Skagafjörður

Ertu öruggur um borð? Átaksverkefni Vinnslustöðvarinnar, FISK Seafood og VÍS í öryggismálum á skipum

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á skipum fyrirtækjanna og skerpa á vitund og árvekni skipverja í þeim efnum. Verkefnið hófst mánudaginn 10. maí og stendur yfir í fimm vikur.
Meira

„Þurfum að halda áfram að spila góðan varnarleik“

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fer fram í Keflavík á laugardag og hefst kl. 17:00. Keflvíkingar hafa unnið báða leikina hingað til og eiga möguleika á að sópa Stólunum út úr úrslitakeppninni en eflaust ætla strákarnir okkar að selja sig dýrt. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson þjálfara Tindastóls sem bendir stuðningsmönnum Stólanna á að gefast ekki upp. „Það er alltaf möguleiki á comebacki.“
Meira

Safnadagurinn í Glaumbæ

Þriðjudaginn 18. maí síðastliðinn var haldið uppá alþjóðlega safnadaginn víðsvegar um allt land. Þema safnadagsins 2021 var; Framtíð safna, uppbygging og nýjar áherslur. Söfn voru hvött til að nota rafrænar lausnir við að miðla fróðleik og vera virk á samfélagsmiðlum. Byggðasafnið í Glaumbæ tók að sjálfsögðu þátt.
Meira

Leikarar og starfsfólk Á frívaktinni sungu fyrir einangraða sminku

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna Covid-pásu en eftir mikið púsl og skipulagspælingar á æfingatímabilinu náðist að frumsýna þann 7. maí sl. Daginn eftir fór allt í baklás á Sauðárkróki eftir hópsmit og fór svo að Regína Gunnarsdóttir, ein þeirra sem sminkar leikarana, endaði í sóttkví og síðar í einangrun vegna smits. Í gær fékk hún heimsókn leikara og starfsfólks sýningarinnar sem sungu fyrir utan heimili hennar.
Meira

Tjaldsvæðin opna í Skagafirði

Tjaldsvæðin í Skagafirði eru í óða önn að undirbúa sig fyrir gesti sumarsins og búið er að opna tjaldsvæðin á Hofsósi og í Varmahlíð.
Meira

SSNV og SSNE taka þátt í Nýsköpunarvikunni

Dagana 26. maí til 2. júní mun nýsköpunarvikan fara fram um allt land og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV og Samtök sveitarfélaga Norðurlandi eystra, SSNE taka þátt í henni. Í boði verða fjölbreyttir rafrænir viðburðir sem tengjast nýsköpun á einn eða annan hátt.
Meira

Málmey SK 1 landaði rúmum 124 tonnum

Í aflafréttum er það helst að alls var landað tæpum 283 tonnum á Króknum, þar af voru 22.404 kg af grásleppu og strandveiðimenn náðu samanlangt 11.755 kg á land. Drangey SK 2 og Málmey SK 1 lönduðu samanlagt tæpum 238 tonnum en Málmey SK 1 var aflahæst með rúm 124 tonn. Uppistaða aflans var karfi og ufsi og var hún meðal annars á veiðum á Halanum. Á Skagaströnd var landað tæpum 64 tonnum, rúmum 18 tonnum af grásleppu og tæpum 35 tonnum frá standveiðimönnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var Onni HU 36 með rúm 11 tonn. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Steini G HU 45, 4.763 kg af grásleppu og fimm bátar lönd- uðu á Hofsósi alls 10.836 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 362.913 kg.
Meira

Náttúruminjasafn Íslands þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til verndar líffræðilegri fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 22. maí dag líffræðilegrar fjölbreytni, en meiri ógn steðjar nú að fjölbreytileika lífríkis á jörðinni en nokkru sinni á okkar tímum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Jafnframt kemur fram að vísindamenn telji að allt að ein milljón tegunda sé í útrýmingarhættu.
Meira

Naumt tap gegn Íslandsmeisturunum

Í kvöld mættust lið Breiðabliks og Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna en Blikar eru núverandi Íslandsmeistarar. Það mátti því búast við erfiðum leik í Kópavoginum en Stólastúlkur börðust eins og ljón. Það var ekki fyrr en um stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum sem Blikar brutu ísinn og gerðu eina mark leiksins. Lokatölur 1-0 og fyrsta tap Tindastóls í efstu deild staðreynd.
Meira

Heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð á Sauðárkróki

Vegna tenginga í Háuhlíð verður heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð um stund. Vonast er til að rennsli komist aftur á innan tíðar. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira