Bjart útlit fyrir góða kornuppskeru í haust
feykir.is
Skagafjörður
01.09.2021
kl. 13.39
Kornskurður hófst í Skagafirði sl. mánudag þegar níu hektarar voru þresktir fyrir bændur á Minni-Ökrum. Að sögn Sævars Einarssonar, stjórnarformanns Þreskis, er útlitið bjart fyrir góða kornuppskeru í haust. „Þetta lítur rosalega vel út, orðið ótrúlega vel þroskað miðað við tímann og virðist vera feikna uppskera. Það eru þessir heitu dagar í júlí og ágúst sem hafa skilað þessu en ef það hefði verið normal vor í maí og júní þá væri þetta komið ennþá lengra. Maður var frekar svartsýnn í maí að það yrði varla nema meðaluppskera.“ Sævar segir að kornskurðurinn nú sé með fyrra fallinu og óvenju mikið af ökrum sem eru að verða tilbúnir til þreskingar.
Meira
