Skagafjörður

Sveitarfélögin í Skagafirði kanna kosti og galla sameiningar

Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar 2. júní síðastliðinn var möguleg sameining Sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps rædd. Undir þeim lið sátu, auk Byggðarráðs, fulltrúar Akrahrepps. Samþykkt var að fela Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps að leita eftir tilboðum í ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna.
Meira

Jaka Brodnik kveður Krókinn

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá því í gær  að búið væri að semja við Jaka Brodnik um að leika með liði Keflavíkur næstu tvö tímabil. Jaka hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin tvö ár við góðan orðstír en hann kom til liðsins frá Þór Þorlákshöfn  samhliða Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stólanna fyrir tímabilið 2019-2020 en þeir höfðu starfað saman hjá Þór Þorlákshöfn tímabilið á undan og slógu lið Tindastóls grátlega úr leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos deildarinnar 2019.
Meira

Hvernig viljum við sjá framtíð landbúnaðar?

Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi.
Meira

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar í Netnótunni á N4

N4 mun sýna frá Netnótunni á næstu dögum og vikum, nýjum tónlistarþáttum sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Fyrsti þáttur fer í loftið þann 13. júní en Í fyrsta þætti lætur m.a. Tónadans í Skagafirð ljós sitt skína sem og tónlistarskóli Skagafjarðar. Í þáttunum eru myndböndunum sem hver þátttökuskóli útbjó heima í héraði púslað saman og sér leikarinn Vilhjálmur Bragason um að kynna atriðin.
Meira

UMSS óskar eftir upplýsingum um félagsstörf, tómstundir og íþróttir í Skagafirði

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er að vinna að nýju verkefni sem á að auðvelda íbúum Skagafjarðar að kynna sér hvaða félagsstörf, tómstundir og íþróttir eru í boði í Skagafirði fyrir allan aldur. UMSS vill auðvelda íbúum að finna þessar upplýsingar á einum stað, og fyrirhugað er að upplýsingarnar verði birtar á vefnum og/eða prentaðri útgáfu haustið 2021.
Meira

Jan Bezica nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta og yfirþjálfari yngri flokka

Nú á dögunum undirrituðu þeir Jan Bezica og Sævar Már Þorbergsson, formaður Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls undir samning þar sem að Jan tekur við af Baldri Þór sem yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Tindastóls næsta árið. Einnig skrifaði Jan undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeildar Tindastóls en hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna næsta tímabil. 
Meira

Hver er maðurinn?

Eitt sinn fór Rúnar Már Sigurjónsson í hver er maðurinn með Konna (Konráð Þorleifsson) frænda sínum í einni rútuferðinni þegar að Rúnar spilaði með Tindastóli og það gekk svolítið erfiðlega að finna út úr því hver maðurinn var. Hugi Halldórsson, Króksari, greindi frá þessari sögu í hlaðvarpsþætti sínum Fantasy Gandalf í janúar 2020 en þá fékk hann Rúnar Má í spjall.
Meira

Það er líf í landinu

Svo að landsbyggðin vaxi og dafni er mikilvægt að til staðar sé öflug byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið sem finna má í byggða- fjarskipta og samgönguáætlunum. Hægt er að fylgjast með framgangi þessara áætlana á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir.is og er gagnvirkur upplýsingarvefur þar sem hægt verður að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
Meira

Góður hestakostur á félagsmóti Skagfirðings

Félagsmót Skagfirðings og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á mótinu sáust flott tilþrif og ljóst er að Hestamannafélagið Skagfirðingur verður vel mannaður og hestaður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 7. – 11. júlí næstkomandi.
Meira

Vígsla áhorfendastúku á Sauðárkróksvelli

Formleg vígsla áhorfendastúku við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki fór fram í blíðskaparveðri sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Björn Jónasson, skipstjóri, fékk þann heiður að flytja viðstöddum ræðu og klippa á borðann eftir að hafa afhent hana, fyrir hönd FISK Seafood, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, Sigfúsi Inga Sigfússyni, að gjöf.
Meira