Skagafjörður

Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður VG

Katrín Jakobsdóttir, var endurkjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á rafrænum landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór um helgina. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var jafnframt endurkjörinn varamaður og Rúnar Gíslason endurkjörinn gjaldkeri. Engin mótframboð bárust í þessi embætti. Í skeyti frá flokknum til fjölmiðla segir að öllu meiri spenna hafi verið í kosningum til ritara en tvær buðu sig fram. Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Sóley Björk var kjörin.
Meira

Enn gengur hvorki né rekur hjá Stólunum

Lið Tindastóls er í slæmum málum í 3. deildinni en fyrr í dag spiluðu strákarnir gegn liði Sindra á Höfn. Líkt og í síðustu leikjum voru stigin þrjú mikilvæg báðum liðum en Stólarnir þurfa stigin nauðsynlega til að bjarga sér frá falli en Hornfirðingarnir eru að berjast um að næla sér í sæti í 2. deild að ári. Þrátt fyrir ágætan leik þá tókst Tindastólsmönnum ekki að næla í stigin. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn og staðan orðin verulega vond.
Meira

Samþykktir félagsfundar í Drangey- smábátafélagi Skagafjarðar haldinn 27. ágúst 2021

Drangey - smábátafélag Skagafjarðar skorar enn einu sinni á sjávarútvegsráðherra að endur-skoða heimildir til veiða með dragnót upp í fjörur víða um land. Lýsir Drangey fullum stuðningi við kröfur smábátafélagsins Kletts um tafarlausa lokun Skjálfandaflóa fyrir slíkum togveiðum. Þá krefst Drangey þess með vísan til fyrri samþykkta félagsins og sveitarstjórnar Skagafjarðar að dragnótaveiðar á Skagafirði verði takmarkaðar í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna á firðinum, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót.
Meira

Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi - Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju

Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Sundbraut styttir mikið tímann sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni.
Meira

Bókin um heiðursborgarann Eyþór Stefánsson komin út

Í dag fór fram útgáfuhátíð á KK Restaurant á Sauðárkróki í tilefni af útkomu bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld – Ævisaga sem Sölvi Sveinsson ritaði. Eins og áður hefur komið fram hér á Feyki þá kemur bókin út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks á sjötugasta aldursári sínu.
Meira

"Við erum öll Skagfirðingar"

Í gær, fimmtudaginn 26. ágúst, voru haldnir tveir íbúafundir um sameiningarviðræður milli Sveitarfélagsins Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrri fundurinn fór fram í Menningarhúsinu Miðgarði og var ætlaður fyrir íbúa Svf. Skagafjarðar, og sá seinni fór fram í Héðinsminni ætlaður fyrir íbúa Akrahrepps.
Meira

Leynileg hjólabraut í Skógarhlíðinni

Fyrir skömmu varð vart við óvænta stígagerð í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkrók en þar höfðu ungir og framtakssamir drengir græjað sér hjólabraut fyrir fjallahjólabrun. Nýttu þeir tilfallandi efni, sprek, greinar og jarðveg í nágrenninu og drógu timbur að, sem virðist vera pallaefni, í smíðina.
Meira

Enn gilda 200 manna fjöldatakmarkanir og eins metra nálægðartakmörk

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýjar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti en fjöldatakmarkanir miðast enn við 200 manns og reglur um eins metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.
Meira

Fjórir framboðslistar Frjálslynda lýðræðisflokksins birtir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem fengið hefur listabókstafinn O fyrir alþingiskosningarnar 25. september nk. hefur birt fjóra framboðslista; í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboðslistarnir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi verða birtir í næstu viku.
Meira

Haukur Skúlason hættur

Haukur Skúlason er hættur sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla í fótbolta en greint var frá því í dag í hlaðvarpinu Ástríðan sem fjallar um neðri deildir Íslandsmóts karla. Atli Jónasson mun taka við Hauki út tímabilið en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira