Skagafjörður

Eiga eftir að slefa inn í meistaradeild - Liðið mitt Baldur Þór Ragnarsson

Baldur Þór Ragnarsson hefur staðið í ströngu í vetur sem þjálfari Domino´s liðs Tindastóls í körfubolta en leiktíðin hefur verið ansi snúin á marga vegu. Covid hefur sett nokkur strik í reikninginn og gengi liðsins að margra mati ekki nógu gott. Komst liðið þó í úrslitakeppnina og fékk þann andstæðing sem enginn vildi mæta í fyrstu rimmu þeirrar keppni, deildarmeisturum Keflavíkur. Þrátt fyrir góða baráttu Stólanna náðu þeir ekki að vinna leik og eru því komnir í sumarfrí en vissulega var möguleikinn alltaf fyrir hendi. Skorað var á Baldur að svara spurningum í Liðinu mínu og lét hann til leiðast þrátt fyrir annasama daga undanfarið.
Meira

Tindastólsdrengir fundu taktinn

Tindastólsdrengir náðu í sinn fyrsta sigur í dag þegar að þeir sigruðu lið KH úr Hafnafirði 4:0. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki. Með sigrinum kom Tindastóll sér úr fallsæti í 3. deildinni en ÍH situr áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Sveðjustaðir í Miðfirði (Sveigisstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Þetta er vafalaust breytt nafn frá því upprunalega, þótt nú sje það svo algengt að annað þekkist ekki og þannig er það í yngstu jarðabókunum (sjá J., Ný Jb.). Fyrsta vitni er landamerkjabrjef milli Svertingsstaða og Sveðjustaða frá árinu 1478 og frumskjalið er til á skinni (DL VL 137).
Meira

The phoenix factor – Fönix áhrifin

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Nes listamiðstöð bjóða til fyrirlesturs breska fræðimannsins David Kampfner, frá Háskólasetri Vestfjarða, í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd mánudaginn 14. júní kl. 17. Fyrirlestur Davids nefnist Finding the Phoenix Factor: Industrial Heritage Conservation in Iceland.
Meira

Fjöldatakmarkanir rýmkaðar og nándarreglan styttist

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að á sitjandi viðburðum verði engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira

Mannvistarleifar frá 10. öld finnast á Höfnum á Skaga

Í landi Hafna á Skaga var eitt sinn stór verstöð líklega frá landnámi og fram eftir öllum öldum og í gegnum tíðina hafa verið verbúðir á nokkrum stöðum eftir ströndinni í landi Hafna, m.a. við Rifsbúðir, Innri-Þrándarvík og á nesjunum beggja vegna Grútarvíkur og Sandvíkur. Sjórinn hefur brotið mikið af landinu á þessum stað og valdið miklum skemmdum á þeim minjum sem þarna eru og núna hefur gamall öskuhaugur komið í ljós sem stendur opinn. Í öskuhaugnum má greina gjóskulag frá árinu 1104 og eru mannvistarleifar bæði undir því og yfir sem og yfir öðru gjóskulagi sem er líklega frá 1300.
Meira

Stólastúlkur lágu í Árbænum

Fylkir sigraði leikinn 2:1 en Tindastóll skoraði eina mark sitt í lok leiks og hleypti smá spennu í leikinn, en allt kom fyrir ekki. Tindastóll vermir botnsæti deildarinnar með 4 stig og Fylkir er einu sæti fyrir ofan þær með 5 stig.
Meira

Ráðherra lætur vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti og var sú ákvörðun kynnt á aðalfundi Orkuklasans nýverið, en nýting vetnis og rafeldsneytis var aðalefni fundarins.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna hestaíþróttum árið 2021 fer fram dagana 30. júní - 4. júlí á Hólum í Hjaltadal. Mótið í ár verður með öðru sniði en undanfarin ár, en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Svo um er að ræða mót einungis þeirra bestu.
Meira

Víðsýni er öllum til happs

Þegar ég var yngri maður en ég er í dag fór ég snemma að hafa áhuga á þjóðmálum, þeim málum sem eru í gangi í þjóðfélaginu og í mínu heimahéraði. Ég myndaði mér skoðanir á ákveðnum hlutum, varði þær síðan og studdi eins og íþróttalið. Ef einhver hafði út á þær skoðanir að setja hafði hann einfaldlega bara rangt fyrir sér og ég rétt. Síðan fór ég í framhaldsskóla, kynntist nýju fólki, prófaði nýja hluti og öðlaðist víðari sýn á hlutina.
Meira