar með bæta umferðaröryggi. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar svf. Skagafjarðar 23. júní sl.
Meira

Hættuleg hola á Hólum

Hola, sem grafin var við göngustíg við Geitagerði á Hólum í Hjaltadal, hefur staðið opin frá því í fyrrahaust, íbúum og öðrum vegfarendum um svæðið til ama og torveldar gönguleiðina. Að sögn eins vegfaranda, sem hafði samband við Feyki, er slysahætta af holunni sem ómögulegt er að sjá hvaða hlutverki gegnir þarna.
Meira

Dagur Þór Baldvinsson nýr formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Ný stjórn var kosin á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem fram fór sl. miðvikudagskvöld og segir í færslu deildarinnar á Facebook-síðu hennar að ljóst var fyrir fundinn að mikil endurnýjun yrði í stjórn að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar úr fyrri stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu.
Meira