Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur vegna bensínleka á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
10.06.2021
kl. 11.17
Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 19. maí sl. lýsti byggðarráð furðu sinni með að Umhverfisstofnun hafi ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins sem sent var þann 17. mars sl., þrátt fyrir loforð þar um. Í erindinu var Umhverfisstofnun krafin um upplýsingar vegna magns og upphafs mengunar á bensínleka sem varð á Hofsósi útfrá bensínstöð N1 þar í bæ, en fjölskylda á Hofsósi neyddist til að yfirgefa húsnæði sitt í Desember 2019 sökum bensínlyktar í húsnæðinu. Svar frá Umhverfisstofnun barst síðan þann 19. maí sl.
Meira
