Skagafjörður

Maður lifir og lærir og allt fer í reynslubankann!

Nú styttist óðfluga í að Íslandsmótunum í knattspyrnu ljúki. Lið Tindastóls, sem hefur í sumar spilað í efstu deild í fyrsta sinn, á eftir að spila tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna og eru í þeirri stöðu að þær verða að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fyrri leikur liðsins er á Selfossi nú á laugardaginn en síðasti leikurinn er sunnudaginn 12. september þegar Stjörnustúlkur mæta á Krókinn. Af þessu tilefni sendi Feykir nokkrar spurningar á Bryndísi Rut Haraldsdóttir, fyrirliða Stólastúlkna, og spurði hana m.a. út í leikinn gegn Keflavík fyrr í vikunni og sumarið í efstu deild.
Meira

Framtíð íslensks landbúnaðar

Nú þegar hyllir undir að þjóðin sé að komast út úr kófinu eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar er tímabært að fara huga að stóru málunum. Stóru málunum sem núverandi ríkisstjórn gleymdi meðan faraldurinn stóð sem hæst.
Meira

Vel heppnaðir nýnemadagar á Hólum

Í frétt á vef Háskólans á Hólum er sagt frá því að tekið var á móti nýjum nemendum frá öllum deildum á nýnemadögum, sem voru dagana 30. ágúst til 1. september. Farið var yfir verklag í háskólanámi og gefið yfirlit um störf og samfélag skólans.
Meira

1238 tilnefnd til Heritage in Motion verðlaunanna

Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland sem fjallar um Sturlungaöldina og opnuð var á Sauðárkróki sumarið 2019 hefur verið tilnefnd til verðlaunanna Heritage in Motion. Árlega eru framleiðendur kvikmynda, leikja, upplifana, smáforrita og heimasíðna sem byggja á menningararfleifð Evrópu verðlaunuð en markmiðið er að vekja athygli á bestu verkefnunum sem unnin eru í stafrænni miðlun evrópsks menningararfs.
Meira

Bragi og Einar voru pínu stressaðir fyrir fyrsta leikinn

Þann 22. ágúst síðastliðinn var knattspyrnuleikur á Sauðárkróksvelli. Þá mættu Tindastólsmenn liði Ægis úr Þorlákshöfn og því miður voru úrslitin ekki á þann veg sem heimamenn óskuðu. Þetta reyndist síðasti leikur Stólanna undir stjórn Hauks Skúlasonar þjálfara en þessi síðasti leikur hans verður örugglega lengi minnisstæður tveimur bráðefnilegum pjökkum sem voru valdir í byrjunarlið í meistaraflokki í fyrsta sinn. Þetta voru þeir Bragi Skúlason og Einar Ísfjörð Sigurpálsson en þeir eru báðir fæddir árið 2005 og því 16 ára á árinu. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir strákana.
Meira

Auður Ingólfsdóttir ráðin verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar MN með starfstöð á Sauðárkróki

Í sumar auglýsti Markaðsstofa Norðurlands eftir umsóknum í starf verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar, með starfsstöð á Norðurlandi vestra. Auður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starfið og kemur inn í teymi MN í lok september, en hún mun starfa á Sauðárkróki. Á vef Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að starfið feli í sér náið samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og uppbyggingu áfangastaðarins.
Meira

Hólmar Daði og Jónas Aron komnir í 100 leiki

Það eru ekki bara Stólastúlkur sem hafa verið að bætast í 100 leikja klúbbinn hjá Tindastóli. Í síðustu viku spiluðu Hólmar Daði Skúlason og Jónas Aron Ólafsson hundruðustu leiki sína í Tindastólsgallanum þegar Ægir úr Þorlákshöfn kom í heimsókn á Krókinn. Þeir fengu báðir blómvönd að leik loknum sem hefur vonandi slegið örlítið á svekkelsið eftir tap.
Meira

Öruggt húsnæði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum.
Meira

Bjart útlit fyrir góða kornuppskeru í haust

Kornskurður hófst í Skagafirði sl. mánudag þegar níu hektarar voru þresktir fyrir bændur á Minni-Ökrum. Að sögn Sævars Einarssonar, stjórnarformanns Þreskis, er útlitið bjart fyrir góða kornuppskeru í haust. „Þetta lítur rosalega vel út, orðið ótrúlega vel þroskað miðað við tímann og virðist vera feikna uppskera. Það eru þessir heitu dagar í júlí og ágúst sem hafa skilað þessu en ef það hefði verið normal vor í maí og júní þá væri þetta komið ennþá lengra. Maður var frekar svartsýnn í maí að það yrði varla nema meðaluppskera.“ Sævar segir að kornskurðurinn nú sé með fyrra fallinu og óvenju mikið af ökrum sem eru að verða tilbúnir til þreskingar.
Meira

Stefnt á að sýna Ronju ræningjadóttur í haust

Leikfélag Sauðárkróks stefnir á að setja upp leikritið um Ronju ræningjadóttur í haust en fyrsti fundur vegna verkefnisins verður haldinn í Leikborg á morgun fimmtudag. Í tilkynningu frá félaginu segir að óskað sé eftir fólki til að leika og starfa við sýninguna því ýmis verkefni þarf að manna og leysa. Leikstjóri verður Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira