Skagafjörður

Sölvi Sveinsson sendir frá sér bókina Lög unga fólksins

Út er komin bókin Lög unga fólksins eftir Skagfirðinginn Sölva Sveinsson. Eins og fram kemur á bókarkápu er Sölvi lesendum að góðu kunnur fyrir margvísleg ritverk sín, ekki síst um íslenskt mál en í þessari bók kveður við annan tón „þar sem hin skáldlega æð fær útrás í hnyttnum smásögum sem þó snerta einnig á alvörumálum“.
Meira

Systir Gitzy með gull í Tokyo

Ekki náðu Íslendingar í verðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo og voru ekki nálægt því að þessu sinni. Margir hafa notið þess að fylgjast með fjölbreyttum greinum sem keppt hefur verið í og öllu því ljúfsára drama og þeirri botnlausu gleði sem fylgir þessum stórkostlegu leikum. Með góðum vilja getur Tindastólsfólk samglaðst stúlku frá Dyflinni, Kellie Harrington og fjölskyldu hennar, en Kellie gerði sér lítið fyrir í nótt og nældi í gull í boxi fyrir Íra.
Meira

Ýmis laus störf á Norðurlandi vestra

Laus eru til umsóknar fjölbreytt og spennandi störf á Norðurlandi vestra. SSNV hefur tekið saman þau störf sem í boði eru og hér í fréttinni finna hlekki á auglýsingar um hin ýmsu störf í landshlutanum.
Meira

„Okkar framtíð er í okkar höndum“

Feykir hafði samband við Óskar Smára Haraldsson, annan þjálfara Stólastúlkna, eftir tapleik gegn meistaraliði Breiðabliks í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Óskar Smári var sáttur við framlagið hjá liðinu. „ Það er ekki annað hægt [fyrir okkur þjálfarana] en að vera ánægðir með stelpurnar. Þær lögðu sig allar sem ein fram, hlupu eins og engin væri morgundagurinn og höfðu trú á verkefninu.“
Meira

Meistarar Blika of stór biti fyrir banhungraðar Stólastúlkur

Íslandsmeistararnir úr Kópavogi, lið Breiðabliks, kom í heimsókn á Krókinn í gær til að skoða sólina og spila við lið Tindastóls í Pepsi Max deildinni góðu. Stólastúlkur hefur sjálfsagt dreymt um að leggja meistarana í gras en þrátt fyrir draumabyrjun Tindastóls þá reyndust Blikar búa yfir of miklum gæðum og nýttu sér nokkur mistök heimaliðsins til að sigla heim 1-3 sigri.
Meira

Bólusetningar hjá HSN í næstu viku

Í næstu viku verður þeim sem fengu Janssen bóluefni boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni. Ekki er mælt með að þeir sem eru með sögu um Covid -19 fái örvunarskammt í bili.
Meira

Kærkominn sigur Tindastóls kom í Kópavoginum

Augnablik tók á móti liði Tindastóls á Kópavogsvelli í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og útileikur gegn einu af liðunum sem er að berjast um að komast upp í 2. deild því kannski ekki óskastaðan fyrir Hauka þjálfara og lærisveina hans. En strákarnir komu sperrtir til leiks og sýndu að þeim er ekki alls varnað. Lokatölur 2-4 og þrjú dýrmæt stig fleyttu liðinu upp úr fallsæti.
Meira

Smitum fjölgar í Skagafirði – Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir á landamærum

Í fyrradag gaf aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra út nýja stöðutöflu yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví vegna Covid á svæðinu. Enn fjölgar smituðum en staðan hefur þó batnað í Húnavatnssýslum þar sem smitaðir teljast nú tveir en fjölgað hefur nokkuð í Skagafirði þar sem 14 eru smitaðir.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld

Það er ósennilegt að einhverjir hafi átt von á því fyrir örfáum misserum að meistaraflokkslið Tindastóls í knattspyrnu tæki á móti verandi Íslandsmeisturum í leik í deildarkeppni. En það er þannig dagur í dag því í kvöld kemur léttleikandi lið Íslandsmeistara Blika úr Kópavoginum á Krókinn þar sem baráttuglaðar Stólastúlkur bíða spenntar eftir þeim. „Íslandsmeistararnir á Sauðárkróksvelli var einn af þessum leikjum sem maður horfði strax til þegar leikjaplanið var gefið út í vor,“ sagði Guðni Þór, annar þjálfara Stólastúlkna, við Feyki nú skömmu fyrir hádegi. „Við höfum mætt þeim tvisvar í sumar og gefið hörkuleik í bæði skiptin og ég á von á því að það sama verði uppi á teningnum í kvöld, mikil barátta og ekkert gefið eftir.“
Meira

Atvinna: félagsráðgjafi í barnavernd

Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Meira