Forvitnileg Taktík á N4 í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2021
kl. 11.52
Taktíkin, þáttur N4 um íþróttir og lýðheilsu á landsbyggðunum, hefur aftur göngu sína eftir stutt hlé. Skúli Geirdal hefur stýrt þáttunum frá upphafi og gerði 100 þætti frá árinu 2018. Nú tekur Rakel Hinriksdóttir við stjórninni og fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld, mánudaginn 19. apríl kl. 20.30. Rakel hefur verið dagskrárgerðarkona á N4 í tvö ár og er fyrrum knattspyrnukona. Núna nýverið stjórnaði hún þáttunum Íþróttabærinn Akureyri.
Meira