Skagafjörður

Beinin sem sem fundust á Skaga reyndust ekki vera mannabein

Í gær fundust bein í fjörunni við bæinn Víkur á Skaga sem talinn voru vera mannabein. Ábúandi á bænum tilkynnti um fundinn og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að leita umhverfis fjöruna.
Meira

Tæplega 700 stúlkur í 112 liðum eru skráðar til leiks á Steinullarmóti

Stúlknamót Tindastóls í fótbolta fer fram aðra helgi, 26.-27. júní nk. og kallast nú Steinullarmótið eftir nýjum bakhjarli þess. Mótið er ætlað stúlkum í 6. flokki og leikinn er fimm manna bolti. Mikill undirbúningur liggur að baki slíkum mótum og ekki fara þau fram án sjálfboðaliða sem að þeim koma á margvíslegan hátt. Feykir sendi barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastóls nokkra spurningar og forvitnaðist um ráðið, undirbúninginn og framkvæmd mótanna tveggja sem Tindastóll stendur fyrir en Króksmót, fótboltamót fyrir stráka, fer fram í ágúst. Í ráðinu sitja Haukur Skúlason, Íris Ósk Elefsen, Guðbjörg Óskarsdóttir, Sigþrúður Jóna Harðardóttir, Jóhann Sigmarsson og Helgi Freyr Margeirsson.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð til kl 17:00 miðvikudaginn 16. júní

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð til kl 17:00 miðvikudaginn 16. júní vegna námskeiðs starfsmanna. Sundlaugin verður því opin frá kl. 17:00-21:00 á miðvikudaginn. Aðeins er um þennan eina dag að ræða.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag, 15. júní

Sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð þriðjudaginn 15. júní vegna námskeiðs starfsmanna og minniháttar viðhalds. Sundlaugin opnar aftur samkvæmt opnunartíma miðvikudaginn 16. júní.
Meira

17. júní hátíðarhöld á Sauðárkróki

Það verður haldið hátíðlega uppá þjóðhátíðardaginn 17. júní á Sauðárkróki. Hátíðin hefst klukkan 12:30 á Skaffóplaninu en þar verður boðið uppá andlitsmálun og hestafjör. Síðan verður marserað í skrúðgöngu á Íþróttavöllinn þar sem hátíðardagskrá mun fara fram. Þar mun Karlakórinn Heimir, Leikfélag Sauðárkróks, Atli Dagur og fleiri stíga á svið.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag, 11. júní, var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Alls útskrifuðust 45 nemendur í þetta skiptið, þar af einn samtímis af tveimur námsleiðum.
Meira

17. júní hátíðarhöld í Akrahreppi

Kvenfélag Akrahrepps og Akrahreppur munu bjóða hreppsbúum Akrahrepps upp á pylsur og kaffi  í Héðinsminni milli klukkan 11.45-14.00 að lokinni messu á Miklabæ sem hefst kl.11.00. 
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins en áður hafði verið tekin ákvörðun um að allt mótið færi fram á laugardegi en samkvæmt veðurspá átti að vera óvenjulega kalt á sunnudeginum. Þeirri ákvörðun var hinsvegar snúið við til að fylgja reglugerð og að allur árangur á mótinu yrði löglegur. Aðstæður voru því erfiðar miðað við árstíma en það meðal annars snjóaði á mótinu.
Meira

Listi VG samþykktur í Norðvesturkjördæmi

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna.
Meira

Sveitastjórnarstigið er hugsað til þess að þjóna nærsamfélaginu

Ólafur Bjarni Haraldsson er að eigin sögn bóndasonur af Langholtinu sem álpaðist á sjó. Ólafur er sonur Hadda og Ragnheiðar í Brautarholti, lærður smiður og stýrimaður og starfar sem sjómaður á Málmey SK1 og sveitastjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir Byggðalistann. Í dag er Ólafur búsettur á Hofsósi með sambýliskonu sinni Wioletu Zelek.
Meira