Skagafjörður

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ákvað á fundi sínum laugardaginn 20. mars að viðhafa prófkjör við uppröðun á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 16. og 19. júní nk. Haraldur Benediktsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson hafa öll lýst yfir framboði.
Meira

Kæri kjósandi í Norðvesturkjördæmi

Ég heiti Björn Guðmundsson og er 64 ára gamall húsasmiður, búsettur á Akranesi en fæddur í Miðfirði við Húnaflóa. Ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Stór sigur á Héraðsbúum í Síkinu

Þó staða Tindastóls í Dominos-deildinni sé kannski ekkert til að hrópa húrra yfir þá verður að viðurkennast að deildarkeppnin hefur sjaldan verið skemmtilegri. Í gærkvöldi tók lið Tindastóls á móti spræku liði Hattar frá Egilsstöðum og áttu margir von á erfiðum leik. Sem reyndist raunin en Stólarnir voru engu að síður betra liðið og nældu í stigin tvö sem ættu í það minnsta að fara langt með að tryggja sæti í efstu deild. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik en Stólarnir höfðu yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og nældu í stigin mikilvægu. Lokatölur 90-82.
Meira

Allir í Árskóla komnir með sitt eigið námstæki!

Árskóli á Sauðárkróki hefur verið í fararbroddi í notkun upplýsingatækni í skólastarfi í um áratug. Þar var einmitt fyrsti bekkurinn sem hafði iPad spjaldtölvu á hvern nemanda þegar 3. IHÓ fékk iPad á hvern nemanda árið 2012. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú í janúar 2021 varð Árskóli fyrsti stóri skólinn á Íslandi þar sem allir nemendur hafa sitt eigið tæki til umráða.
Meira

Ég gef kost á mér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norð-vestur kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í haust.

Ég heiti Gylfi Þór Gíslason f. 8. Apríl 1963 í Reykjavík. Ég er lögregluvarðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjöðum. Foreldrar: Gísli Jón Ólafsson, f. 1931 d. 2000 frá Ísafirði og Margrét Berndsen, f. 1927 d. 1986 frá Reykjavík. Ég hef búið á Ísafirð frá 1997. Kona mín heitir Sóley Veturliðadóttir og er dóttir Sveinfríðar Hávarðardóttur frá Bolungarvík og Veturliða G. Veturliðasonar frá Ísafirði. Við Sóley eigum tvö börn, Veturliða Snæ f. 1998 og Margréti Ingu f. 2001. Fyrir átti ég dótturina Elsu Rut f. 1989.
Meira

Markaveislur í Lengjudeild karla

Karlaliðin tvö af Norðurlandi vestra, Tindastóll og Kormákur Hvöt, sprettu úr spori í gær í Lengjubikarnum. Stólarnir náðu í sín fyrstu stig með fínum sigri gegn liði Kára frá Akranesi, 4-1, en Húnvetningar fengu skell gegn Úlfunum þar sem liðið laut í gras, 7-4, eftir að hafa verið yfir, 1-4, í hálfleik.
Meira

Slæmur skellur gegn sprækum Njarðvíkurstúlkum

Lið Njarðvíkur er að spila hvað best liðanna í 1. deild kvenna og þær reyndust allt of sterkar fyrir lið Tindastóls sem heimsætti gossvæðið suður með sjó í gær. Stólastúlkur sáu ekki til sólar í fyrri hálleik en í hálfleik var dagskráin búin, staðan 47-16. Heldur náðu gestirnir að stíga betur á móti í síðari hálfleik en það dugði skammt að þessu sinni. Lokatölur 94-42.
Meira

Tap gegn Íslandsmeisturum Blika

Kvennalið Tindastóls í fótboltanum mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í hádeginu í gær en spilað var í Kópavogi. Það kom svo sem ekki á óvart að meistaraliðið var töluvert sterkara liðið í leiknum en eftir erfiða byrjun í leiknum náðu Stólastúlkur áttum og vörðust ágætlega í síðari hálfleik. Lokatölur voru 4-1 fyrir Breiðablik.
Meira

Stefán Vagn Stefánsson efstur Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmivestra lauk í gærkvöldi en tíu aðilar gáfu kost á sér í póstkosningunni. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögreglumaður á Sauðárkróki, hlaut flest atkvæði.
Meira

Magnús Davíð Norðdahl efstur í prófkjöri Pírata Norðvesturkjördæmis

Prófkjöri Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmum lauk klukkan 16 í dag. Kosningin var rafræn og greiddu rúmlega 280 manns atkvæði í því fyrrnefnda, þar sem sjö voru í framboði, og 400 í Norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður í Reykjavík, leiðir lista Norðvestur.
Meira