Skagafjörður

Númerslausir bílar og óþrifnaður á íbúðarlóðum

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hyggst nú á vordögum fjarlægja númerslausa bíla og annað á lóðum sem þykir til lýta á umhverfi en samkvæmt tilkynningu frá HNV er leyfilegt að geyma númerslausan bíl á innkeyrslum þ.e. ef viðkomandi bíll veldur ekki mengun eða er augljóslega ekki lýti á umhverfi.
Meira

Feykir 40 ára í dag

Í dag eru 40 ár liðin frá því að fyrsta tölublað Feykis kom út 10. apríl 1981 en í kjölfarið var haldinn stofnfundur hlutafélags um útgáfu á frjálsu, óháðu fréttablaði á Norðurlandi vestra þar sem rúmlega þrjátíu hluthafar skráðu sig. Í stjórn voru kosnir Hilmir Jóhannesson, Hjálmar Jónsson og Jón F. Hjartarson.
Meira

Ljósið við enda ganganna - Áskorendapenninn Björn Jóhann Björnsson brottfluttur Skagfirðingur

Tveggja metra regla, sóttkví, heimkomusóttkví, samkomubann, sóttvarnahólf, Zoom, landamærasmit, innanlandssmit, andlitsgrímur, farsóttarhús, farsóttarþreyta, þríeykið, Björn Ingi á Viljanum.
Meira

2.500 sumarstörf fyrir námsmenn

Fjölbreytt sumarnám og sumarstörf verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Stjórnvöld ætla að ná til þess hóps námsmanna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og munu verja tæpum 2,4 milljörðum kr. í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
Meira

Fávitar og framúrskarandi hugsuðir - Leiðari Feykis

Það er kominn þriðjudagur, fyrsti vinnudagur eftir páskahelgi. Ég sit fyrir framan tölvuna og klóra mér í höfðinu yfir því um hvað ég ætti nú að skrifa. Ýmislegt hefur gerst á fáum dögum eins og afnám nauðungarvistunar á sóttvarnarhóteli, ný gossprunga á Reykjanesinu og fleiri og fleiri munstra sig í Fávitavarpið, en svo kallast Facebookhópur sem safnar „skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft,“ eins og segir í lýsingu hópsins. „Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum,“ segir jafnfram þar.
Meira

Norðsnjáldri í Eyjafirði – fátíður hvalreki

Norðsnjáldri (Mesoplodon bidens) af ætt svínhvala (Ziphidae) fannst rekinn dauður í síðustu viku í svokallaðri Bót við bæinn Höfða II, skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Kristinn Ásmundsson bóndi á Höfða II tilkynnti um hvalrekann, sem telst til tíðinda því aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land síðan Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti um 1980.
Meira

Opinn streymisfundur um Mælaborð landbúnaðarins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Mælaborð landbúnaðarins á opnum streymisfundi í dag kl. 13. Stofnun mælaborðsins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu m.a. vegna fæðuöryggis og slíkur gagnagrunnur eykur gagn
Meira

Framjóðendur VG í Norðvesturkjördæmi með málefnafund á laugardaginn

Í frétt í gær var rangt farið með þátttakendur á fyrsta málefnafundi af þremur, með framjóðendum í forvali VG fyrir komandi kosningar. Sagt var að sá fundur yrði með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi í kvöld en rétt er að fundurinn verður í Suðvesturkjördæmi og hefst kl. 20:00 í kvöld. Fundurinn með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. apríl, kl. 12:00
Meira

Nýtt fyrirkomulag Eyrarrósarinnar

Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Auglýst hefur verið eftir umsóknum en Eyrarrósin 2021 verður afhent í maí.
Meira

Vilja að RARIK auglýsi störf án staðsetningar

RARIK auglýsti á dögunum eftir verkefnisstjóra stærri framkvæmda en auglýsingin hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar sem starfsstöð starfsmannsins var tiltekin í Reykjavík. Það kemur mörgum spánskt fyrir sjónir því öll starfsemi félagsins, og þar með framkvæmdir á vegum RARIK, fer fram á landsbyggðinni. Af þessu tilefni skorar stjórn SSNV á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar.
Meira