Skagafjörður

Sundlaugin í Varmahlíð lokar í nokkra daga vegna viðhalds

Sundlaugin í Varmahlíð er lokuð frá og með deginum í dag (7. júní) og næstu daga vegna viðhalds. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir næstu helgi.
Meira

Fisk Seafood gefur ungum körfuboltaiðkenndum peysur

Mánudaginn 31. maí fór fram uppskeruhátíð körfuboltaiðkennda Tindastóls í fyrsta til sjötta Bekk og föstudaginn 4. júní fór fram uppskeruhátíð iðkennda í sjöunda til tíunda bekk. Veittar voru þátttökuviðurkenningar ásamt því að Fisk Seafood gaf öllum iðkendum peysur merktar Tindstól frá Jako.
Meira

Sumaropnunartímar sundlauga á Norðurlandi vestra

Nú þegar sumarið er komið í fullt swing er gott að kynna sér opnunartíma sundlauganna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra eru glæsilegar sundlaugar sem enginn verður svikin af að heimsækja. 
Meira

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í 4. sæti.
Meira

Hestamennskan meðal íþrótta landsmanna

Fyrir áratugum síðan komst þulur á hestasýningu svo að orði, að hestamennskan væri elsta og þjóðlegasta íþróttin; ríðandi hefði Skarphéðinn komið að Markarfljóti þá er hann vann langstökksafrekið. Þetta vakti hrifningu og kátínu þeirra er á hlýddu en strax tóku stöku menn að ræða um íslenska glímu í sambandi við þjóðlegheit og aldur íþrótta. Kjarni málsins er hins vegar sá að hestamennskan sé íþrótt, það heyrðist fyrst fyrir löngu síðan en hefur stöðugt fest í sessi og er sá skilningur nú orðinn almennur.
Meira

5-0 tap gegn sterkum Völsurum

Tindastóll tók á móti vel skipuðu Valsliði í Pepsí Max deild kvenna á Sauðárkróki í gær og mættust liðin sem spáð er annars vega efsta sætinu og því neðsta samkvæmt Fótbolti.net. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið jafn þar sem Valur réði ferðinni allan tímann en heimastúlkur vörðust vel og áttu nokkrar góðar sóknir og tækifæri til að skora.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Getulausir Stólar á Dalvík

Strákarnir í Tindastól skelltu sér yfir á Dalvík í gær þar sem heimamenn í Dalvík/Reyni tóku á móti þeim í fimmtu umferð þriðju deildarinnar. Dallasmenn skoruðu þrjú mörk í leiknum en Stólastrákar núll. Tindastóll er á botni þriðju deildarinnar með eitt stig en Dalvík í því fjórða með átta stig.
Meira

N4 sýnir Á frívaktinni á sjómannadaginn

Síðustu sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni verða nú um helgina og sú allra síðasta nk. sunnudag. Aðsókn hefur verið mjög góð og uppselt á flestar sýningar og er svo einnig á þessar síðustu. Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns LS, er alltaf slæmt að hætta fyrir fullu húsi en ekki er mögulegt að halda áfram vegna ýmissa ástæðna.
Meira

Ræktum Ísland - Hringferð um landið hefst í kvöld

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Á morgun fer fram fundur á Ísafirði en alls er boðað til tíu opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Einn fundur verður haldinn á Norðurlandi vestra og mun fara fram á Blönduósi þann 8. júní.
Meira