Skagafjörður

Forvitnileg Taktík á N4 í kvöld

Taktíkin, þáttur N4 um íþróttir og lýðheilsu á landsbyggðunum, hefur aftur göngu sína eftir stutt hlé. Skúli Geirdal hefur stýrt þáttunum frá upphafi og gerði 100 þætti frá árinu 2018. Nú tekur Rakel Hinriksdóttir við stjórninni og fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld, mánudaginn 19. apríl kl. 20.30. Rakel hefur verið dagskrárgerðarkona á N4 í tvö ár og er fyrrum knattspyrnukona. Núna nýverið stjórnaði hún þáttunum Íþróttabærinn Akureyri.
Meira

Saman getum við byggt upp – saman getum við gert gott samfélag betra

Nafn: Þóra Margrét Lúthersdóttir Aldur: 39 ára Heimili: Forsæludalur Fæðingarstaður: Reykjavík, 1sta febrúar 1982 Staða: Sauðfjár- og skógarbóndi Sæti á lista VG: 2-3 sæti
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2021 - Framlengd skil til 21. apríl.

Það er nú svo að þegar þessi þáttur kemur fyrir sjónir almennings er, þrátt fyrir hertar aðgerðir ríkisins í sóttvörnum, ekki búið að fresta Sæluviku líkt og gert var fyrir ári. Fyrst svo er freistumst við til að kasta fram fyrripörtum og gefum almenningi kost á að taka þátt í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga.
Meira

Tíu þúsundasti gesturinn mætti í Stólinn í gær

Í gær náðist sá merki áfangi á skíðasvæðinu í Tindastóli að tíu þúsundasti gestur vetrarins mætti á svæðið. Var honum vel fagnað, skellt var í flugeldatertu og að sjálfsögðu var viðkomandi verðlaunaður. „Þetta er stór afrek hjá okkur á svæðinu en þetta er stærsti vetur frá upphafi skíðasvæðisins,“ segir Sigurður Hauksson staðarhaldari í Stólnum.
Meira

Knattspyrnudeildin fær góða gjöf frá Þ. Hansen

Í gær afhenti Jóhannes Þórðarson, fyrir hönd Þ. Hansen ehf., knattspyrnudeild Tindastóls veglega gjöf í tilefni af þeim frábæra árangri sem meistaraflokkur kvenna náði síðastliðið sumar. Gjöfin var svokölluð VEO myndavél sem nýtist til að leikgreina æfingar og leiki. Allir flokkar knattspyrnudeidar geta nýtt sér búnaðinn en kvennaliðið hefur þó forgangsrétt – enda í efstu deild.
Meira

Króksarar gera strandhögg á norskum grundum 1984

Á því herrans ári 1984 steig hópur glaðbeittra tuðrusparkara í 4. flokki Tindastóls upp í Benz-kálf sem renndi síðan frá sundlauginni á Króknum á fallegu júlíkvöldi. Eldri helmingur hópsins nýfermdur og fullkomlega sáttur við að vera kominn í tölu fullorðinna. Framundan var ævintýraferð á Norway Cup – stærsta fótboltamót í heimi – sem fram fór í Osló.
Meira

Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og vegan Oreo ostakaka

Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og hérna kemur uppskrift af einum geggjuðum vegan hamborgara ásamt vegan Oreo ostaköku. Mæli með að prufa...
Meira

Gagnrýna Umhverfisstofnun fyrir seinagang í bensínmengunarmálinu

RÚV segir frá því að byggðarráð Skagafjarðar gagnrýni Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Þó brátt séu liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi, með þeim afleiðingum að fjölskylda handan götunnar varð að flytja úr húsi sínu og veitingastað við hliðina var lokað, er rannsókn enn ekki lokið. „Og ég útiloka ekki að það séu fleiri fasteignir sem hafa lent þarna undir. Og svo við, sveitarfélagið sem eigandi lóða og gatna á svæðinu, við þurfum náttúrulega að gæta okkar hagsmuna einnig,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.
Meira

Tap í fyrsta æfingaleik eftir kófpásu

Stólastúlkur halda áfram að undirbúa sig fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni. Eftir þriggja vikna kófpásu hófust æfingar á fullu nú í vikunni og í dag fengu stelpurnar spræka Seltirninga í heimsókn en lið Gróttu spilar í 1. deildinni. Þær reyndust engu að síður sterkara liðið í dag og unnu sanngjarnan 1-3 sigur.
Meira

Alþjóðleg rannsókn á íslenskum hestaviðburði – Ný bók um Landsmót hestamanna

Út er komin bókin Humans, Horses and Events Management, sem fjallar um hestaviðburði og samskipti manns og hests (e. human-horse relations). Bókin er gefin út af CABI Publisher og er einstök að tvennu leyti. Annars vegar er þetta fyrsta bók sinnar tegundar sem fjallar um hestaviðburði sérstaklega og hins vegar hefur hún þá sérstöðu í viðburðastjórnunarfræðum að fjalla um einn ákveðinn viðburð frá mörgum sjónarhornum.
Meira