Skagafjörður

Rýkur upp með suðvestan stormi eða roki

Búist er við vaxandi hvassviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld og nótt og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna þess fyrir morgundaginn og fram á laugardagsmorgun. Í athugasemd veðurfræðings segir að ekkert ferðaveður verði fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig geti verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.
Meira

Slóvensk landsliðskona til Tindastóls?

Kvennaliði Tindastóls gæti bæst liðsauki í baráttunni í Pepsí Max deildinni í sumar en von er á 25 ára gamalli slóvenskri landsliðskonu, Tina Marolt, næsta mánudag. Að sögn Óskars Smára mun hún æfa með liðinu mánudag og þriðjudag.
Meira

Byggðastofnun tekur við eftirliti með póstþjónustu

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Meira

Ný vinnsluhola boruð við Reykjarhól

Sveitarfélagið Skagafjörður og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf undirrituðu nú nýverið undir samning um borun eftir heitu vatni í Varmahlíð. Fyrirhugað er að bora nýja vinnsluholu við Reykjahól fyrir heitu vatni á allt að 700 metra dýpi. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið borun og gengur verkið samkvæmt áætlun. Áætlaður kostnaður hljóðar upp á 50 milljónir króna og er gert ráð fyrir verklokum í lok ágúst samkvæmt samningi.
Meira

Gengið í Trölla

Ferðafélag Skagfirðinga verður með fyrstu göngu sumarsins á morgun, fimmtudaginn 24. júní. Mæting er við Arion banka kl. 17:00, þar sem sameinast verður í bíla. Gengið verður í Trölla og þar mun ferðafélagið bjóða upp á grillaðar pylsur. Gestir koma með sinn eigin drykk.
Meira

Hofsós Heim um helgina

Hátíðin hefst með útsýnisgöngu upp á Rauðhólshnjúk á föstudeginum klukkan 17:30 og það kvöld verður innig varðeldur og brekkusöngur í kvosinni með Brynjari Elefsen og Valgerði Erlings. Síðan verður pöbbastemning á Retro Mathúsi sem er nýr staður í bláa húsinu í kvosinni sem eitt sinn hýsti Veitingastofuna Sólvík. Í Höfðaborg verður Barsvar frá 23-24 sama kvöld.
Meira

Ísak og Sveinbjörn á Evrópubikar landsliða

Evrópubikar landsliða fór fram í Búlgaríu um liðna helgi. Ísland keppti þar í annarri deildinni og endaði í 9. sæti þar og halda sér þar með uppi í þeirri deildi. Þrjú lið mættu ekki til leiks og falla því niður um deild. Skagfirðingarnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson kepptu meðal annars fyrir hönd Íslands en þetta var í fyrsta skipti sem Sveinbjörn keppir undir merkjum Íslands.
Meira

Tindstælingar í æfingabúðir yngri landsliða KKÍ

Um helgina mun U16 ára lið drengja í körfubolta hefja æfingar en hópurinn æfði síðast saman í mars. Framundan er NM U16 liða á dagskránni í byrjun ágúst. Tvíburabræðurnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir úr Tindastól eru í upphafshópnum sem þeir Ágúst S. Björgvinsson, þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar, Karl Ágúst Hannibalsson og Chris Caird, völdu.
Meira

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni, þróun og rannsóknir eftir Covid – Málstofa

Á morgun, miðvikudaginn 23. júní, verður haldin málstofa að Hólum í Hjaltadal um ferðaþjónustu á landsbyggðinni í kjölfar Covid-19 og mikilvægi rannsókna í uppbyggingu greinarinnar. Málstofan er skipulögð af Ferðamálastofu og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og fer fram í stofu 202 (Hátíðarsal).
Meira

Samstaða og öflug viðspyrna á árinu 2020

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 var samþykktur í sveitarstjórn 19. maí sl. Árið var sem kunnugt er um margt sérstakt vegna mikilla áhrifa Covid-19 veirunnar á starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarmenn sýndu að hagsmunir skagfirsks samfélags ganga ávallt framar meiningarmun um einstök pólitísk álitaefni og stóðu þétt saman um öfluga viðspyrnu til að draga úr þeim áhrifum sem afleiðingar Covid-19 hafa haft á skagfirskt samfélag.
Meira