Skagafjörður

Haukur Skúlason hættur

Haukur Skúlason er hættur sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla í fótbolta en greint var frá því í dag í hlaðvarpinu Ástríðan sem fjallar um neðri deildir Íslandsmóts karla. Atli Jónasson mun taka við Hauki út tímabilið en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2021

Nú þegar liðið er á seinni part sumars styttist óðum í haustið með tilheyrandi fjár- og stóðréttum. Bændablaðið hefur tekið saman dag- og tímasetningar á réttum landsins og hér að neðan má sjá yfirlit yfir réttir á Norðurlandi vestra.
Meira

Valur númeri stærri en Stólar

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gær er þær lögðu Tindastól á heimavelli sínum á Hlíðarenda með sannfærandi hætti og miklu markaregni. Áður en yfir lauk höfðu Valsarar sent boltann sex sinnum í mark Stóla sem náðu þó að svara fyrir sig með einu marki úr víti í lokin.
Meira

Laugavegur í Varmahlíð

Þann 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni þar sem hann skrifaði um að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd.
Meira

Helgi Hrafn í framkvæmdastjórn Pírata

Á aðalfundi Pírata sem fram fór um helgina var kosið í fjórar nefndir á vegum flokksins: framkvæmdastjórn, stefnu- og málefnanefnd, úrskurðanefnd og fjármálaráð. Niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:
Meira

Tindastóll íslandsmeistari í 4. flokk kvenna í átta manna bolta

Stelpurnar í fjórða flokki Tindastóls kórónuðu glæsilegt tímabil þegar þær voru krýndar Íslandsmeistarar í 4. flokk kvenna í átta manna bolta eftir að þær unnu Þór á mánudaginn sl. með 2-5 sigri í leik sem fram fór á Akureyri.
Meira

Íbúafundir um sameiningarviðræður í Skagafirði í dag

Íbúafundir um sameiningar viðræður sveitarfélaganna í Skagafirði verða haldnir í dag (fimmtudaginn 26. ágúst) í Miðgarði klukkan 16:30 og Héðinsminni klukkan 20:00.
Meira

Heitavatnslaust í Hlíðar- og Túnahverfi á morgun

Skagafjarðarveitur vilja vara íbúa í Hlíðarhverfis og Túnahverfis á við því að á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst, verður lokað fyrir rennsli á heitu vatni á meðan gert er við bilun í dreifikerfi hitaveitunnar.
Meira

Kosningastefna Samfylkingarinnar kynnt

Samfylkingin kynnti í dag, þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga, kosningastefnu sína fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Þar má finna þær megináherslur sem flokkurinn setur á oddinn við stjórnarmyndun og í störfum sínum á Alþingi næstu fjögur árin. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir.
Meira

Rabb-a-babb 201: Gunnar Birgis

Nafn: Gunnar Birgisson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Þorgerður Sævarsdóttir og Birgir Gunnarsson eru foreldrar mínir, alinn upp í Hólatúninu á Sauðárkróki. Þvílík gata! Starf / nám: Starfa sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og knattspyrnuþjálfari hjá Breiðabliki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það breyttist nokkurn veginn dag frá degi. En gjarnan þegar ég og Sævar bróðir vorum að keppa í hinum ýmsu greinum í Hólatúninu átti ég það til að lýsa þar til ég hætti eða varð of tapsár, þannig ætli það hafi ekki legið beinast við að ég kæmi til með að starfa við íþróttaumfjöllun einn daginn.
Meira