Skagafjörður

RML gefur út fræðsluefni fyrir holdgripabændur

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur gefið út fræðsluefnisbækling fyrir holdagripabændur, en undanfarið hafa starfsmenn RML unnið að gerð hans. Í bæklingunum er snert á flötum eins og beitarskipulagi, nautum og kvígum til ásetnings, áhrifum holdafars á frjósemi, fráfærur, uppeldi og margt fleira.
Meira

36 bátar á strandveiðum í síðustu viku á Norðurlandi vestra

Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 24 strandveiðibátar sem lönduðu tæpum 39 tonnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var eini báturinn sem var á línuveiðum, Óli á Stað GK 99, og landaði 5.099 kg. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi og voru þeir báðir á strandveiðunum með alls 2.533 kg. Á Hvammstanga lönduðu einnig tveir bátar en annar þeirra var á grásleppuveiðum með 2.501 kg og hinn á dragnótarveiðum með alls 2.568 kg. Alls var landað 558.913 kg á Norðurlandi vestra.
Meira

Siggi Kúskur - Búið að vera rosalega þurrt vor

Nú þegar sólin hækkar og barómetið stígur upp fer jarðvinnsla í sveitum að líða undir lok. Blaðamaður Feykis forvitnaðist um það hvernig jarðvinnslan í vor hefur gengið hingað til og hafði samband við Sigurð Inga Einarsson, eða Sigga Kúsk eins og hann er jafnan kallaður.
Meira

„Sennilega mesti hlutfallslegi vöxtur golfklúbbs á Íslandi“

„Þátttaka á nýliðanámskeiði GSS í fyrra sló öll met, en metið var slegið aftur núna,“ segir Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar. Kennt er í þremur hollum á mánudögum og fimmtudögum og segir Kristján að yfir 40 nýliðar hafi bæst í hóp golfáhugamanna klúbbsins.
Meira

Reynt verður að reisa nýja áhorfendastúku fyrir leik helgarinnar

Loksins hyllir undir það að áhorfendastúka verði reist við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki þar sem hún var afgreidd úr tolli fyrr í dag. Nokkuð er síðan undirbúningsvinnu við jarðveg og undirstöður lauk en töf varð á afhendingu vegna framleiðslugalla sem kom í ljós áður en hún var send til Íslands.
Meira

Skráning er hafin í SUMAR – TÍM 2021

Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna fótbolta, körfubolta, golf, siglingar, kofabyggð, hjólreiðar og föndur. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM.
Meira

Formannsskipti hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Sunna Björk Atladóttir hefur tekið við sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls eftir að Sigurður Halldórsson baðst lausnar á fundi deildarinnar í gær. Sigurður mun samt sem áður verða viðloðandi fótboltann áfram þar sem hann mun færa sig yfir í meistararáð karla.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra

Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021.

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.
Meira