Skagafjörður

Reynt verður að reisa nýja áhorfendastúku fyrir leik helgarinnar

Loksins hyllir undir það að áhorfendastúka verði reist við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki þar sem hún var afgreidd úr tolli fyrr í dag. Nokkuð er síðan undirbúningsvinnu við jarðveg og undirstöður lauk en töf varð á afhendingu vegna framleiðslugalla sem kom í ljós áður en hún var send til Íslands.
Meira

Skráning er hafin í SUMAR – TÍM 2021

Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna fótbolta, körfubolta, golf, siglingar, kofabyggð, hjólreiðar og föndur. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM.
Meira

Formannsskipti hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Sunna Björk Atladóttir hefur tekið við sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls eftir að Sigurður Halldórsson baðst lausnar á fundi deildarinnar í gær. Sigurður mun samt sem áður verða viðloðandi fótboltann áfram þar sem hann mun færa sig yfir í meistararáð karla.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra

Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021.

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.
Meira

Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur verkefni af 44 koma af Norðurlandi vestra.
Meira

Ferðagjöfinni eytt fyrir 18 milljónir á Norðurlandi vestra

Samkvæmt Mælaborði Ferðaþjónustunnar var Ferðagjöfinni eytt fyrir að andvirði 18 milljóna á Norðurlandi vestra. Átta milljónum var eytt afþreyingu, öðrum átta milljónum í gistingu og svo urðu þrjár milljónir eftir á veitingastöðum á svæðinu.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Blikum í Mjólkurbikarnum

Lið Breiðabliks og Tindastóls mættust í kvöld í Mjólkurbikarnum og var leikið í Kópavogi. Blikar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að hrista af sér baráttuglaðar Stólastúlkur. Heimaliðið gerði þó mark í sitt hvorum hálfleik en Murr minnkaði muninn seint í leiknum og þar við sat. Lið Tindastóls er því úr leik í bikarnum en lokatölur 2-1.
Meira