Laura og Nadín styrkja lið Stólastúlkna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.07.2021
kl. 15.15
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo leikmenn um að spila með Stólastúlkum út tímabilið. Um er að ræða Nadejda Colesnicenco, 25 ára landsliðskonu Moldóva, og Laura Rus en sú síðarnefnda er landsliðsmaður Rúmeníu, 33 ára og hefur verið aðalframherji Rúmena í áratug að sögn Óskars Smára Haraldssonar í þjálfarateymi Tindastóls. Hann segir að þær séu væntanlegar til landsins á morgun, báðar bólusettar, komnar með leikheimild og ættu að mæta á sína fyrstu æfingu á föstudaginn.
Meira
