feykir.is
Skagafjörður
15.06.2021
kl. 09.06
Stúlknamót Tindastóls í fótbolta fer fram aðra helgi, 26.-27. júní nk. og kallast nú Steinullarmótið eftir nýjum bakhjarli þess. Mótið er ætlað stúlkum í 6. flokki og leikinn er fimm manna bolti. Mikill undirbúningur liggur að baki slíkum mótum og ekki fara þau fram án sjálfboðaliða sem að þeim koma á margvíslegan hátt. Feykir sendi barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls nokkra spurningar og forvitnaðist um ráðið, undirbúninginn og framkvæmd mótanna tveggja sem Tindastóll stendur fyrir en Króksmót, fótboltamót fyrir stráka, fer fram í ágúst. Í ráðinu sitja Haukur Skúlason, Íris Ósk Elefsen, Guðbjörg Óskarsdóttir, Sigþrúður Jóna Harðardóttir, Jóhann Sigmarsson og Helgi Freyr Margeirsson.
Meira