Tónleikar og nýr matseðill á döfinni hjá Gránu
feykir.is
Skagafjörður
28.05.2021
kl. 15.37
Það verður viðburðarríkt í húsakynnum Gránu og 1238 á Sauðárkróki næstu vikur, en fyrirhugað er að halda tvenna tónleika þar, í nýjum tónleikasal sem vígður var sem slíkur í Sæluvikunni þegar tónleikar með lögum eftir skagfirskar konur fóru þar fram. Þriðjudaginn 1. júní mun Bríet koma þar fram og í vikunni á eftir, mánudaginn 7. júní munu þeir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn stíga á svið.
Meira
