Skagafjörður

Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki.
Meira

Rabb-a-babb 200: Guðbjörg Óskars

Nafn: Guðbjörg Óskarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Faðir minn hét Óskar Stefán Óskarsson og var slökkviðliðsstjóri á Sauðárkróki, móðir mín heitir Olga Alexandersdóttir. Fyrstu níu árin bjó ég í Innri-Njarðvík en hef búið á Sauðárkróki frá þeim tíma. Starf / nám: Sérfræðingur á Fyrirtækjasviði hjá Byggðastofnun. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Sonum mínum, hefði aldrei trúað því að ég myndi hafa gaman að því að horfa á fótbolta þar til börnin mín fóru að stunda þá íþrótt. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? 
Stelpukvöld með Rachel, Monicu og Phoebe (allar í karakter) hljómar vel.
Meira

Krakkarnir fá að lifa atvinnumannalífi í viku

Síðastliðinn mánudag hófust Körfuboltabúðir Tindastóls á Sauðárkróki. í búðirnar eru skráðir rúmlega 40 krakkar úr 14 félögum á aldrinum 12 til 16 ára. Stór hluti af þessum krökkum eru í fullu fæði og húsnæði á Hótel Miklagarði. Helgi Freyr Margeirsson er yfirþjálfari körfuboltabúðanna og átti blaðamaður Feykis samtal við hann er hann heimsótti búðirnar fyrr í dag.
Meira

Sæunn Kolbrún ráðin skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Á fundi byggðarráðs svf. Skagafjarðar sem fram fór í dag var greint frá því að Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir hafi verið ráðin í starf skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Meira

RÉTTIR Food Festival hefst á föstudaginn

Nú á föstudaginn næstkomandi, 13. ágúst, hefst matarhátíð á Norðurlandi vestra sem nefnist RÉTTIR Food Festival og mun hún standa yfir í 10 daga með viðburðum á öllu svæðinu og ljúka sunnudaginn 22. ágúst. Á hátíðinni, sem var fyrst sett á laggirnar sumarið 2019, munu matvælaframleiðendur og veitingastaðir á Norðurlandi vestra sýna heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk.
Meira

Stefnt að því að úthluta 30 lóðum í Varmahlíð

„Þær lausu lóðir sem við höfum haft til umráða, það hefur verið slegist um þær og það er aukinn áhugi á að byggja í Varmahlíð og við viljum gjarnan mæta þessari eftirspurn með því að fjölga lóðum,“ er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í frétt á Rúv.is um síðustu mánaðamót.
Meira

Horfnir safngripir í leitirnar eftir 50 ár

Fyrir helgi barst Byggðasafni Skagfirðinga (BSK) sérkennilegur pakki í pósti, stílaður á safnið. Pakkinn var sendur frá Þýskalandi en honum fylgdi engin útskýring nema heimilisfang sendanda. Upp úr pakkanum komu þrír munir; rjómakanna úr tini, lítil útskorin smjöraskja og kotrutafla rennd úr hvalbeini. Starfsfólk safnsins skildi hvorki upp né niður í þessari sendingu en rjómakannan kom þeim þá kunnulega fyrir sjónir, hún var talin lík kaffikönnu og sykurkari sem eru í sýningu í Glaumbæ.
Meira

„Mjög ánægð með að nú sé aðgengi fyrir alla bæði að kirkju og safnaðarheimili“

Feykir setti sig í samband við Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest á Sauðárkróki, og forvitnaðist um smíði hjólastólaramps við safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í máli Sigríðar kom fram að nýi inngangurinn hafi verið tilbúinn um síðustu áramót en þeir sem notast við hann fara á milli kirkju og safnaðarheimilis og inn að vestan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Smiðirnir Ólafur Þorbergsson og Ómar Helgi Svavarsson sáu um verkið.
Meira

Magnús Barðdal nýr verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er greint frá því að Magnús Barðdal hafi verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
Meira

Vilja hættumat fyrir Varmahlíð og hluta Sauðárkróks vegna aurskriðuhættu

Síðastliðið fimmtudagskvöld bauð Svf. Skagafjörður íbúum Varmahlíðar til fundar í Miðgarði vegna aðgerða í kjölfar aurskriða sem féllu á hús við Laugarveg seint í júní, þar sem betur fór en á horfðist. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra, var ágætlega mætt á fundinn en þar miðluðu fulltrúar sveitarfélagsins upplýsingum til íbúa um þær framkvæmdir sem þegar er búið að ráðast í vegna skriðanna og hvaða hugmyndir eru uppi á þessu stigi um frekari framkvæmdir.
Meira