Skagafjörður

Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur vegna bensínleka á Hofsósi

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 19. maí sl. lýsti byggðarráð furðu sinni með að Umhverfisstofnun hafi ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins sem sent var þann 17. mars sl., þrátt fyrir loforð þar um. Í erindinu var Umhverfisstofnun krafin um upplýsingar vegna magns og upphafs mengunar á bensínleka sem varð á Hofsósi útfrá bensínstöð N1 þar í bæ, en fjölskylda á Hofsósi neyddist til að yfirgefa húsnæði sitt í Desember 2019 sökum bensínlyktar í húsnæðinu. Svar frá Umhverfisstofnun barst síðan þann 19. maí sl.
Meira

Sumarið í sveitinni - Frábær bók í ferðalagið

Búast má við því að margir verði á faraldsfæti í sumar og þeysi um sveitir landsins. Þau Guðjón Ragnar Jónasson, sem starfar sem forstöðumaður við Háskólann og Bifröst, og Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, ákváðu þegar vart sást út úr Kófinu að skrifa barnabókina Sumarið í sveitinni.
Meira

Lína íþróttakennari í Varmahlíðarskóla í Taktíkinni á N4

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir eða Lína eins og hún er yfirleitt kölluð, verður gestur Rakelar Hinriksdóttur í Taktíkinni á N4 mánudagskvöldið 14. júní næstkomandi. Lína hefur starfað sem íþróttakennari við Varmahlíðarskóla til fjölda ára með góðum árangri en meðal annars hefur Varmahlíðarskóli komist sjö sinnum í úrslit Skólahreysti á undanförnum níu árum undir handleiðslu hennar.
Meira

Haraldur Benediktsson – endurnýjað traust

Leiðinlegasti þátturinn í stjórnmálastarfi að mínu mati er keppni milli samherja og vina um sæti á framboðslista og þá sérstaklega prófkjör. Jafn nauðsynleg og sjálfsögð og þau geta verið draga þau oft fram neikvæðustu hliðar stjórnmálanna.
Meira

Tveir fluttir til Reykjavíkur eftir harðan árekstur í Skagafirði

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Siglufjarðavegi, við Læk, milli Kýrholts og Ennis í Viðvíkursveit, í dag. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru ökumenn einir í bifreiðunum og báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Meira

Skólabílinn úr malardrullunni

Um 1.800 börn og ungmenni víða um landið sækja grunnskóla í sínu sveitarfélagi með skólaakstri, hvern skóladag, allt skólaárið. Vegalengdirnar eru mismunandi og vegirnir misgóðir. Á sumum leiðum er fyrir fjölda barna um tugi kílómetra að fara hvora leið og víða skrölt á holóttum malarvegum yfir rysjótta vetrarmánuði.
Meira

Sveitarfélögin í Skagafirði kanna kosti og galla sameiningar

Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar 2. júní síðastliðinn var möguleg sameining Sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps rædd. Undir þeim lið sátu, auk Byggðarráðs, fulltrúar Akrahrepps. Samþykkt var að fela Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps að leita eftir tilboðum í ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna.
Meira

Jaka Brodnik kveður Krókinn

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá því í gær  að búið væri að semja við Jaka Brodnik um að leika með liði Keflavíkur næstu tvö tímabil. Jaka hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin tvö ár við góðan orðstír en hann kom til liðsins frá Þór Þorlákshöfn  samhliða Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stólanna fyrir tímabilið 2019-2020 en þeir höfðu starfað saman hjá Þór Þorlákshöfn tímabilið á undan og slógu lið Tindastóls grátlega úr leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Dominos deildarinnar 2019.
Meira

Hvernig viljum við sjá framtíð landbúnaðar?

Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi.
Meira

Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar í Netnótunni á N4

N4 mun sýna frá Netnótunni á næstu dögum og vikum, nýjum tónlistarþáttum sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Fyrsti þáttur fer í loftið þann 13. júní en Í fyrsta þætti lætur m.a. Tónadans í Skagafirð ljós sitt skína sem og tónlistarskóli Skagafjarðar. Í þáttunum eru myndböndunum sem hver þátttökuskóli útbjó heima í héraði púslað saman og sér leikarinn Vilhjálmur Bragason um að kynna atriðin.
Meira