Skagafjörður

Stólastúlkur lágu í Árbænum

Fylkir sigraði leikinn 2:1 en Tindastóll skoraði eina mark sitt í lok leiks og hleypti smá spennu í leikinn, en allt kom fyrir ekki. Tindastóll vermir botnsæti deildarinnar með 4 stig og Fylkir er einu sæti fyrir ofan þær með 5 stig.
Meira

Ráðherra lætur vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti og var sú ákvörðun kynnt á aðalfundi Orkuklasans nýverið, en nýting vetnis og rafeldsneytis var aðalefni fundarins.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna hestaíþróttum árið 2021 fer fram dagana 30. júní - 4. júlí á Hólum í Hjaltadal. Mótið í ár verður með öðru sniði en undanfarin ár, en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Svo um er að ræða mót einungis þeirra bestu.
Meira

Víðsýni er öllum til happs

Þegar ég var yngri maður en ég er í dag fór ég snemma að hafa áhuga á þjóðmálum, þeim málum sem eru í gangi í þjóðfélaginu og í mínu heimahéraði. Ég myndaði mér skoðanir á ákveðnum hlutum, varði þær síðan og studdi eins og íþróttalið. Ef einhver hafði út á þær skoðanir að setja hafði hann einfaldlega bara rangt fyrir sér og ég rétt. Síðan fór ég í framhaldsskóla, kynntist nýju fólki, prófaði nýja hluti og öðlaðist víðari sýn á hlutina.
Meira

Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur vegna bensínleka á Hofsósi

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 19. maí sl. lýsti byggðarráð furðu sinni með að Umhverfisstofnun hafi ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins sem sent var þann 17. mars sl., þrátt fyrir loforð þar um. Í erindinu var Umhverfisstofnun krafin um upplýsingar vegna magns og upphafs mengunar á bensínleka sem varð á Hofsósi útfrá bensínstöð N1 þar í bæ, en fjölskylda á Hofsósi neyddist til að yfirgefa húsnæði sitt í Desember 2019 sökum bensínlyktar í húsnæðinu. Svar frá Umhverfisstofnun barst síðan þann 19. maí sl.
Meira

Sumarið í sveitinni - Frábær bók í ferðalagið

Búast má við því að margir verði á faraldsfæti í sumar og þeysi um sveitir landsins. Þau Guðjón Ragnar Jónasson, sem starfar sem forstöðumaður við Háskólann og Bifröst, og Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, ákváðu þegar vart sást út úr Kófinu að skrifa barnabókina Sumarið í sveitinni.
Meira

Lína íþróttakennari í Varmahlíðarskóla í Taktíkinni á N4

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir eða Lína eins og hún er yfirleitt kölluð, verður gestur Rakelar Hinriksdóttur í Taktíkinni á N4 mánudagskvöldið 14. júní næstkomandi. Lína hefur starfað sem íþróttakennari við Varmahlíðarskóla til fjölda ára með góðum árangri en meðal annars hefur Varmahlíðarskóli komist sjö sinnum í úrslit Skólahreysti á undanförnum níu árum undir handleiðslu hennar.
Meira

Haraldur Benediktsson – endurnýjað traust

Leiðinlegasti þátturinn í stjórnmálastarfi að mínu mati er keppni milli samherja og vina um sæti á framboðslista og þá sérstaklega prófkjör. Jafn nauðsynleg og sjálfsögð og þau geta verið draga þau oft fram neikvæðustu hliðar stjórnmálanna.
Meira

Tveir fluttir til Reykjavíkur eftir harðan árekstur í Skagafirði

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Siglufjarðavegi, við Læk, milli Kýrholts og Ennis í Viðvíkursveit, í dag. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru ökumenn einir í bifreiðunum og báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Meira

Skólabílinn úr malardrullunni

Um 1.800 börn og ungmenni víða um landið sækja grunnskóla í sínu sveitarfélagi með skólaakstri, hvern skóladag, allt skólaárið. Vegalengdirnar eru mismunandi og vegirnir misgóðir. Á sumum leiðum er fyrir fjölda barna um tugi kílómetra að fara hvora leið og víða skrölt á holóttum malarvegum yfir rysjótta vetrarmánuði.
Meira