Skagafjörður

UMSS óskar eftir upplýsingum um félagsstörf, tómstundir og íþróttir í Skagafirði

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er að vinna að nýju verkefni sem á að auðvelda íbúum Skagafjarðar að kynna sér hvaða félagsstörf, tómstundir og íþróttir eru í boði í Skagafirði fyrir allan aldur. UMSS vill auðvelda íbúum að finna þessar upplýsingar á einum stað, og fyrirhugað er að upplýsingarnar verði birtar á vefnum og/eða prentaðri útgáfu haustið 2021.
Meira

Jan Bezica nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í körfubolta og yfirþjálfari yngri flokka

Nú á dögunum undirrituðu þeir Jan Bezica og Sævar Már Þorbergsson, formaður Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls undir samning þar sem að Jan tekur við af Baldri Þór sem yfirþjálfari yngri flokka körfuknattleiksdeildar Tindastóls næsta árið. Einnig skrifaði Jan undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeildar Tindastóls en hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna næsta tímabil. 
Meira

Hver er maðurinn?

Eitt sinn fór Rúnar Már Sigurjónsson í hver er maðurinn með Konna (Konráð Þorleifsson) frænda sínum í einni rútuferðinni þegar að Rúnar spilaði með Tindastóli og það gekk svolítið erfiðlega að finna út úr því hver maðurinn var. Hugi Halldórsson, Króksari, greindi frá þessari sögu í hlaðvarpsþætti sínum Fantasy Gandalf í janúar 2020 en þá fékk hann Rúnar Má í spjall.
Meira

Það er líf í landinu

Svo að landsbyggðin vaxi og dafni er mikilvægt að til staðar sé öflug byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið sem finna má í byggða- fjarskipta og samgönguáætlunum. Hægt er að fylgjast með framgangi þessara áætlana á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir.is og er gagnvirkur upplýsingarvefur þar sem hægt verður að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
Meira

Góður hestakostur á félagsmóti Skagfirðings

Félagsmót Skagfirðings og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á mótinu sáust flott tilþrif og ljóst er að Hestamannafélagið Skagfirðingur verður vel mannaður og hestaður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 7. – 11. júlí næstkomandi.
Meira

Vígsla áhorfendastúku á Sauðárkróksvelli

Formleg vígsla áhorfendastúku við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki fór fram í blíðskaparveðri sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Björn Jónasson, skipstjóri, fékk þann heiður að flytja viðstöddum ræðu og klippa á borðann eftir að hafa afhent hana, fyrir hönd FISK Seafood, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar, Sigfúsi Inga Sigfússyni, að gjöf.
Meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokar í nokkra daga vegna viðhalds

Sundlaugin í Varmahlíð er lokuð frá og með deginum í dag (7. júní) og næstu daga vegna viðhalds. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir næstu helgi.
Meira

Fisk Seafood gefur ungum körfuboltaiðkenndum peysur

Mánudaginn 31. maí fór fram uppskeruhátíð körfuboltaiðkennda Tindastóls í fyrsta til sjötta Bekk og föstudaginn 4. júní fór fram uppskeruhátíð iðkennda í sjöunda til tíunda bekk. Veittar voru þátttökuviðurkenningar ásamt því að Fisk Seafood gaf öllum iðkendum peysur merktar Tindstól frá Jako.
Meira

Sumaropnunartímar sundlauga á Norðurlandi vestra

Nú þegar sumarið er komið í fullt swing er gott að kynna sér opnunartíma sundlauganna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra eru glæsilegar sundlaugar sem enginn verður svikin af að heimsækja. 
Meira

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í 4. sæti.
Meira