Skagafjörður

Umhverfisátak Fisk Seafood og Smára

Fisk Seafood hefur ákveðið að styrkja iðkendur Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára með því að bjóða þeim merkta fótboltakeppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostnaðarlausu. Í staðinn vill Fisk Seafood fá iðkendur Smára með sér í umhverfisátak dagana 22. og 23. júní nk. þar sem lögð verður áhersla á að fegra nærumhverfið með því að tína rusl.
Meira

Stend með Strandveiðum!

Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðil fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir!
Meira

Lækkun hámarkshraða á Sauðárkróksbraut úr 90 km/klst. í 70 km/klst.

Til stendur að lækka hámarkshraða á Sauðárkróksbraut 75-03,04 og 05, (frá brúnni við styttu Jóns Ósmanns að vegamótum Sauðárkróksbrautar og Þverárfjallsvegar) úr 90 km/klst. í 70 km/klst.
Meira

Nú er hægt að panta tíma í bólusetningu

Bólusetningar næstu viku hjá HSN á Sauðárkróki, verða miðvikudaginn 23. júní í Fjölbrautaskólanum, en samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni munu þeir sem koma í seinni bólusetning fá boð um það. Þá er bæði verið að ræða þá sem eiga að koma í seinni Pfizer, það eru þeir sem voru bólusettir 2. júní og fyrr, og einnig þeir sem eiga að koma í seinni Astra, það eru þeir sem voru bólusettir 9. apríl og fyrr. Þeir sem ekki hafa fengið fyrri bólusetningu geta nú pantað sjálfir með því að hringja í síma 432 4236 og pantað sér tíma í bólusetningu.
Meira

Gátt fyrir rafræna reikninga opnuð á heimasíðu Svf. Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður opnaði nýverið gátt fyrir rafræna reikninga á heimasíðu sinni og segir þar að um sé að ræða aðgerðir til að reyna að koma öllum reikningum, sem berast til sveitarfélagsins í rafrænt form.
Meira

Ouse með nýtt lag

Nýtt lag, Anxiety, er komið út með tónlistarmanninum Ouse, Ásgeiri Braga Ægissyni á Sauðárkróki. Skemmtilegt myndband með laginu má finna á YouTube en það er gert af Toon53 Productions og gefur fjöldi hlustenda laginu og myndbandinu góða einkunn í athugasemdakerfinu.
Meira

Svekkjandi jafntefli á Sauðárkróki

Strákarnir í Tindastóli tóku á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag. Stólarnir hafa verið í smá basli það sem af er sumri en fyrir leikinn sátu þeir í tíunda sæti þriðju deildarinnar með fjögur stig og Sindri í því áttunda með átta stig. Leikurinn fór 3:3 en bæði lið skoruðu sitthvort markið í uppbótartíma. 
Meira

Tap í Keflavík

Tindastólsstelpur voru í dauðafæri á að koma sér úr fallsæti í gær þegar að þær sóttu Keflvíkinga heim í Pepsi Max deild kvenna. Tindastóll var með fjögur stig á botni deildarinnar og Keflavík fyrir ofan þær í því  sjöunda með sex stig fyrir leikinn. Leikurinn tapaðist hinsvegar 1:0 og sitja Stólastelpur því áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigraði í prófkjöri Norðvesturskjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði með 1.347 atkvæði þegar öll atkvæði höfðu verið talin. Alls greiddu 2.289 atkvæði.
Meira

Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns

Alþingi samþykkti um síðustu helgi stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns.
Meira